Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1930, Blaðsíða 3

Fálkinn - 06.12.1930, Blaðsíða 3
P Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. F'ramkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. A ðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Augiýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Einu sinni kom gamall maður, sem þótti mesti greindarkari, til læknis. Hann var mjög alvarlegur þegar hann fór að tala við læknirinn og gaf í skyn að hann mundi eiga skamt eftir ólifað. Læknirinn fór að toga úl úr honum sjúkdómslýsinguna og hún var þá sú, að hann hafði „mist lúsina“. Hann hafði verið meira eða minna lúsugur alla æfina, það vissi á feigð er lúsin hvarf, alveg eins og það veit á skiptapa þegar rottan flýr skipið. Hvorttveggja góð og gömul þjóðtrú. En það eru fleiri en þessi maður, sem halda sig feiga þegar þeir „missa lúsina“. Þegar hrotið er í bága við eldgamlar kreddur og venj- ur, til þess að ryðja braut þvi, sem nýrra er og betra, þá hlaupa menn upp til handa og fóta og láta eins og óðir menn. „Nú stendur heimur- inn ekki lengi!“ segja menn þegar þeir verða hissa. Og ýmsir menn eru svo gerðir, að þeir temja sjer að fjandskapast við alt sem heitir bregting, án þess að gera sjer grein fyrir því, eða gefa sjer tíma til að athuga, hvort hún sje til góðs eða ills. Þeir hafa aðeins eitt orðtak: Allar breytingar eru til ills; þær hoða feigð og dauða. Og það gildir einu hvort breytingin verður á því, sem ilt er eða gott, þvi að fyrir sjónum þeirra manna, sem engu vilja breyta, er vitanlega alt gott. Það eru menn, sem hafa „svo vanist illu að gott þyki“. „Þangað sækir klárinn sem hann er kvaldastur“, segir al-íslenskt mál- tæki. Ef þetta máltæki er rjett, likist mikill fjöldi íslendinga heslunum sínum. Og fleira er líkt með þeim, að því er sagt er: íslendingurinn er allra manna greindastur og íslensk- ur heslur allra hesta vitrastur. Þess er ekki getið, hvernig mann- inum, sem „misti lúsina“ reiddi af. E1 til vill hefir læknirinn talað svo í hann kjarkinn að hann lifir aldrei betur en nú. En væri ekki þörf á lækni, sem getur talað svo kjark í fólkið, að það hætti að æðrast þó að það „missi lúsina?“ Manni, sem getur komið al- menningi til þess að íhuga breyting- arnar, sem verða, áður en hann fer að fjandskapast við þær. Manni, sem getur sannfært þjóðina um það, að andlegar kláðakindur eru feigari en heilbrigðar og að þjóðin lifir betur, ef að hún losnar við óþrifin. Zeiss Ikon-myndavielar íást í ölium betri Ijósmyndavöru- verslunum. I heildsölu hjá fi. M. BJÖRNSSON, sk“rJ“S£n. Hlífar- stígvjel í afarstóru og fjölbreyttu úrvali. Verð við allra hæfi: kr. 6.00, 8.75, 9.75 o. s. frv. Hvannbergs bræður Merk bók ð islensku. Þegar MenningarsjóÖur var stofnaður var honum m. a. ætl- að það verkefni, að greiða fyrir útgáfu góðra bóka og nytsamra, bæði innlendra og erlendra. Nú er fyrsta erlenda bókin komin út í íslenskri þýðingu: Á fslands- miðum, hin fræga skáldsaga franska höfundarins Pierre Loti. Fyrir allra hluta sakir er lík- legt, að bók þessi verði mikið lesin hjer á landi. Hún er fyrst og fremst mikið listaverk, bæði að efni og orðfæri. í öðru lagi gerast þættir úr