Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1930, Page 3

Fálkinn - 13.12.1930, Page 3
F Á L K I N N S VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finscn og Skúli Skúlason. Framkvæmclaslj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: A n t o n S c h j ö t h s g a d e 14. Blaði'ð kemur út hvcrn laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Eitt af aðaleinkennum einstak- linga eru dómar þeirra á því, sem þeir heyra og sjá. í þessum dómum kemur fram skýr mynd af lífsskoð- un þeirra sjálfra. Sumir eru svo gerð- ir að þeir líta vinaraugum á alt; aðrir reyna að finna að og troða niður í skítinn. Meðalmenninu líður misjafnlega vel í návist þessara manna. Frá öðr- um flokkinum kemur birta og ylur. Dómur þeirra lýsir viðleitninni á því, að gera alt betra en það er, hann er bygður á forsendum og tekur tillit til vanefnanna. Dómur hinna ei kaldur og dimmur. Hann er kveð- inn upp eftir nákvæma lúsaieit að öllu því, sem fundið verður til for- átlu, og miðaður við sjónarmið þess alfullkomna. En svo kemur það einkennilega: Einmitt þeir menn, sem temja sjer að kveða upp sleggjudómana, eru tíðast miklu ófullkomnari sjálfir, en hinir, sem mildir eru í dómum. Þeir, sem mestar kröfur gera til annara gera jafnaðarlega minstar kröfur til sjálfra sin. Þeir gleyma einni gullvægri reglu og hún er þessi: Þegar þú dæmir um verk annara, þá skaltu athuga, hvern ig þjer hefði farist verkið, hefðir þú átt að gera það sjálfur. Ef að þessi regla er við höfð, sparast marg- ir sleggjudómarnir, mörg óþægindin og illindið, sem ávalt hlýtur að leiða af þeim dómum, sem kveðnir eru upp af kala, öfund eða öðru því líku. Hinsvegar er bein hjálp að sann- gjörnum dómurum. Þeir lyfta undir viðleitni þeirra, sem njóta þeirra og hjálpa þeim til að gera enn bet- ur í næsta skifti. Það felst í þeim orka, sem kemur að notum þeim, sem fengið hefir dóminn. Hinsvegar verða óbilgjarnir dómar tíðast til þess að vekja úlfúð og hatur, en hafa engan veginn þau áhrif, að sá, sem fyrir þeim verður, geri betur í næsta skifti. Þessvegna er það vandi að kveða upp dóm, sem aðfinslur eru fólgnar í. Einmitt sá dómurinn, sem flytur aðfinslur, verður að vera kveðinn upp af sanngirni, ef hann á að hafa áhrif. Annars verður hann ekki að neinu gagni, heldur einungis að ó- gagni. En hlýju dómarnir gera ávalt gagn. Þeir ná tilgangi sínum. Hinir dóm- arnir hafa engan tilgang nema þann, að spilla friði og ala hatur. Brot lir sögu loftskipanna. ----X----- Árið 1930 veitti enska þingið um 30 miljónir króna til þess að smiða tvö loftskip, sem heita R. 100 og R. 101. Áttu þetta að verða einskonar fljúgandi gistihús, hafa rúm fyrir alt að hundrað farþegum og verða i förum milli Egyptalands og Ind- lands. Næstu sex árin var unnið að smíði þessara slcipa. R. 100 varð fullgert fyrst. Það olli vonbrigðum: reyndist vera of stutt og því slirt í snúningum. R. 101 var fullgert i ár og höfðu menn meiri trú á því. Iíveld eitt í oktober ljet það í loft frá flugvellinum í Cardington. En sjö tímum siðar varð sprenging i skipinu; það varð alelda á svip- stundu og nokkrum minútum síðar var ekki eftir af því annað en ónýtt járnarusl. Bættist þar eitt slysið enn ofan á hin mörgu loftskipaslys, sem orðið hafa. Svona slys ganga eins og rauður þráður gegn um hina stuttu sögu loftskipanna. En eiginlega er erfitt að skera úr hvenær sú saga byrjar. Loftskipin eru afkvæmi loftbelgj- anna, sem Frakkar byrjuðu að gera snemma á 18. öld og fyltu ýmist með vatnsefni, gasi eða heitu lofti. Fyrstu loftbelgjasmiðirnir treystu ekki vel smíðum sínum, þess vegna var það sauður, hani og önd, sem voru farþegar í loftbelg hugvits- mannsins Charles, sem hann ljet fljúga frá París árið 1783. En brátt óx þeim hugur, og jafnvel þó að sumir þeirra færust, þá komu jafnan nýir menn í skarðið, og loftsigl- ingar urðu fræg íþrótt. Flugmað- urinn Britsay flaug í loftbelg sitj- andi á hesti árið 1798, og hefir það víst ekki verið leikið eftir siðan. En loftbelgirnir voru háðir vind- stöðunni og nú beindist hugur manna að því, að smíða loftför, sem l.