Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1930, Blaðsíða 7

Fálkinn - 06.12.1930, Blaðsíða 7
F A L K I N N 7 Misskilningurinn. Núna, eftir að Helena Fuller- ton hafði staðráðið að fara frá Ordway, var það eins og allur Ijóminn og dýrðin, óhófið og feg- urðin, sem maðurinn hennar hafði skapað í umhverfi hennar, ætlaði að halda henni fastri með ósýnilegum böndum. Hin undur- fagra vefmynd yfir rúminu henn- ar, litli alabasts-lestrarlampinn á skrifhorðinu hennar, æfarforna kínverska borðið, Búddamyndin úthöggvin í grænan marmara — alt voru þetta gjafir, gefnar henni af Ordway Fullerton við ýms tækifæri, frá því að hún var fá- tæk stúlka og þangað til nú, að hún lifði í niðurlægingarstöðu sem eiginkona Fullertons. Helena laut út að glugganum og kjökraði. Hún horfði út í rökkrið sem var að falla á: En hak við sig fann liún til fegurðar herbergisins, sem hún var í og lienni fanst þessi fegurð heilla sig og lokka ,eins og töfra-andi. „0, lát mig fara, lát mig sleppa“, kjökraði liún í örvæntingu. „Eft- ir eitt ár, eftir sex mánuði liefi jeg ekki orku til að slita mig hjeðan. Aðeins litla stund ennþá, og þá skal jeg ekki skifta mjer af hve mörg „leiksystkin“ hann á“. Varir Helenu titruðu af við- bjóði þegar hún mintist þess livað maðurinn hennar liafði sagt. Var honum alvara að halda, að hann gæti látið hana trúa öllu því, sem hann har á horð? Að Wilma Beaumont væri aðeins gömul ,leiksystir‘ hans úr æsku? Wilma, sem ekki hafði af honum augun meðan setið var undir horðum og opnaði ósjálfrátt varirnar i hvert skifti sem liann nálgaðist. Og á undan Wilmu var ])að Leo- nie og á undan Leonie var það Gertrud. Síðasta rönd dagsins hvarf við hafsbrún í vestri. í stórliýsinu beint á móti var farið að kveikja á ljósunum. Bráðum mundi fólkið sem hún umgekst setjast þar að borðum i dýrindisklæðum og vikaliprir þjónar snúast kring um það. Gleðskapurinn mundi aukast smátt og smátt. Ungt og fagurt andlit Ordways mundi ljóma vegna krásanna sem fram væri bornar og vegna gleðskap- arins við borðið. Og Wilma munth ekki fara í felur með að líta til hans — oft og lengi. Helen knýtti hendurnar eins og krampi færi um hana og þrýsti enninu að kaldri rúðunni: — Jeg verð að fara — jeg verð að fara burt! Hún vildi aldrei sjá Ordway framar. Hún ætlaði að vinna fvr- ir sjer sjálf, eins og liún hafði gert áður, með því að kenna hljóðfæraslátt. En nú var lokið öllum draumum um það, að luin yrði nokkurntíma sjálf mikil listakona. Þeir draumar höfðu farið í gröfina þessi sex ár, scm hún liafði verið gift Ordway. Nú átti það aðeins fyrir henni að liggja, að kenna lieimskum og tregum börnum takt og hrynj- anda, i óvistlegri ag fátældegri stofu hjá einhverri matsölukerl- ingu, þar sem matarlykt legði að úr öllum áttum. Og á nóttunni ætti hún að livílast í liörðu og — Helen, mælti liann mcð dimmri rödd, — eru tilfinningar þínar gagnvart mjer þannig, eða er þetta þinn háttur að dufla? —- Dufla? Hvernig ætti mjer að detta það í hug? — Til þess að gera þjer sjálfri ljettara í lund. Þú þarft ekki á mjer að halda og ef þú gætir sannfært þig um, að jeg þyrfti ekki á þjer að halda, mundi þjer verða ennþá ljettara. En — jeg þarfnast þín. Jeg geri það í raun og veru. Hefi altaf gert það og mun altaf gera það. köldu rúmi og vera án allra þæginda. Hún fölnaði eins og kuldagjóst setti að henni og faldi andlitið í höndum sjer. Hún lirökk upp við það, að liún lieyrði fótatak frammi í ganginum. Hún rjetti út höndina til þess að kveikja á rafljósinu. En áður en það tækist var Ord- way kominn inn í herbergið, hár og bjartur,— „það stirndi á hann, eins og Helen var farin að kalla það í laumi þessi tvö síðustu