Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1930, Blaðsíða 9

Fálkinn - 06.12.1930, Blaðsíða 9
F A L K I N N 9 Þessi mynd, sem ev hjer til hægri birtist nýlega í ensku blaði. Brotnu bifreiðarnar allar, sem sjást á mynd- inni, hafa rekist á og eyðilagst ná- kvæmlega á sama stað, á ákveðnum bletti á þjóðveginum við Slougli í Englandi og slysin urðu þrjá daga í röð. Er vegurinn þó líkur þarna og hann er víðast hvar annarsstaðar, svo að eigi er hægl að finna neina sjerstaka ástæðu til, að slysin urðu einmitt þarna. Þegar A og B rákust á, beið maðurinn sem á A (bifhjól- inu) var bana. C rakst á vörubifreið og kona sem í farþegabifreiðinni var, misti lífið. En D og E rákust á á fullri ferð, svo að liðsforingi úr flughernum, sem sat við stýrið í E týndi lífi en þrír menn meiddust. Þykir þessi viðburður einstæður í Englandi oy eru ökuslys þó tíð þar. -■ • ' ; /.- ;. 'V/ ■, •■ ■/.■•/.' ! .... . ’ Bronshesturinn lijer að ofan er ár musteri einu í Peking og trúir fólk, að honum fylgi læknandi máttur. Veikur Iíínvérji fer í musterið og strýkur þann blettinn á hestinum, sem hann er sjálf- nr veikur á og trúir að hann læknist við. Þessvegna er hesturinn nú orðinn gljáandi af strokunum og sjerstaklega eru augun slit- in, því að fjöldi blindra manna hefir leitað til hestsins. Myndin hjer að ofan er af Astríði krónprinsessu af Belgíu meö börn stn tvö Elísabetu prinsessu og hinn nýfædda prins, Baudoin. Varð inik’ll fögnuður í Belgíu yfir fæðingu hans. — Aslríður er dóttir Carls prins af Vesturgautlandi og Ingibjargar Dana- prinsessu. Kastaði hún lúterskri trú og tók katólska eftir að hún giftist og varð mjög vinsæl af Beigum fyrir pi i'a því að þeir eru flestir kaþvtikir og þjóðkirkjan kaþólsk. En Svíum þótti miður er þeir heyrðu þetta bví þeir eru ákveðnir mótmælendur. EHnn 1. nóvember voru 175 ár síðan jarðskjálftarmr miklu urðu í Lissabon. Hrundi þá mestur hluti borgariiuiar en 30.000 manns týndu lífi. Hjer er mynd úr umhverfi borgarinnar. Myndin t. h. er af Wallenius, sem nýlega var settur af em- bætti, sem foringi finska hers- höfðingjaráðsins, vegna þess að hann liafði látið ræna stjórn- málamanninum Stáhlberg. Hve víðtæk byltingaáform Wallenius hefir haft í huga vita menn ekki, en svo mikið er uppvíst um hann, að hann er hreinn og beinn landráðamaður. Ástandið í Finnlandi er svo alvarlegt, að mikið má vera ef ekki dregur þar bráðlega til en verri tíðinda en gerst hafa þar undanfarið og eru þau þó ill.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.