Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1930, Blaðsíða 2

Fálkinn - 06.12.1930, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N ------ QAMLA BIO ----------- Gimstelnaránlð. Sjónleikur í 7 þáttura. Metro-Goldwyn-Mayer- hljómmynd. Aðalhlutverk leika: John Gilbert og Mary Nolan. Afarspennandi mynd og vel leikin. Myndin sýnd bráðleg-a. MALTÖL BAJERSKT ÖL PILSNER BEST. ÓDÝRAST. INNLENT. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON. Fálkinn er víðlesnasta blaðið. er besta heimilisblaðið. Svona fer húsmóðirin a6 búa til Rinso sápukvoóu „Besta sápa sem jeg hef brúkað á aefi minni," segir hún Brúka&u Rinso sápukvoða til að hreinsa allt, sem málað er, tíl að pvo gólf, tíl að bvo öll borðá- höld, tíl að hreinsa múr og steina, tíl að J>vo jfér um hendurnar. Sápukvoða. — Hrærðu innihaldið í ein- um pakka í köldu vatni þangað til það er orðið eins ofí þykkur rjómi. Bættu þá við þrernur lítrum af sjóðandi vatni um leið og þú hrærir í. Þegar sápulöfíurinn er kólnaður, verður liann að kvoðu, sem má brúka þegar vill. Rinso er besta sápu- kvoða, sem jeg hefi brúkað, og hef jefí þó reynt marfít. Er aöeins selt í ptikkum — aldrei umbúðalaust Lítill pakki—30 aura Stór pakki—55 aura W-R 26*047« LtVER OROTHCRS LIMITED, PORT SUNUOHT, ENOLANO m ------ NÝJA BÍO ---------- Baudinginn frá Ameriku Stórmerk tón- og talmynd frá Napóleonsstyrjöldunum, tekin af British International Pictures, undir stjórn Th. Bentley. EfniS úr sögu Eden Phiipotts. Aðalhlutverk: CARL BRISSON — mesta kvennagull Evrópu. — Sýnd bráðlega! Peys u f ata- ] dömur! Alklæði 5 tegundir frá 10.50 mtr. [ Peysufatasilki 3 tegundir. Slifsi hvít og mislit, breið og mjó. ■ Svuntusilki. Frönsk sjöl. Kasemirsjöl frá 28.75 stk. Vetrarsjöl. Silkiflauel og alt til peysufata. [ Bolsilki og alt til upphluts. Peysufatakápur, ; Skúfasilki. Mesta úrval — Besta verð í : Soffíubúð S. Jóhannesdóttir. Austurstræti 14. Reykjavík. ; Ööillll er bestl teikniblýantiirlnn Talmyndir. ■•■■■■■■■■■■■■■■ Við erum búin að opna Jólabasarinn og höfum sjerlega fjölbreytt og mikið úrval af fallegum jólagjöfum fyrir yngri sem eldri. Verzlunin Egill Jacobsen. GIMSTEINARÁNIÐ. Svo heitir mynd, sem bráðlega verður sýnd í Gamla Bíó. Gerist hún suður í Kalahari-eyðimörku við stóra demantsnómu þar. Námugreft- inum stjórnar ungur Englendingur, Hugh Rand og leikur John Gilbert hann og ber uppi myndina, ásamt Ernest Torrence og Mary Nolan, sem lika hafa stór hlutverk. „Gimsteinaránið“ þykir einna mest spennandi af öllum þeim myndum, sem John Gilbert hefir leikið í. Þarna í myndinni koma þau Ernest Tor- rence og Mary Noland til hans í nám- una; þykist Torrence vera enskur hefðarmaður og segir stúlkuna dótt- ur sína. En í rauninni eru þau bóf- ar. Þeim tekst að stela miklu af gim- steinum og neyða svo Gilbert til að flýja með sjer burt. Leiðin liggur yf- ir eyðimörkina og er hættuleg. Negr- arnir, sem eiga að fylgja þeim skilja við þau þegar verst gegnir og nú hefst löng harátta þeirra við sandbyljina og vatnsleysið í eyðimörkinni, og þau eru að því komin að örmagnast af þorsta. Gilbert verður ástfanginn af