ár- in, eftir að fjárhagur hans hafði batnað og „leiksystkinahópur- inn“ stækkað. Hann gekk hlæjandi til henn- ar og rjetti henni leðurliylki. Hann hafði keypt handa henni nýja gjöf. Hún hörfaði undan. Hann hætti samstundis að hlægja og leðurhylkið datt niður á skrif- borðið. Andlit hans varð dumb- rautt, eins og þegar hann hafði drukkið vín og Wilma horft lengi á liann. Hann horfði vandræðalega kringum sig og augu hans stað- næmdust við litla alahasturs- lampann. -— Hclcn, þú crt lik lampanum þarna, svo fíngerð, svo brothætt og fögur. En Ijósið lcemst ekki inn i hvcrja smugu. Jeg geri ekki ráð fyrir, að það sje rjett af mjer að krefjast að þú skiljir livað jcg á við, en jeg vona samt sem áður að þú ger- ir það. — Skilja? Hvað? -— Mig. Ljósið þitt fellur ekki á mig framar. Það hefir ekki náð til mín núna lengi, Helen. Og — ])ú vilt ekki að það geri það.. — Jeg .... skil ekki hvað þú átt við, Ordway. — Getur þú ekki reynt að skilja það, Helen? Við steytum altaf á ýmsum blindskerjum og boðum — stundum eru það kaupsýslu- fyrirtæki, sem orka tvímælis, stundum konur, scm fjarlæga okkur — en þú ferð altaf sigr- andi af hólmi. Altaf þegar jeg er kominn að takmörkunum, kominn að því að fara yfir þau takmörk, sem þú setur milli góðs og ills — þegar jcg er að því kominn að gera eittlivað, sem þú mundir fyrirlíta, þá hörfa jeg til baka. Og eina endurgjaldið sem jeg get látið í staðinn er að kaupa gjöf handa þjcr. — Kaupir þú gjafir handa mjer til þess að ....? Hann roðnaði og varð niður- lútur. — Jeg veit að það er heimskulegt, þvi að þessar gjaf- ir hafa enga þýðingu fvrir þig í raun og veru, — en þetta er nú eina úrræðið sem jeg hefi. í hvert skifti sem þú bjargar mjer frá einhverju, reyni jeg að finna eitthvað, sem líkist þjer, og þeg- ar jeg sje það síðar lijer í stof- unni þinni, þá finst níjer jeg vera trvggari. Til dæmis þetta, sagði liann og benti á vefmyndina með kvenmannsmyndunum, sem hjekk á veggnum: önnur konan likisl þjer eins og þú varst þegar við giftum okkur og þegar þú sagðir: „Elskan mín, reyndu al- drei að græða fje með óheiðar- legu móti“. Jeg keypti þessa mynd sama daginn sem jeg losn- aði við olíufjelagið, sem þú hafð- ir beðið mig um að skifta ekki við. Og lampann . . elskan min. Hann leit til liliðar og svo aft- ur á hana. — Jeg sat i bílnum og ætlaði til Leonie. Jeg elskpði ekki hana og hún elskaði ekki mig. En þú liafðir byrjað að banda mjer frá þjer, Helen, og jeg var einmana. Jeg var kominn lang- leiðina heim til hennar þegar myndin af þjer birtistmjer. Jegsá þig svo greinilega, að mjer fanst jeg kenna ilminn af silkimjúku hárinu þínu, og snerta litlu lokk- ana við eyrun. Jeg fór ekki inn til Leonie og jeg liefi aldrei sjeð hana siðan. 1 dag .... — honum varð orðfall og liann stóð og horfði á litla leðurliylkið, sem hann hafði mist á skrifborðið. Helen skalf þegar hún rjetti fram liöndina og tók það. Hún opnaði það. Þar var forn silfur- festi, dásamlegt dvergasmíði úr víravirki, á svörtum silkipúða. — Wilma Beaumont fór í dag til Kenya. Og svo .... keypti jeg festina. Mjer datt i hug að hún mundi fara vel við rósrauða silkikjólin þinn í veislunni í dag .... Hversvegna grætur þú? Hann greip stórum höndunum um grannar axlir hennar og dró hana að sjer. — Hvað er þetta, ástin min. Segðu mjer það. Hvað er það? En Helen gat ekki svarað. Annari hcndinni kreisti hún utan um fögru silfurfestina sem liún liafði fengið, eins og hún væri dýrgripur sem liún vildi fórna lífinu fyrir, en hina höndina rjetti liún út til mannsins síns og fjell svo í faðm lians og grjet, eins og hjarta liennar væri að springa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.