Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1930, Blaðsíða 14

Fálkinn - 15.11.1930, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N Þektustu málningarvörurnar. »IV3álarinn« KROSSGÁTA nr. 63 Lárjett. Skýring. l.Fertramsrímur. 8 ær. 10 úr. 12 (lje. 14 skin. 10 dm. 18 ól. 19 hús. 20 ók. 21 loða. 22 ær. 24 mi. 25 óst. 28 mi. 29 ólag. 31 fá. 32 mar. 33 stó. 34 il. 35 ró. 36 ha. 37 hö. 39 tind- fjallajökull. 46 ís. 48 aur. 49 áma. 51 st. 52 ást. 54 úti. 55 gá. 56 krá. 58 il. 59 la. 61 tó. 62 tef. 63 um. 64 agn. 65 f.h. 67 el. 68 la. 70 lin. 71 L. S. 72 hun. 73 ave 75 il. 76 svo. 78 æta. 79 leirsteypuveggir. Lóðrjett. Skýring. 1 fúlir. 2 er. 3 t. d. 4 rjómi. 5 skol. 6 riða. 7 um. 8 æs. 9 róman. 11 hú. 13 ekill. 14 slór. 15 naga. 16 dý. 17 þrár. 22 æf. 23 km. 25 ós. 26 stjá. 27 tó. 30 Ob. 36 höst 38 ölteiti. 39 tigull. 40 durgur. 41 fránn. 42 ami. 43 atall. 44 já. 45 lifnar. 47 sáms. 48 Akab. 50 Als. 51 sleip. 53 tóm. 54 útlæg. 57 ýfa. 60 Als. 66 live. 69 ave. 74 ey. 77 og. En svo þegar liann hafði lesið hin látlausu og einföldu orð stúlkunnar, skildi hann að hún elskaði hann innilega og af heilum hug, og hann fann til ósegjanlegrar ham- ingju. Hún skrifaði: „Jeg stend við gluggann á hverju kveldi svo tímum skiftir og imynda mjer að þú gangir þá og þegar fram hjá, eins og þú varst vanur áður en þú fórst; jeg er mjög leið yfir að við skulum vera svona langt hvort frá öðru, en jeg hugga mig með því, að þú sjert að lesa og undirbúa framtíð okkar“. Svo sagði liún honum hvert hann átti að senda svarið og hað hann um að vera mjög varkáran, því annars myndi fjölskylda þeirra setja sig upp á móti ástum þeirra, ef það bærist fólki hennar til eyrna. Anania svaraði strax, titrandi af ást og hamingju, jafnvel þó hann væri dálítið leið- ur yfir því með sjálfum sjer, að verða að svikja velgjörðamann sinn. Hann huggaði sig með þeim sófisma að „þegar jeg gjöri dótturina hamingjusama get jeg ekki skað- að föðurinn". Hann lýsti fyrir Margheritu fegurð borg- arinnar og blíðu veðuráttunnar. „Á meðan jeg er að skrifa þjer heyri jeg ennþá fuglana kvaka í trjágörðunum langt í burtu og sje tunglið líða upp á loftið eins og alabastur- hvítt andlit á hinum grænbláa himni hins milda kvölds. Það er sama tunglið, sem jeg sá skína yfir hinum eyðilega sjóndeildar- hring Nuoroborgar, sama dapra kringluleita andlitið, sem jeg hefi sjeð líða niður á bak við kletta Orthobene, en hvað mjer finst það nú vera breytt, svo mildilegt nærri því bros- andi“. Og þegar hann hafði lagt þetta fyrsta brjef í póstinn, fanst honum eins og i fyrra skiftið að eithvert afl drægi hann út i náttúruna. Hann lagði af stað upp á Bonariahnjúkinn. Austurlenskur löngunarblær blandaðist kveldroðanum. Leiðin var mannlaus, og mán- inn byrjaði að gægjast fram milli óhreifan- legra trjákrúnanna, himininn bar við glitr- andi hafið. Yfir grænan himininn lágu rauð- ar og fjólublóar skýjarákir. Það var eins og í draumi. Anania stóð við og horfði 'út yfir hafið. Bylgjurnar endurspegluðu ljóma himinsins, tunglsins og hinna rauðu skýja, þær komu veltandi inn að höfðanum eins og stórvaxnar glitrandi snekkjur, sem brotnuðu við strönd- ina og urðu að fljótandi silfri. Og seglbát- arnir út