lienni lijer á landi og við strendur landsins. í þriðja lagi er þýðingin gerð af meiri kunnáttu og vandvirkni en títt er um skáldsöguþýðingar og loks er frágangur bókarinnar, liið ytra, mjög prýðilegur, skýrt og fallegt letur á svellþykkum pappír. Verður eigi á kosið hent- ugri bók til tækifærisgjafar. Lýsing sögunnar á lífi frönsku sjómannanna við Island og til- finningum ættingja og vina, sem beima sitja, er gerð með svomik- illi listfengi en þó látleysi, að hún hlýtur að hrífa lesandann. Og liún ætti eigi livað síst að koma við hjartað á íslenskum lesendum, sem þekkja flestum betur aðstöðu sjómannsins við Islandsstrendur og aðbúð þá sem liann liefir í vetrarbyljum úti á hafi og á þó engan óvin hættu- legri en ströndina, sem hremmir skipið miskunarlaust ef það kem- ur of nærri. Og íslenskar mæður cg systur, sem lika eiga sina á sjónum geta flestum betur sett sig í spor stallsystranna í Bre- tagne, sein áttu sína vini við framandi strendur lands, sem í þeirra augum var einskonar út- sker og mesta veðravíti veraldar, með dauðann á hverju nesi en fiskinægtir, sem einskonar agn, í fjörðunum. Þýðandinn hefir ritað stuttan inngang að bókinni. Segir þar frá höfundinum og frá bókinni, en þrjár myndir af höf. fylgja. Slcýringar ýmsar fylgja textan- anum, þ. á. m. á framburði franskra lieita í bókinni, en þau eru rituð með íslenskum fram- burði eða svo nærri honum sem komist verður. Með bók þessari hefir þýðinga- útgáfa Menningarsjóðs farið vel af stað og er vonandi að almenn- ingur taki þessari byrjun svo vel, að bækur sem þessar komi sem tíðast. Hafi Menningarsjóður og þýðandi bestu þakkir fyrir bók- ina. Fáijætt afmæli. Bástjórn í 75 ár. Elsti bóndi mun þaS vera, sem átti 90 ára afmæli 3. ág. s.l. Oddur Loftsson heitir hann, bændaöld- ungurinn, og hef- ir ekki þekt liS- hlaup eða lands- hornarekstur. Bundið hefir hann trygð við fæðingarstað, æskuleikvöll og heima liaga, að Þrándarholti í Gnúþverjalir. Áð- ur hann yrði 15 íra (fermingar vorið) misti hann föður sinn, og Frá v.: Steinunn, 76 ára, Guðný 86 ára, Oddur 90 ára. þaðan frá, stýrði hann búi móður sinnar um hálfa öld, kinanna, um fjórðung aldar. Sjálf- og þar eftir fjelagsbúi þeirra syst- sagt þröng í búi framan af, en varð löngum sveitarprýði og þjóðarsómi. Girðing um túnið og sljettun þess, hef- ir tvöfaldað afnotin og útsýnisfegurð- ir,a i Þrándarholti. Sjómaður var Oddur jafnt og bóndi — eins og þá var títt — og rjeri út á vetr- arvertíðum langt fram eftir búskap- arárum sínum. (Fjallkóngur og nieðhjálpari lengi). Búhagur vel á trje og járn, svo fleiri bú fengu not- ið þess. Góð urðu og gnæg efnin, og hjálpin jafnfarmt handviss, hverjum þeim, er eitthvað skorti. — Erfiði og örlæti, en ekki auðsöfnun. Á þessu tvöfalda afmæli öldungs- ins, sóttu hann heim sveitungar hans, og glöddu hann með gjöfum og góðum þakkarorðum. Fótavist hafði öldungurinn þá, sem fyr, og hrausta heilsu. Var ern og árrisull, ljettlyndur og hlálurmildur eins og barn, málhreifur og minnugur, með sjón og heyrn í góðu gengi. Alt er nú þetta jafn ágætt og æskilegt til frambúðar, eins og það er fágætt vegarnesti fram á tiræðisaldur. Og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.