Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1930, Blaðsíða 5

Fálkinn - 15.11.1930, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Sunnudags hugleiðing. Dýrin í djúpunum. Textinn: Mark. 2, 18—28. Þegar menn fara aS athuga eigin afstöðu sína til trúarlífsins, verður flestum það á, að reyna að réttlæta sjálfa sig. Þeir finna, að hjartalag þeirra er ekki eins og.það á að vera, en í stað þess að reyna að gjörhreyta innræti sínu og byrja nýtt líf, reyna þeir að gera smávægilegar hreyting- ar á útvortis fari sínu. Það var þetta, sem gyðingar og farísear gerðu. Þegar þeir urðu vísari um kenningar Jesú og sáu þann ljóma, sem af þeim stafaði, fundu þeir vel til ófullkömleika síns. Þcir viðurkendu með sjálf- um sjer að hans kenning væri æðri og betri en þeirra — að hún hafði í sjer fólgna sælu og lífsgleði, sem þeir höfðu farið á mis við. Og vissulega liafa þeir einnig fundið, að eina leiðin til þess að öðlast hið nýja lif, var að ldýða boði hans þegar hann sagði: Fylg þú mjer! En þeir voru of stærilátir til þess að hrjóta í hág við hinar gömlu venjur sínar og siði. Þeir reyndu að breyta yfirborði sínu og not- færa sjer það, sem þeim þótti best í kenningunni. Og þegar á- rangurinn af þessu varð ekki að vonum, þá fyltust þeir liatri og gremju til hans. Gerum vjer ekki þetta sama? Við viðurlcennum sannleika kristindómsins. Okkur er Ijóst, að kenningar lians eru svo góð- ar og göfugar að þar finnur maðurinn bestu fjársjóðina fyr- ir þetta líf og annað og að þess- ar kenningar geta mótað skap- tyndi mannsins betur í fullkomn- unaráttina en nokkuð annað. Þessvegna viljum við hafa krist- indómskenslu í skólum og þess- vegna viljum við ekki rífa kirkj- urnar. En liitt erum vjer tregari á, að gefa okkur alla á vald Krists og trúa á hann, þannig að við eins og postulinn Páll ekki vitum neina aðra frelsun en hann kross- festan. Þegar þessi spurning kemur þá kippum vjer að okkur hendinni. Við viljum gjarna setja nýja hót á gamalt fat, en liitt vilj- um vjer ekki, að varpa af oss gamla hjúpnum og eignast nýjan, í fullri trú á Guð og sannfær- ingunni um náð lians. En hálfvelgjan í þessum efn- um leiðir aldrei til sigurs. Hún gefur ekki manninum það sem hann í raun og veru þráir, lield- ur veldur hún vonbrigðum og sorgum. Jesús er eina frelsunin og lif- ið í honum eina sælulífið. Fall þú fram að krossi hans og bið hann um styrk til þess að mega lila í honum. Bið þú hann um að skapa í þjer. trúarlíf í Guði, og þá munt þú reyna, að lians náð er yfir þjer á hverjum degi og dagstundu, og mun gefa þjer mátt til að vinna sigur og sælu í lífinu. Náttúrufræðingarnir gera á liverjum mannsaldri svo marg- víslegar og merkilegar vísinda- uppgötvanir að sumum hættir við að halda að bráðum sje alt uppgötvað, sem uppgötvað verð- ur og að allur heimurinn sje þá og þegar orðinn eins og opin bók. En þetta er öðru nær. Sumar nýj- ustu uppgötvanir nútímavísind- anna eru í rauninni svo stórfeng- legar, að þær minna manninn á, að hann sje í rauninni altaf jafn- fjarri því takmarki að þekkja heiminn. Eftir því sem skygnst er dýpra inn á rannsóknarsviðin þess viðari og margbrotnari verða þau. Á síðustu áratugum hefir land- könnuðum tekist að leggja undir sig áður ókunn svæði á yfirborði jarðaf, t. d. i Asíu og Afriku og ekki síst í heimskautalöndunum. Hvítu blettirnir á uppdráttunum, sem tákna ókunn landsvæði, eru altaf að minka. En þó að mönn- um liafi tekist að renna augun- um yfir ókunn lönd og segja til um árfarvegi og fjallgarða á þeim, þá vantar skiljanlega mik- ið á, að gróður, dýralíf og jarð- lög þessara landa sjeu fullkönn- uð. Og hvað er þá að segja um haf- ið. „Menn renna blint i sjóinn“, þar geta þeir ekki beitt augunuin og öll rannsókn verður að þvi skapi torveldari. Áhöld þau, sem menn hafa til skamms tíma haft til sjávarrannsókna geta litla hugmynd gefið um dýralíf til dæmis, neina á grunnsævi. En eftir því sem tækin batna, þess dýpra geta vísindamennirnir kannað, og margt er það og merkilegt, sem gert hefir verið áð djúphafsrannsóknum á síð- ustu árum. Árið 1923 fór amerikanski náttúrufræðingurinn dr. Willi- am Beebe til Galapagoseyja og skrifaði bók um alt sem hann liafði sjeð þar. Mátti segja, að lesendum lians opnaðist nýr lieimur við lestur þessarar bókar, svo einkennilegt var dýralífið á Galapagos. Þar liafði Darwin komið árið 1835 en efni það sem Beebe safnaði gaf eigi að siður halfs kilometers dijpi lifa þessi furðudýr. Sjálflýsandi hafdýr, scm lifir á 800 metra dýpi. Þcssi dýr lifa svo djíipt að þar er full kQmið myrkur. Samt hafa þau augu. Stálklukkan komin um borð eftir iengstu ferðina. Mað- urinn sem cr að brölta út iír klukkunni er dr. Beebe.y

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.