við sjóndeildarhringinn voru i aug- um Anania eins og stór fiðrildi, sem höfðu tilt sjer á vatnið til að hvíla sig. Aldrei fanst honum hann hafa verið eins hamingjusamur eins og á þessu augnabliki. Honum fanst líf sitt vera eins bjart eins og himininn, eins ljómand’ og liafið. Yið skin tunglsins og hinn hverfandi bjarma dagsins las hann upp aftur nokkrar línur í bréfi Margheritu, síðan braut hann blaðið saman og ákvað, þó að honum væri það þvert um geð, að hverfa aftur til borg- arinnar. Tunglið stráði silfri og skartgripum á veg- inn, ennþá heyrðist söngur fuglanna og fiski- mannanna, friðurinn streymdi út frá öllu og öllum. En þegar Anania kom beint á móts við liús það, sem hann átti heima i heyrði hann hróp og öskur, gjallandi kvenóp og bölvandi karlmannsraddir. Hann sneri sjer við og sá fyrir framan Ijósrauðu húsin litlu, sem hlöstu við glugganum hans, þyrpingu af fólki, í handalögmáli. f gluggunum á hinu stóra húsi sást eng- in mannvera. Ibúarnir i þessum hluta borg- arinnar sýndust vera orðnir vanir við þenn- an skrípaleik, þessar viltu manneskjur, sem ultu hver um aðra þvera i þessari djöful- legu bendu, og usu hver yfir aðra hinum djöfullegustu skammaryrðum, sem nokkur getur látið sjer um munn fara. Fyrir utan trjágarðinn stóð digur karl í flauelsfötum, ólireifanlegur í tunglskinsbirt- unni og liorfði á ólætin með svo að segja ánægjulegum svip. — Hvar er lögreglan? Hversvegna skerst ekki lögreglan i leikinn? sagði Anania við hann alveg eyðilagður yfir þvi, sem fram fór. — Lögreglan, hvað átti hún að gera hjer? sagði maðurinn, án þess svo mikið sem að líta á stúdentinn. Lögreglan kemur hingað einusinni í viku. Setur þær hverja á sinn stað, það liættir í hráðiná og byrjar aftur á morgun. Það sem þyrfti væri að taka þess- ar dömur og hafa þær í gæslu, bætt'i hann við og steytti hnefann í áttina til þeirra, sem voru að berjast. Bíðið liara, jeg skal launa ykkur! Þvi lofa jeg ykkur. Bíðið þangað til allir liafa skrifað undir umsóknina til yfirvaldanna! — En hvað er þetta sem gengur á? Maðurinn leit á hann óþolinmóður. — Það eru vondar konur auðvitað! Anania gekk inn náfölur, og másandi, húsmóðir hans tók eftir geðsliræringu lians. — Hvað er þetta, urðuð þjer hræddur? Þetta eru ljettúðugar konur með .... kavi- lera sína, þær berjast af afbrýðisemi. En við skulum fá þær reknar á burt hjeðan, við höfum skrifað umsókn um það til lög- reglustjóra. — Hvaðan eru þær ættaðar? spurði hann. — önnur er hjeðan úr Cagliari, hin held jeg sje frá Capo di Sopra. Lætin urðu ennþá trylltari. Það heyrðist kvenrödd emja og kveina og lirópar að búið væri að drepa sig. Hamingjan sanna, hvað það var liroðalegt! Anania skalf frá hvirfli til ilja. óviðráðanlegt afl dró hann út að glugganum og liann opnaði liann. Upp á liin- um tæra, háa himni sátu tungl og stjörnur, niðri í þokuliulunni var þessi benda af ill- um öndum, þessi reiðiöskur, þessi andstyggi- legu orð.... Anania staðnæmdist og starði þangað fullur angistar, liræðilegri liugsun hafði skotið upp i huga hans. „Bara að hún sje dáin, drottinn minn dýri, bara að hún sje dáinn! Guð miskuna þig yfir mig! „Hann grjet og bað langt fram á

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.