Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1930, Page 9

Fálkinn - 13.12.1930, Page 9
P Á L K I N N 9 / Cleveland í Ohio reyndu nýlega ellefu þúsund at- vinnulausir menn að gera aðsúg að ráðhúsinu til þess að krefjast dýrtíðarvinnu, er hafði verið stofnað til, til þess að bæta úr atvinnuleys- inu. Myndin t. v. sýnir einn af atvinnuleysingjunum, sem fjell í ómeginn meðan hann stóð í þvögunni og varð lögreglan að bera hann buri. Hann hafði verið matarlaus í marga daga. Og þetta gerist í landi „velsældarinnar." Vegna eiturgasnotkunarinn- arinnar í styrjöldinni miklu var farið að gera grímur til þess að verja menn áhrifum gassins. Þessar grímur koma líka að haldi á friðartímum, t. d. í efnagerðum og þegar bruna ber að höndum. Hjer sjást menn með gasgrímur vera að æfa sig á að bera burt mannslíkan úr gangi, sem cr fullur af eilurgasi. Evrópumenn eru fyrir löngu hætiir að furða sig á tiltækjum Ameríkumanna. Enginn mun því furða sig á þessari mynd: hún er af verðlaunabelju, sem var boðin sem heiðursgestur í veislu, sem haldin var í verslunarf jelagi í Chicago. Á myndinni sjest heiðursgesturinn, eigandi beljunnar og formaður versl- unarmannafjélagsins. Þjóðverji hefir smíðaði flugvjel af nýrri gerð, sem vakið hefir mikla atlxygli, og kölluð er „Bremer-öndin". Það er því líkast að haft hefði verið endaskifti á venjulegri flugvjel. Mynd þessi er frá Indlandi, en þar gerir fólk ekki miklar kröfur til lifsþæginda. Skóarinn á myndinni vinnur undir beru lofti og þegar miðdegishvíldin kemur hallar hann sjer út af og notar skó skiftavinanna fyrir kodda, og hvílist eins vel og hinir, sem liggja í rúminu sínu. Sjaldan hafa nokkrir menn rengið betri við- tökur í Frakk- landi en þeir flugmennirnir Costes og Bel- lonte er þeir komu heim aft- ur eftir hið frækilega flug sitt frá París til New York. Er það fyrsta flug vestur þessa leið, en þeir fyrstu sem '•eyndu það flug voru þeir Nun- qesser og Coli, sem hurfu fyrir Fult og alt. Cost- es hefir áður unnið fjölda mörg flugafrek Myndin er tekin við ráðhúsið í París.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.