Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1930, Blaðsíða 6

Fálkinn - 15.11.1930, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Þessir fiskar eru elcki ósvipaöir hákarli. Úr baki þeirra gengur löng taug, sem þeir svifta fram og aftur til þess aö eiga hægara meö aö ná i smærri dýr og jeta þau. alveg nýja hugmynd um dýralíf Galapagoseyjanna. í sumar sem leið gerði Beebe annað afrek, sem eigi mun halda nafni hans skemur á lofti en hið fyrra. Hann fór að gefa sig að rannsóknum-dýralífs á djúpsævi. Hin merka rannsóknarför dr Johs. Smidt á „Dana“ er ýmsum kunn hjer á landi, vegna þess að dr. Schmidt hefir áður starfað að rannsóknum hjer, en fullyrt er að rannsóknir dr. Beebe sjeu ágætar til viðbótar og uppfyll- ingar þeim rannsóknum, sem gerðar voru á „Dana“. Dr. Beebe hafði aðalsetur sitt á Bermudaseyjum. Hann gerði sjer sillcivörpu og veiddi í hana á 500 —1000 metra dýpi. En þegar djúphafsfiskar eru dregnir upp á yfirborðið þá afmyndast þeir og springa stundum í tætlur, er þeir missa vatnsþrýstingsins, sem á þeim er í heimkynnum þeirra. Beebe vildi hinsvegar sjá sem best hvernig djúphafsdýrin litu út niðri í djúpunum og ljet því gera sjer stálhylki og sökti sjer og aðstoðarmanni sínum í því niður í hafsdjúpin. Var hylkið með gluggum og ágætum ljósa- útbúnaði og auk þess sími úr því upp í skipið. Þeir Beebe og Otis Barton aðstoðarmaður hans köf- uðu fyrst í 500 til 600 feta dýpi en smáfærðu sig svo upp á skaft- ið. Lengst komust þeir 1426 fet niður í djúpin og er það heims- met. Ekki var dimt á þessu dýpi en bláleitur bjarmi, svo að þeir sáu vel í kringum sig. Gerðu þeir teikningar af dýrunum og sömu dýrum náðu þeir í vörpur á eftir og gátu því skýrt frá hvernig þau litu út í verunni. — Og varla munu önnur eins furðudýr hafa sjest eins 'og þeir Beebe komu með úr förinni — flest dýr, sem vísindamenn þektu eigi fyr. Alls- konar afbrigði af fiskum í fárán- legustu myndum, sumir blindir, aðrir með svo stór augu að þau voru alt að helmingi kroppsins, aðrir með örlítil augu á „prjón- um“. Allir þessir djúphafsfiskar voru ránfiskar. Hinir stærri og sterkari jeta þá veikari. Þeir gleypa fæðuna ótugða. Mátti oft Stálklukka dr. William Beebe á leið niður í djúpin frá rannsóknarskip- inu. Til hægri sjást „augun“ á þessu stáldufli, sem gera rannsóknarmönn- unum kleift aö sjá út i djúpiö. finna í maga fiska, sem veiddust aðra minni, sem voru enn ómelt- ir og af því gera sjer hugmynd um lifnaðarháttu þessara dýra. Dr. Beebe er nú að starfa að út- gáfu bókar um þessa síðustu ferð sína. Myndir þær, sem hjer birt- ast eru frá honum og koma í þessari nýju bók hans. Já, Jón. ÞaS er mál manna að þeir, sem eru fljótir að ákveða sig og hagnýta sjer óvænt happ, sjeu vanir að fá alt sem að þeir óska. Jón var ekki svo heppinn að til- heyra þessum flokki manna. Því miður verðum við að viðurkenna að hann tilheyrði þeim gagnstæða. Og þó hann væri aðdáunarverður ungur maður að öðru leyti, var hon- um það lífsins ómögulegt að vera fljótur að ákveða sig eða afkasta í skyndi, því sem hann átti að gera. Ilann var vanur að bíða með að taka ákvarðanir, þangað til að það venjulega var orðið um seinan. Þegar Jón varð ástfanginn komu þessi vandræði hans enn betur í ljós. Það skal sagt Jóni til afsökunar, að þetta var i fyrsta skifti sem hann varð ástfanginn, og að hann var auk þess mjög óvanur að umgangast stúlkur og kom varla nokkru orði upp þegar hann var í návist þeirra. Það var lika svó óheppilegt með það að Sigga hjálpaði honum ekk- ert. Hún var nefnilega feimin og uppburðarlaus sjálf. Og það að hún bar hlýjan hug til Jóns, gerði hana ennþá feimnari og fámálli þegar Jón var við. En Jón hafði nú einu sinni ákveð- ið að biðja stúlkunar við fyrsta tæki- færi. En það var eins og þetta tækifæri ætlaði aldrei að koma — eitthvað af systkinum Siggu, sem voru fjölmörg, voru altaf að flækj- ast hjá þeim. Og ef svo hittist á að þau væru ein þá tók það vana- lega svo Iangan tima fyrir Jóni að búa sig undir það, sem hann ætlaði að segja, að það var altaf éitthvað sem kom í veg fyrir það að hann gæti byrjað. Loksins — það var ynd- isfagran sólskinsdag — sat Jón al- einn með konu þeirri er hann unni — úti undir túngarði. Nú var runnin upp hin mikla stund. En það var svo skrítið með van- ann, Jón horfði alt í kringum sig einsog honum fyndist endilega að einhver myndi koma og trufla þau. Sigga sat við hlið hans, rjóð í kinn- um og niðurlút. Jón tók á öllu sem hann átti, ræskti sig og færði sig svolítið