ægt væri að stýra, jafnvel móti vindi. En til þess þurfti aflgjafi að vera um borð. Hugvitsmennirnir fóru að glíma við þetta. Einum þeirra, Gifford að nafni varð vel ágengt; hann notaði gufuvjel og flaug með henni 1852. Aðrar tilraunir voru gerðar, loftskip með rafmótor, með hreifanlegum vængjum og með bensinmótor. Þessi skip voru ekki hnöttótt heldur eins og bjúga í laginu; með þvi móti varð mótstaðan minni í loftinu og auð- veldara að stýra. Zeppelínskipin urðu til þess að sýna og sanna, að loftskipin hafa hagnýta þýðingu. En í styrjöldinni voru þau litt notuð til hernaðar á landi, því að þau sáust svo vel og þoldu illa skothrið. En til njósna á sjó reyndust þau ágætlega. Þau sáu kafbátana þó að þeir væru neðan- sjávar, gátu verið á lofti fimm sól- arhringa og sent frá sjer loftskeyti, en það gátu flugvjelar ekki þá. Eng- lendingar notuðu hundruð af litlum loftskipum, „Blimps“ svokölluðum til þess að annast strandgæsluna og athuga skipagöngur í Norðursjónum. Loftskipin voru „augu flotans". í or- ustunni við Jótland höfðu þjóðverj- ar tiu loftskip á undan flota sinum til þess að njósna um andstæðing- ana. Þjóðverjar notuðu einnig loftskip sín til þess að varpa sprengjum yfir borgir óvinalandanna. í september 1916 sendu þeir þrettán loftskip til London til þess að varpa sprengjum. Flestir Lundúnabúar muna aðfara- nótt 3. september; þá tókst að skjóta eitt Zeppelinskipið niður og fjell það til jarðar í borginni. Það var eins og silfurblýantur að sjá, þegar kastljósin fjellu á það. Var enskur fuglmaður sendur á móti því og skaut það niður með hríðskotabyssu sinni. Sprenging varð i skipinu og steyptist það logandi niður á jörð i Cuffley, einu af norðurhverfunum í London. Flugmaðurinn, sem unnið hafði afrekið varð svo kátur að hann steypti vjelinni marga kollhnísa. Vegna nota loftskipanna í striðinu var haldið áfram að smíða þau eftir 1918. Englendingar bygðu loftskipið R. 34 sem ljet i loft frá Edinborg 2. júlí áleiðis til New York og kom þangað eftir fáa daga. Var sú ferð einsdæmi í þá daga og hafði skipið fengiÖ versta veður á leiðinni. Storm- ur beint á móti og rigning, enda lá við að eldsneytið þryti og skipshöfn- in var mjög þrekuð þegar vestur kom. Sama ár smíðuðu Þjóðverjar ,.Bodensee“, flauð það frá Berlín til Stockhólms. Árið eftir fórst enska loftskipiö R 38 i reynsluför. Það sprakk yfir Humberfljóti og af 48 manna áhöfn fórust 44. Ameríkumenn vildu ekki vera eft- irbótar hinna og ljetu þýska verk- fræðinga smíða loftskipið „Los An- geles“ fyrir sig. Sjálfir smiðuðu þeir „Shenandoah“ sem fórst skömniu siðar. Árið 1926 flaug Roald Amundsen yfir Norðurheimsskautið með loft- skipinu „Norge“ og var Nobile í ])eirri för. Hún tókst svo vel að Nobile vildi reyna sjálfur og gerði það, 1928, á loflskipinu „ftalía". Hann komst á norðurheimsskautið en lenti í ofviðri í bakaleiðinni. Skipið lenti á ísnum og annað far- rýinið slitnaði frá, en belgurinn flaug áfram með hitt farrýmið og skiftust leiðangursmenn því i tvo flokka og tókst sænska flugmannin- um Lundborg að bjarga öðrum — en Amundsen, sem hóf leit að Nobilc i flugvjelinni „Latham" hvarf og hefir ekki spurst til hans síðan. Árið 1929 fór Þjóðverjinn Eckener fjölda ferða á „Graf Zeppelin“, t. d. yfir Atlantshaf og kringum hnöttinn. Þessu skipi hefir hlekst á stöku sinn- um. — Loftskipin eru hætluleg enn- þá. Loftskipið „Deutschland“, sem smíðað var 1897 vakti mikla athygli, það komst upp í 850 metra hæð, en svo hátt hafði aldrei verið fiogið áður. Eii það brann sama ár. Um aldamótin kom fram á sjónar- sviðið sá maður, sem mest