Fálkinn


Fálkinn - 15.11.1930, Blaðsíða 11

Fálkinn - 15.11.1930, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Yngstu lesendurnir. Með pappír og skærum. VitiS þið hvaða börn það eru, sem leiðist mest? Það eru börnin, sem eiga svo mikið af ieikföngum, að foreldrar þeirra vita ekki hvað þau geta fundið til að gefa þeim á næstu jólum eða afmælisdegi. Þau fleygja frá sjer leikföngunum að kalla má samstundis og rella um að fá annað i staðinn. -— Altaf nýtt og nýtt. Þessi börn vita ekki hvað það er gaman, að geta búið sjer til leik- föng og annað sjálfur. Leikfangið þarf ekki að vera stórt eða dýrt til þess að það sje gaman að því. Og eitt er víst: að það er meira gaman að leikfangi sem maður hefir búið til sjálfur, en hinu, sem keypt er i búð. Þó að heimatilbúna leik- fangið sje máske ekki alveg eins fallegt og hitt, þá bætist þetta upp með þvi, að maður veit, að það er eftir mann sjálfan. Og svo hafa pen- ingarnir sparast og þá er hægt að nota til einhvers þarflegra. Til þess að búa til það, sem jeg ætla að segja þjer frá i dag þarf maður ekki annað en skæri, svo- lítið lím og svo pappír. Og þetta er til á hverju heimili. Og nú skuluð þið prófa, hvort ykkur þykir elcki gaman að búa þetta til, sem jeg segi ylckur frá, og hvort öðrum krökk- um þykir ekki gaman að leika sjer að því. Að setja upp tímatöfluna stna. Nú eruð þið víst farin að fara í skólann og eigið tímatöfluna. Þið viljið náttúrlega fara vel með hana svo að hún skemmist ekki, og nú skal jeg segja ykkur hvernig á að setja hana upp. Þið takið töfluna og leggið hana á fallegt pappaspjald, gerið ráð fyrir að spjaldið nái al- staðar út fyrir, eins og rammi og skerið svo spjaldið til. í spjaldið gerið þið fjórar stungur á ská, til þess að stinga hornunum á töflunni inn í. Þið mælið með töflunni hvar stungurnar eiga að vera. Ef pappir- inn i töflunni er mjög þunnur, er best að líma hann á pappann. Brúðuvagga. Gaflarnir í vögguna eru skornir úr þykkum bláum pappa og límdir á eldspítnaöskju. Svo má klippa út hjörtu eða stjörnur úr öðruvisi litum pappír og líma á gaflana. ef vagg- an á að vera veruléga falleg verður að líma glanspappír með sama lit og gaflarnir erú, á báða enda. Brúðuhúsgögn. t brúðuhúsgögn verðurðu að kaupa þjer svolitið af hrjúfum pappa, hann er ákjósanlegur i þau. Litinn get- urðu valið eftir eigin geðþótta. Borðplatan og seturnar í stólana eru skornar út úr venjulegum pappa. Lim er borið á randirnar á setunum og síðan er uppistaðan gerð úr hrjúfa pappanum og setan límd á. Lika má líma á stólseturnar fóðri; i það get- urðu áreiðanlega fengið pjötluaf- ganga hjá henni mömmu þinni. Borðfótinn býr þú til úr gildri spítu og vefur hrjúfum pappa utan um, en festir þunt pappaspjald neðan á hann svo borðið standi. í legubekk þarftu ekki annað en litla pappaöskju, nokkrar pjötlur úr sirsi og eina silkipjötlu. Þú leggur pjötlurnar í lag á öskju- lokið, svo að hann verði mjúkur (líka má brúka ull) og síðan festir þú silkipjötluna ofan á, þannig að hún nái alt í kring undir brúnina á lokinu, og límir hana þar. Og svo fóðrarðu hliðarnar á öskjunni, með sama efni. Og þá er legubekkurinn orðinn svo fallegur, að þú færð ekki hans líka í neinni búð. B Biðjið kaupmann yðar um Holmblaðs-spil ^^Greinilegar myndir.= —=^Haldgott efni.-— : | Tækifærisgjafir! ■ ■ Naglaáhöld, Burstasett, ■ Ilmvatnssprautur, Ilm- vötn, Crem, Andlits- duft, Perluhálsfestar, ■ Armbönd, Hringir, Eyrnalokkar, ] ömu- ■ töskur og Veski í stóru úrvali, Samkvæmistösk- ur, Blómsturpottar, kop- ar og látún. ■ ■ ■ | ódýrast í bænum. ■ ■ ■ ■ ! Versl. Goðafoss j Laugavefí 5. Sími 436. Vindmyllan er gamalt leikfang, sem bæði foreldrar okkar og for- eldrar þeirra hafa líklega búið sjer til, þegar þau voru lítil. En mjer datt í hug, hvort að þið kynnuð það. Að vísu er hægt að fá þær í leik- fangabúðunum, í öllum mögulegum litum og gerðum, en úr því að við getum búið þær til sjálf, þá er betra að gera það. Maður tekur sterkan pappa, strik- ar hann eins og sýnt er á myndinni og brýtur hann eftir strikunum. Síð- an opnar þú pappaspjaldið aftur og klippir frá hornunum fjórum, sem merkt eru með a, þangað til þig vantar 1% centimeter á að komast að miðdeplinum. Nú tekur þú öll hornin a og heygir þau inn að miðj- unni, svo að kantarnir nema saman. Svo stingurðu tituprjón gegnum miðdepilinn á pappanum og festir hann í spítu, sem þú notar fyrir handfang. Myllan snýst enn harðar ef þú setur glerperlu á prjóninn, niilli vængjanna og spítunnar. ■ BorS S Brauð S Kjöt ! Búr S Tomat S Kartöflu * Ávaxta ■ Smjör 5 Osta ■ Dósa S Franskbrauðs S Vasa j Úrvalið mest. Verðið lægst. ■ j Verslun Jóns Þórðarsonar. j ■ ■ ■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ S Gramiófón- fjaðrir. Höfum nú grammófónfjaðrir j af öllum stærðum fyrirliggj- : andi. — Viðgerðir hvergi eins j fljótt og vel af hendi leystar. j ORNINN, Langaveg. Veggfóður I fjölbreytt úrval fyrirliggjandi. ■ ■ J. Þorláksson & Norðmann j Bankastræti 11. Simar 103, 1903 & 2303. Aðalumboð fyrir Penta og Skandia. C. PROPPÉ.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.