stúlkunni og um síðir tekst þeim að komast aftur að námunni, eftir að Gilbert hefir tekist að koma í veg fyrir áform Torrence. Kvikmynd þessa hefir William Nigh sjeð um. Varð hann frægur fyrir myndina „Mr. Wu“, sem hann sá um fyrir nokkrum árum. Það er vandgert að taka mynd eins og þessa; hún gerist á tilbreytingalausri eyði- mörkinni og það eru sömu persón- urnar þrjár, sem oftast sjást einar. En leikstjóranum hefir eigi að síður tekist, að gera myndina þannig úr garði, að áhorfandinn fylgir henni með sívaxandi áhuga. Myndin er í sjö þáttum og er tekin af Metro-Goldwyn-Mayer. ----x--- BANDINGINN FRÁ AMERÍKU. Talmynd þessi, sem sýnd verður á næstunni í Nýja Bíó, gerist á tím- um Napóleonsstyrjaldanna. Reyndu Bretar þá af alefli að svelta Frakka, með því að hindra vöruflutninga til þeirra. En Ameríkumenn seidu þeim vistir og treystu á fremsta, að koma matvælaskipum sinum framhjó varð- skipum Breta. Meðal þeirra fanga, sem fallið höfðu í hendur Breta var amerísk- ur Jiðsforingi af einu matvælaskip- inu, Stark að nafni. Hann var flutt- ur í Dartmoor-fangelsið, sem þá var nýbygt, en á leiðinni þangað frá Plymouth mætir hann Malherb óð- alsbónda og dóttur hans, Grace að nafni. Verður þá sjerstakt atvik til þess, að hún veitir honum athygli. — Skömmu síðar kemur hún í fang- elsið ásamt ríkum manni, ungum, Norcost að nafni, sem er á biðilsbux- unum eftir henni og hefir lánað föð- ur hennar fje, til þess að hafa tang- arhald á honum og geta neytt hann til að samþykkja ráðahaginn, gegn vilja dóttur sinnar. Ber þá fundum þeirra Grace og Stark enn saman. Skömmu síðar flýr Stark ásamt fleir- um úr fangelsinu, en særist á flótt- anum og lendir á heimili óðalsbónd- ans og fær að dvelja þar meðan sár hans gróa. Hjúkrar Grace honum og ástir þeirra dafna. Hún heitir hon- um trygðum og lofar að bíða þang- að til hann losni úr fangelsinu. En Norcot kemst að þessu og hót- ar óðalsbóndanum öllu illu ef hann fái ekki stúlkuna. Hún veit, að ef hún fer eklci að vilja föður síns þá verður hann gjaldþrota. En ástin verður yfirsterkari og þau flýja sam- an hún og Stark. Norcot er gerður út til þess að leita og finnur þau. En í sama bili kemur fr.jett um að stríðinu sje lokið og Stark þvi frjáls maður. Og hann bíður þá ekki boð- anna en skorar Norcot á hólm — og vinnur Grace. Söguhetjuna leikur danski leikar- inn Carl Brisson, sem nú er i mikl- um metum í Englandi, en Madeleine Carroll leikur Grace. Myndin er tek- in af stærsta kvikmyndafjelagi Breta með Photofone-aðferðinni svo- nefndu, en um hljóðfærasláttinn hafa sjeð John Reynders og Jules Sylvain. Þjónninn: Viljið þjer steiktan kalkúna, ritstjóri? Ritst.jórinn (úti á þekju): Nei, jeg get ekki tekið hann núna. Það er mjög lítið rúm í blaðinu i dag. -------------------x----- Leikarinn: Jeg hefi fengið ágætt hlutverk i nýja leiknum. í fyrsta þætti segi jeg tvær setningar, í öðrum þælti verst jeg brosi og í þriðja þætti hnerra jeg. ----x----- — Hvað er að sjá yður? þjer haf- ið rakað af yður skeggið. Jeg þekti yður bara á regnhlífinni minni! Munið: Berberts-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.