Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1930, Blaðsíða 3

Fálkinn - 15.11.1930, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðatskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaði'ð kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. AUar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Ekkert orð er manninum dýrmæt- ara en orðið frelsi. Því að frelsið er afl þess, að ráða sjer sjálfur og þurfa ekki að lúta lögum annara. Meðal styrjaldanna stafar sjerstakur ljómi af frelsisstyrjöldunum; sú stýrjöld, sem hafin er af kúgaðri þjóð til þess að hrinda af sjer oki annara, er al- dréi fordæmd eflir á. Annað orð er líka oft nefnt, sem heitir sjálfstæði. En frelsi og sjálf- stæði er sitt hvað. Frjáls maður er ekki altaf sjálfstæður; hann hefir að- eins frelsi til þess að vera sjálfstæð- ur eða ósjálfstæður, og svo er um þjóðina lika. íslendingar kalla sig sjálfstæða þjóð, en það er spurning hvort þetta sje rjett. Þeir eru frjáls þjóð og stend- ur þvi opinn vegurinn til þess að verða sjálfstæð þjóð; ef þeir vilja. Þeir hafa frelsi til að ná fullu póli- tisku sjálfstæði en lika frelsi til þess, að gerast fjárhagslega ósjálfstæðir. Þeir hafa frelsi til ])ess að halda við þjóðerni sinu en líka til þess að gleypa ómelt alt, sem skolast upp á íslenska fjöru af útlendri lensku og tísku. Frelsi er gott, en það getur bein- linis verið hættulegt, ef þeim sem frelsisins 'nýtur er ekki gefin sú gáfa að kunna að nota það sjer til efling- ar. Ef þá kunnáttu vantar er bæði þjóð og einstaklingi betur borgið undir stjórn sjer viturri þjóða eða einstaklinga annara. íslendingar hafa fengið frelsi, eftir langa baráttu og stranga. Þeir eru þessi árin að sýna, hve vel þeir kunni að nota frelsi'ð. Frelsi höfðu þeir fyrrum, fyrir mörgum öldum og mistu það þá, vegna innbyrðis ófrið- ar. Landið loga'ði í deilum, höfð- ingjarnir bárust á banaspjótum og útheltu blóði undirmanna sinna. Á hinum tólf frelsisárum hafa ný vigaferli verið háð hjer á landi, með penna og tungu. Maður skyldi ætla, að þjóð með nýfengið frelsi væri varkár og ljeti flokkadrættina liggja í láginni, i þeirri mynd, sem þeir eru orðnir nú, en beittu sjer í stað þess í sameiningu að ])ví háleita marki, að nota frelsið til þess, að renna sterkum stoðum undir það sjálfstæði, sem þjóðin verður að hafa, ef hún á að geta lifað. Það er æðri hugsjón en sú, sem nú virðist vera uppi á teningnum hjá stjórnmálaflokkunum. Gullbrúðkaup eiga 18. þ. m. frú Ágústa Ahrens og Erlendur Árna- son snikkari, í Skólastræti 5. Jóhanna G. Jóhannsdóttir ekkja Þorsteinn Loftsson vjelstjóri á á Vesturbrú 22 í Hafnarfirði varðskipinu „Ægir“ varð fertug- varð sextug 12. þ. m. ur lb. þ. m. Gegningarstöðin er heitið á viðgerða- og eftirlitsstöð, sem Philips Radio hefir sett á stofn lijer i Reykjavík, og veitir Snorri Arnar loftskeytafræðingur henni for- stöðu. Tók stöðin til starfa núna 1. október. Verkefni stöðvar þesarar er að annast viðgerðir og lagfæringar á viðtækjum þeim, sem hið fræga út- varpstækjafirma Pliilips Radio selur hjer, en firmað hefir, svo sem kunn- ugt er, sölu til Viðtækjaverslunar Ríkisins. Á