Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1930, Blaðsíða 2

Fálkinn - 15.11.1930, Blaðsíða 2
2 F A L K I N N ------ O'AMLA R ! O ---------- Briiður nr. 6$. Þýsk hljóm- og talmynd eftir skáldsögu P. Bolt, um konulausa landið. Aðalhlutverk leika Conrad Veidt og Elga Brink. Afarspennandi og efnisrík mynd, snildarlega leikin. Verður sýnd bráðlega. PálIíÍtlH er viðlesnasta blaðið. 1 ainlllll er besta heimilisblaðið. „J?aé getur verió jeg sé gamaldags*4 Þvotta r mínir veröa hvítari með RINSO segir húsmóðirin „En jeg er ekki svo heimsk, að jeg snui baki við einhverju góðu, af pvi )>;í$ er nýtt. Til dæmis Rinso. Gamla aðfer- ðin, að núa og nudda tímum saman og brúka sterk bleikjuefni til að gera ]>vot- tana hvita, vann vcrkið helmingi ver en Rinso. Rinso gefur ljómandi sápusudd, nær út öllum óhreinindum og gerir pvottanahvíta. Þcirpurfa enga bleikju og cndast pví miklu lengur. Fylgdu með tímanum eins og jeg og pvoðu með Rinso.“ Er aðeins selt i pökkum — aldrei umbúðalaust Lítill pakki- Stór pakki -30 atir.-i -55 aura W-R 22-047A N Ý J A B í 0 Söngur hjartans. Tón- og talmynd frá kvikmynda- fjelaginu Ufa. Aðalhlutverk: Dita Parlo og Willy Fritsch. Aukamynd: Ungversk Rapsodi nr. 2. eftir Liszt, leikin af 80 manna hljómsveit. Sýnd bráðlega. Kápuvikan. Vetrarkápur ineð ekta skinni. Mikið úrval og gott, við allra ltæfi, verður selt með 201, afslætti vikuna 16 til 22. nóventber í SOFFIUBUÐ S. Jóhannesdóttir. Austurstræti 14. Reykjavík. Odinil er besti telkniblýanturinn Talmyndir. SÖNGUR HJARTANS Bráðlega sýnir Nýja Bíó mynd, sem heitir „Söngur hjartans", tón- og talmynd, sem gerist í Budapest og segir sögu fátækrar sveitastúlku, sem kemur til borgarinnar og trúlof- ast þar ungum manni. En svo lendir hún i klóm svívirðilegrar kerling- ar. sem selur hana í eitt af pútna- hiisum borgarinnar. Unnustinn kemst að þessu og yfirgefur hana, en hún fylgir honum eftir, en hann vill eng- um sáttum taka. Hún ver síðasta eyri sínum til þess að kaupa handa honum hest og vagn, sem hann hefir langað til að eignast, og fleygir sjer síðan í Dóná. Þó að aðalþráður myndarinnar sje þannig raunasaga, þá er bjart yf- ir henni samt, því að leikstjóranum hefir tekist að ná svo miklu af þjóð- lífi hinna ljettlyndu Ungverja inn i myndina. Og ekki er hún sist merki- leg fyrir hin undurfögru lög, sem leikin eru í henni og eru svo marg- vísleg, að maður fær góð kynni af ungverskri músik. Sem inngangur að myndinni er ieikin — af 80 manna hljómsveit — hin stórfenglega ungverska rap- sodi nr. 2 eftir I.iszt, svo un'durvel að áheyrandamim finsl hann vera kominn í hljómleikahallir Stórborg- anna. Utlend blöð sögðu um þessa hljómmynd, þegar hún kom frnm, að hún væri það fullkomnasta, sem gert hcföi verið i þeirri grein í Þýskalandi. BRÚÐUR NR. 68. Svo heitir þýsk tón- og talmynd tekin eftir alkunnri skáldsögu eftir P. Bolt. Er efnið í stuttu máli þetta: Um síðustu aldamót sendi enska stjórnin heila skipsfarma af kven- fólki til Ástraliu, sem þá var kallað „kvennalausa landið“. Til Ástralíu höfðu sem sje nær eingöngu ein- hleypir menn farið, þar af fjöldinn allur af sakamönnuin, því að Ástralía var um langt skeið notuð sem saka- mannanýlenda Englendinga og menn sendir þangað i útlegð. En það sann- aðist hjer sem fyr, að það er ekki gott að maðurinn .sje einsamall, og því tók stjórnin það til hragðs að senda þangað stúlkur, nauðugar vilj- ugar. Á einu af þessum kvennaskipum var kona, sem Evelyn hjet, og gekk undir nafninu „Nr. 68“. í þessari ferð deyr kona ein og Evelyn er dæmd til þess að koma í skarð henn- ar. Símritarinn Dick Ashton, scm upp- haflega hafði átt að fá „brúður nr. 68“ verður reiður er hann frjettir um þessa ráðabreytni og að gull- grafarinn Steve Parker hefir fengið konu ])á, sem honum var ætluð. Hann reynir að ná fundum Evelyn, en er gripinn höndum og liefði verið drep- inn ef læknir einn hefði ekki skorist í leikinn. Steve Parker hcfir lagt út í óbygð- irnar og finnur þar auðuga gull- nánni, en missir vatnsforðann, sem hann hefir haft með sjer. En þarna el' hvergi vatn að fá og eina lífsvon Steve er sú, að slíta símþráðinn sem neyðarmerki tii þess að við- gerðarmenn - komi. Meðan þessu fer fram hafa þau Evelyn og læknirinn orðið ástfang- in hvort af öðru og vonar hún að maðurinn hennar komi aldrei aftur. Þegar I)ick Ashton verður var við neyðarmerkið lætur hann sig það engu skifta og verður það til þess að fjelagi Steve deyr, en liann kemst sjálfur til bygða og tekur Evelyn frá lækninum. AUGLÝSINGAKVIKMYND fyrir bensín og vjelaolíur hefir Shell- fjelagið látið gera og hefir hún ver- ið sýnd á Nýja Bíó undanfarin kvöld. Mynd þessi sýnir hve mikils virði það er að nota rjettar tegundir af beiisíni og olíum og hverjar eru aigengustu ástæðurnar til þess, að erfitt er að koma hreyflum á stað. Er þetta gert skiljanlegt með því að sýna myndir innan úr hreyflun- urn og hvaða áhrif áburður og mis- munahdi bensín hefir á þá. Myndin er einkar skýr og fróðleg, enda fjekk hún verðlaun cnsks stórblaðs, sem efnt hafði til samkepni um góðar auglýsingamyndir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.