Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1930, Page 4

Fálkinn - 13.12.1930, Page 4
4 F A L K I N N Nýr listíðnaður. Guðmundur Einarsson myndhöggv- ari frá Miðdal hafði á ferðum sinum um landið fundið ýmsar tegundir af leir, sem hann taldi vel notandi til þess að brenna úr muni. Ljet hann rannsaka leir þennan í Þýskalandi og kom þá á daginn, að hann var engu síðri en er- lendur leir, og að sumu leiti fremri. Itjeðist Guðmundur þvi í að kaupa brensluofn og á- höld til leirkera- gerðar og kom þessu fyrir i Listvinafjelags- húsinu í sumar og tók að brenna leirmuni og virðast þeir ekki standá að baki vönduðustu framleiðslu er- lendis, og lýsa mjög góðum smekk. Á sýn- ingunni gefst fólki tækifæri á að sjá hvernig leirinn er hnoð- aður og mótað- ur, þar sjest einnig þurkofn- inn og svo brensluofninn, þar sem mun- irnir eru hertir t 900—1200 stiga hita í alt að 16 klukkutíma og síðan látnir smá kólna. Alls eru þeir í ofninum nær þrjá sólar- hringa. Síðan eru þeir málaðir með gljávökva og svo brendir á ný. Guðmundur kann sjálfur alt til leirgerðar en hefir auk þess tvo Þjóðverja til aðstoðar. Allmikið flyst á ári hverju til landsins af svona munum og ætti því að vera góður markaður fyrir þessa framleiðslu. Hjer er um merka nýjung að ræða, sem ætti að geta orðið gagnleg þegar stundir iíða og á Guðmundur þakkir fyrir að hafa hrint þessu í framkvæmd. Auk þessara nýju muna eru á sýn- ingunni fjöldi málverka og mynda. Á myndinni að ofan til vinstri sjást ýmsir af hinum nýju leirmunum, en til hægri Guðmundur og frú hans og hið þýska aðstoðarfólk. Neðar til hægri er leirbrensluofninn. „Á ÍSLANDSMIÐUM“. í grein um bók þessa, sem birt var í síðasta blaði hafði fallið úr nafn þýðandans, en hann er Páll Sveinsson mentaskólakennari. Það er sjaldgæft, að sama skipið sigli í tvær áttir samtímis en þó kom þetta fyrir skipið „Fred B. Taylor". Það varð fyrir ásiglingu og brotnaði í tvent. . Frampartinn rak i land í Delawareflóa en afturpartinn rak til hafs og strandaði að lokum á eyjunni Ascension 4500 enskar míl- ur frá Delaware. Febrúar 1866 var stjörnufræðilega sjeð merkur og einstæður mánuður, í þeim mánuði var nefnilega aidrei fult tungl, en hinsvegar var tvisvar sinnum fult tungl bæði i janúar og mars. Er þetta sjaldgæft og kemur ekki fyrir aftur fyr en eftir 2.500.000 ár! Alexía M. Guðmundsdóttir ekkja frá Oddfrtður Þorvaldsdóttir ekkja á Mjósundi, Bergþórugötu 20, varð 75 Ölvaldsstöðum i Mýrasýslu varð 80 ára 4. þ. m. ára 26. f. m. Guðmundur T. Hallgrímsson, lœknir Sigurður Þ. Jómsson kaupmaður verð- Niljónius Ólafsson verslunarmaður Valgerður Guðmundsdóttir fráÞernu- á Siglufirði verður 50 ára 17. des. ur 60 ára 16. þ. m. verður 40 ára 21. des. vík i Ögursveit varð 70 ára 2. des.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.