hefir unn- ið að endurbótum loftskipanna: Zcppelin greifi. Fram að hans tíma höfðu öll loft- skip verið „lin“, þ. e. a. s. grindar- laus. En Zeppelin smíðaöi fyrstur manna loftskip með grind úr málmi, einkum alúminium, og innan í henni kom hann fyrir mörguin smábelgj- um er liann fylti með vatnsefni. Var mikið öryggi að því að hafa belg- ina marga, því að ekki kom það að sök þó einn tæmdist. En hinsvegar vóg málmgrindin svo mikið, að nú varð að smiða skipin miklu slærri en áður. Zeppelin-skipin voru 100— 200 metrar á lengd. í fyrstu eltu sifeld óliöpp þessi loftskip. Fyrsta loftskipið, sem smið- að var 1900 var ekki nema 17 mín- útur á lofti samtals, næsta skipið fórst í ofviðri, en hið þriðja varð langlift. Nr. 4 fórst við Echtérhingen og þegar hjer var komið sögunni var Zeppelin orðinn eignarlaus mað- ur og hefði orðið að leggja árar i bát, ef fjársöfnun hefði ekki verið hafin um land alt honum til hjálpar. í ófriðarbyrjun 1914 áttu Þjóð- verjar fleiri Ioftskip en nokkur þjóð önnur í heimi — og 6 stór Zeppelin- skip láu tilbúin á Bodenvatni. Og það kom brátt í ljós að hjer var um þörf hernaðartæki að ræða. Aðfaranótt 20. jan. 1915 gerðu Þjóðverjar fyrstu loftárásina á London; sprengjurnar gerðu að visu ekki mikið tjón — að eins eitt hús hrundi og stræti skemdust sumstað- ar — en geigur mikill kom i fólkið. Og enska herstjórnin ákvað að smíða loftskip. — Ensku flugmennirnir lærðu að fljúga að nóttu til og fengu hriðskotabyssur og fóru að taka á móti Zeppelinsdrekunum. í maí 1915 tókst enskum flugmanni að skjóta niður loftskipið L. Z. 37 yfir Gent; það datt logandi niður á gamalt klaustur. ASeins einn maður komst af; hann datt gegnum gat á þakinu og lenti í uppbúnu rúmi. DoIIaraprins essan, sem var numin á burt í Bandarikjunum er altaf verið að nema fólk á burt. Það litur meira að segja út fyrir að það sje að færast í vöxt, enda gengur aðalstarf lög- reglunnar út að elta smyglara og liirðir hún þvi ekki eins um að ann- ast öryggi fólks. Sem stendur er allt í uppnámi í Greenfield, Missouri, yfir því að frú Anna NVilson Mc Kinley, dóttir oliu- auðkýfingsins Bent Wilson, var num- in burt fyrir nokkru. Fjöldinn allur af leynilögreglumönnum hefir verið gerður út til að komast fyrir um þorparana. Á öllum vegum eru verð- ir. Það er uppvíst að maður sá, sem stóð fyrir verkinu" var lítill og og grimuklæddur. Hann braust inn á heimili foreldra hennar þar sem hún var af tilviljun stödd og nam hana burtu með valdi. Hún er nú aftur komin i leitirnar en ....... Eftir því sem móöir konunnar seg- ir frá, braust grímuklæddur maður inn i húsið með vopn í höndum og miðaði byssunni á konurnar og sagði: — Komið strax með alla þá pen- inga sem til eru í húsinu — og verið ekki lengi! Báðar konurnar stóðu á því fastara en fótunum að þær ættu sama og enga peninga á reiðum höndum, þá sneri bófinn sjer að yr.gri konunni og sagði við hana: — Þá verðið þjer að koma með mjer! Frú Wilson fór að kalla á þjón- ustufólk sitt, en maðurinn hótaði þá að skjóta hana og skipaði henni að setjast á stól sem hann benti á. Batt hann hana síðan og tróð vasa- klút upp í hana. AS svo mæltu beindi liann byssunni að dótturinni og skip- aði henni að stíga inn í einn af bíl- um Wilsons, sein stóð á bak við hús- ið. Sást svo ekki meira til frú Kinley fyr en daginn eftir að hún kom aftur. Fjölskyldan lofaði nú strax 2000 dollara verðlaunum þeim til handa, sem haft bæti upp á bófanum. Daginn eftir kom frúin aftur heil á húfi, en hún var utan við sig af reiði. Sagðist hafa orðið að hafast við úti í skógi með manninum um nóttina í kulda og stormi og hefði hann ekki viljað sleppa sjer nema hún lofaði að greiða honum 10.000 dollara í lausnarfje. Lögreglan og fjöldi leynilögreglumanna leitar nú nótt og nýtan dag að þorparanum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.