Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1930, Page 9

Fálkinn - 29.11.1930, Page 9
F A L K I N N 9 Uppskeran í vínhjeruðum Frakklands byrjar venjulega í lok september og er þá glatt á hjalla meðal uppskerufólksins. Hver sem vetlingi getur valdið er að einhverju leyti viðriðinn upp- skeruna. Börn og gamalmenni bera þrúgurnar í körfum í vagn- ana, og síðan er ekið heim á búgarðinn, þar sem kvenfólkið tek- ur við og pressar safann úr þrúgunum. Iíjer á myndinni sjest unga fólkið við uppskeruna og er auðsjeð, að meðal þess ríkir bæði vinnugleði og vinnulöngun. 1 Ponca City í Oklahama er maður sem heitir Eversole. Hann hefir ekkert gaman af hestaveðhlaupum eða kappakstri bíla, en segir að skjaldbökuveðhlaup sje það eina, sem nokkuð sje var- ið í. Eversole á heilan hóp af skjaldbökum, sem hann er að æfa í veðhlaupum og þegar tími er til kominn, ætlar hann að efna til opinberra veðhlaupa með skjaldbökunum. Gerir hann ráð fyrir að margir verði til þess að horfa á þau veðhlaup og með timanum muni þau verða eins vinsæl og hundaveðhlaup eru nú. Nýjabrumið er farið af Indlands- frjettum og altaf kenXur eitthvað nýtt til að dreifa athygli hins les- andi heims. En eigi er svo að skilja, að nú sje alt með kyrrum kjörum í Indlandi. Nýlega hafa til dæmis alvarlegar róstur orðið í Bombay, svo að stjórnin þóttist verða að skakka leikinn; Ijet hún taka 250 manns fasta, en verkföll örðu í fjölda mörgum vinnugreinum. — Hjer til hægri er mynd af ráðhús- inu í Bombay. Sýnir myndin líka eina aðferðina, sem sjálfstæðismenn hafa til þess að láta taka eftir sjer. Á ráðhúsinu er veitt leyfi til þess að reka veitingastaði. En fyrir neðan dyraþrepin hafa indverskar konur myndáð varðröð til þess að varna fólki að komast inn til þess að kaupa leyfin. Lögreglan vill ekki ráðast á konurnar, en hefir myndað aðra röð fyrir innan hina, iil þess að sker- ast í leikinn, ef lenda kynni í upp- námi. Myndin t. v. er frá Moskva. Hún minnir á myndir, sem á ófriðar- árunum bárust frá svo mörg- um þýskum bæjum, af fólki, sem beið eftir að fá matvæli tímum saman við búðardyrnar. f Rússlandi er altaf öðru hvoru hörgull á ýmsum matvælum, svo að þröng er fyrir utan mat- arverslanirnar og þeir sem síð- ast koma fara oft aftur tóm- hentir. Við kosningarnar þýsku síðast unnu hinir ófstækisfullu þjóð- ernissinnar mikinn sigur, undir forustu Hitlers. Er hann í mörgu talinn eftirmynd Mussolini. Hjer á myndinni sjást sjálfstæðislið- ar i her Jians vera að vinna fanaeið.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.