viðtækjum Philips er árs ábyrgð, og til þess að hægt sje að lagfæra sem fljótast bilanir á þeim, hefir þessi stöð verið set-t upp. Er hægt að senda þau til Iagfæringar hjer í Reykjavík og fá þau aftur fljótlega, í stað þess að þurfa að senda þau til útlanda og bíða eftir þeim vikum saman, og er það aug- ljóst hagræði, auk þess sem sending- arkostnaður sparast. Vegna ábyrgð- arinnar á tækjunum eru þau stykki úr þeim, sem bila meðan ábyrgðin er í gildi, endurnýjuð endurgjalds- laust, en aðeins tekin borgun fyrir vinnuna. Og eyðileggist áhald fyrir handvömm er hægt að fá gert við það samstundis, því að allir helslu varahlutir eru jafnan fyrirliggjandi á Gegningarstöðinni. Er útvarpsnotendum þeim, sem eiga Philips-tæki mikil þægindi að ])essari stofnun, fyrst og fremst Reykvíkingum og svo öllum lands- búum. Um vída veröld. ----Y--- DÝRMÆTIR LOKKAR Enski fjármálaráðherann Snowden en er vel kunnur fyrir kímnissögur sínar. Nýlega sagði hann frá þvi í veislu einni hvernig enskur rakari hefði farið að því að gleðja konur nokkrar, sem tóku þátt i Dawesráð- stefnunni í London. Konur þessar höfðu séð Lloyd George fara inn til hárskera og sendu því hoð til rakarans um að gefa sér lok úr hári Llayd Georges. Hann var nefnilega ákaflega nafnkunnur í Englandi mn það bil. En nú vildi svo til að Lloyd George ætlaði að- eins að láta raka sig i þetta sinn, svo rakarinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð, hvernig hann ætti að fara að þvi að gera konunum til hæfis. Jólamerki Thorvaldsensfjelagsins er nú komið á markaðinn. Almenning- ur man vonandi eftir þessum kær- konma jólagesti i ár eins og endra- nær, en gleymir honum ekki í öllum jólaönnunum. Það ætti „Jólamerkið 1930“ síst skilið, þvi að fyrri merkj- unum ólöstúðum má tvímælalaust segja , að þetta merki sje það fall- egasta, sem fjelagið hefir gefið ÚL Myndin hjer að ofan sýnir þetta ekki nema að nokkru leyti, því að lita- valið er sjerlega smekklegt og prent- un merkisins ágæt. Tryggvi Magnús- son teiknaði merkið. Jólamerkið 1930 er ómissandi prýði á hverju jólabrjefi. En varla var Lloyd George horfinn út um aðrar dyrnar þegar belgiski forsætisráðherrann Jaspar kom inn á rakarastofuna til að láta klippa sig. Rakarinn var nú ekki seinn á sjer, en skeltí nokkra af hinum löngu og hvítu lokkum Jaspars, ljet þá i umslag og sendi með það út til stúlkn- anna, sem hiðu fyrir utan. Þær borg- uðu vel fyrir hina dýrmætu Iokka og þrýstu þeim að brjósti sjer í þög- ulli tilbeiðslu. Saga Snowdens vakti hinn mesta gleðskap í samkvæminu. Einkum þótti Jaspar, sem var viðstaddur, gaman að henni. ----x---- Stærsti glóðarlampi í heimi. Osram hefir nýlega búið til glóð- arlampa, sem er 50000 watt, en það er sama sem nær 68 hestöfl og er það mesti glóðarlampi i heimi. Eins og sjá má á myndinni er stærðin geysileg. Osram býr einnig til minsta glóðarlampan sem til er, það er lampi sem notaður er við læknisaðgerðir. Hann er ekki nema 8 millimetra langur. Þessi mikli lampi er ætlaður til að taka við kvikmyndir innanhúss og til að lýsa upp lendingarstaði fyrir flugvjelar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.