nær Siggu. Sigga, sagði liann og leitaði eins- og áður eftir orðunum. Það er — jeg meina — ó — loksins erurn við þá orðin alein — er það ekki? Ilún horfði á hann stórum aug- um, en leit svo aftur niður. — Jú, Jón, muldraði hún óróleg. Jón horfði gaumgæfnislega í kring- um sig. Alt var kyrt. Hann laut að henni. — Jeg — það er dálítið, sem mig hefir lengi langað til að tala við þig um — dálítið, sem jeg ætlaði að spyrja þig um. —■ Já, Jón? — En það hefir altaf verið svo erfitt fyrir mig að ná tali af þjer einni. —- Er það ekki? — Jú, Jón, hvíslaði Sigga óþol- inmóð og andvarpaði. Jón andvarpaði líka. Þetta var i raun og veru afar erfitt. Hvernig átti nú að halda áfram? Skyldi hann eiga að kyssa hana fyrst? Hvernig fóru menn eiginlega að þvi að biðja sjer stúlku? Hvað voru menn vanir að segja? En sú vitleysa að hann skyldi ekki hafa hugsað út í það áður. Átti hann bara að segja: Viltu giftast mjer? Nei, það var altof nær- göngult. Jeg elska þig? Viltu gera mjer þá ánægju að verða konan mín? Hann hafði einhversstaðar lesið það, en gat ekki fengið af sjer að segja það sjálfur. Það var eitthvað svo hátíðlegt. Iíannske það væri betra að segja það dálítið kæruleysislega, svo sem eins og: Eigum við nú ekki að rugla saman reitum okkar? Ald- rei! Ekki við hana Siggu. Það var lífsins ómögulegt. Sigga andvarpaði aftur og horfði biðjandi á hann. Hann sá það og þúsund setningar flugu í hug hans . En. .. . — Það eru allir farnir að heim- an, er það ekki? Það var alt og sumt sem hann gat sagt. Sigga hrökk við. -— Já, Jón, hvíslaði hún. Hann lagði hönd sína ofan á höndina á henni. — Sigga — mig langar til — jeg meina viltu vera.... Hann þagnaði. Hið næma eyra hans hafði orðið vart við hljóð að baki þeirra. Hann leit aftur og sá lítið drengjastígvjel og barnsfót. JEinn krakkanna sat upp á garðinum og hlustaði! — Jæja, Jón? Rödd Siggu var lág og lokkandi. Hún hafði ekki tekið eftir neinu. Örvæntingin bjargaði Jóni. Það var ef til vill í fyrsta sinni á æf- inni að hann gat hagnýtt sjer ó- væntan atburð. Hann slepti hendi hennar, reif blað úr vasabókinni sinni, skrifaði nokkur orð á það og rjetti Siggu það. „Jeg ætlaði að fara að spyrja þig að því hvort þú vildir giftast mjer, en það situr einhver þarna uppi á garðinum og hlustar eftir því sem við segjum. Ekki að líta upp. Skrif- aðu svarið hjerna. Sigga andvarpaði ljettilega, en hún leit ekki upp. Hann stakk blýant- inum í hendina á henni. , „Já, Jón“ slcrifaði hún. Kafbátsför Sir Hubertus Wilkins, flugmannsins fræga, sem fyrstur og — hingað til siðastur — allra manna fór í flugvjel yfir norðurhöfin frá Alaska til Spitsbergen, er þessar vik- úrnar undirlniin af svo miklu kappi, að ætla má að alvar liggi bak við enn ekki aðeins tilhneiging forstöðu mannsins til þess, að láta heimsblöð- in tala um sig. Undanfarnar vikur hefir Wilkins verið að reyna kaf- bátinn, eftir að þær breytingar hafa farið fram á honum sem liann telur nauðsynlegar til fararinnar, og í vet- ur stendur til að fara reynsluferð undir ísunum við austanvert Græn- land. Eins og áður hefir verið sagt frá, hefir hinn frægi norski vísinda- maður H. U. Sverdrup ráðist i för með Wilkins, sem aðalvísindamað- ur leiðangursins i hafrannsóknum. En ýmsir gagnfróðir menn um kaf- bátaferðir telja för þessa hreinustu fávisku, og fullyrða, að úr henni komist enginn lifandi svo fremi, að ekki sje snúið aftur undir eins og að ísnum kemur. — Leiðangur Wilk- ins kostar um eina miljón króna, og hefir þó kafbáturinn sjálfur verið leigður Wilkins fyrir — einn dollar — því samkvæmt lögum má Banda- ríkjalier ekki lána neitt af áhöld- um sínum endurgjaldslaust. Er því leigan sett þannig, að öllum sje ljóst að lögunum hafi verið hlýtt, og hins- vegar það, að stjórnin vilji veita Wilkins styrk til fyrirtækisins. ----x—— Kona ein i Múnchen sem heitir Marie Beyer er fræg fyrir það, að hún hefir alskegg, sem mjög líkist skegginu á Frans heitnum Jósep Austurríkiskeisara. Svo reykir hún líka pípu. ----x----- Sá sem fyrstur gerði brjefspjöld með myndum (póstkort) hjet J. H. Locher og átti heima i Zúrich. Árið 1872 ljet hann prenta brjefspjald í Núrnberg og var á því landlagsmynd frá Luzern. Þessi huginynd hans breiddist síðan út um allan heim, en hann hafði ekki hugsun á að gera sjer fje úr henni. En þetta fyrsta brjef- spjald hans gengur nú kaupum og sölum fyrir of fjár. Menn skyldu ekki halda, að brjefspjaldið væri aðeins 58 ára gamalt. ----x----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.