Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1930, Page 10

Fálkinn - 13.12.1930, Page 10
F A L K I N N lt Það ’er~óhjákvæmilegt að sjónin veikist með aldrin- um. En það er hægt að draga úr afleiðingunum og vernda aufíun. Komið ofí ráðfærið yður við sjóntækiafræðinginn í LAUGÁVEGS APÓTEKI. Allar upplýsingar, athtifí- anir og mátanir eru ókeypis. VAN HOUTENS konfekt í öskjum er uppáhald kvenþjóðarinnar. Silvo silfur- fægilögur er óvið- jafnanlegur á silfur, plett, nikkel og aluminium. Best er að auglýsa i Fálkanum Hver er fegursta kona Englands. Hver er fegursta kona Englands. FegurS ensku konunnar er mál, seni Englendingurinn þreytist aldrei á að tala um. Útlendum listamönnum, sem gjörst hafa formælendur enskrar kvenfegurðar er auðvitað tekið með opnum örmum í Englandi. Þó mikið sje um mál þetta rætt, er þó enn ótúkljáð um það hver sje fegurðardrotning Englands, því Eng- lendingum dettur ekki í liug að grípa til sömu ráða og aðrar þjóðir með að hafa verðlaunasamkepni um feg- urð. Hvar er þeirrar konu að leita, sem orðið getur fyrirmynd hins ensku mælandi heims um kvenlega fegurð eins og lafði Diana Cooper hefir ver- ið í 25 ár. Lafði Diana er ennþá að- dáanlega fögur þrátt fyrir það að hún hefir svo lengi verið táknmynd enskr- ar kvenfegurðar. Bækur hafa verið ritaðar um hana og henni hefir verið skipað á bekk með fegurstu konum mannkynssögunnar frá dögum Hel- enu hinnar fögru til Isoldu og til d’Eeste prinsessu, sem Tasso ljet líf sitt fyrir. Búðarstúlkan fagra. En hvaða kona er nú fær um að taka við af lafði Diönu Cooper? Hvaða ung stúlka er svo fögur að hún verðskuldi að vera kölluð feg- urðardrotning i hinu viðlenda Breska ríki? Frægi enski málarinn William Orp- en, sem hefir málað fleiri fallegar slúlkur og konur en nokkur annar núlifandi málari og sem þar að auki er gagnkunnur lífi æðri stjettanna i Englandi, hefir látið þá skoðun sína í ljósi að fegurðardrotning framtíð- arinnar komi ekki frá ensku höfð- ingjastjettinni. Fullkomlega fagrar konur, segir hann, sjáum við ekki í stórfeldum brúðkaupsveislum yfir- 'ktjettarinnar, eða hinum viðhafnar- miklu kveldhófum hennar. Aftur á móti getur það skeð að hún sitji við hliðina á okkur í neðanjarðarjárn- brautinni eða við mætum henni i búðinni — en líklega hinummegin við búðarborðið. Fegursta kona vorra tíma kemur ekki ofan frá höfðingja- stjettinni, það hefir ekki verið töngl- ast á því við hana frá því hún var krakki hve falleg hún sjc — hún er alþýðukona og vinnur baki brotnu fyrir daglegu brauði. Á tímabilinu rjett fyrir heimsstyrjöldina var þessu öðru vísi varið. Þá voru konur borg- arastjettarinnar og verkamannadæt- urnar ekki altaf fagrar — það eru ekki nema tíu ár síðan að verkakonan enska varð svona fögur. Tilfinningarlausa og kæna konan. Konurnar af hærri stjettunum hafa sjálfar eyðilagt fegurð sína með hin- um hlægilegu fegurðaraðgerðum (smyrslum, nuddi, uppskurðum o. s. frv.). Þær lifa eingöngu fyrir sjálfar sig, þær eru altaf að sýna sig, hver hreyfing, hver einasti andlitsdráttur er sniðinn þannig að hann geti töfr- að og náð tökum á karlmönnum — það verður of mikið af þvi góða, karlmennirnir verða þreyttir á þessu. Konur þessar hreyfa sig eins og sýn- ingarstúlkur í búðum, sem látnar eru ganga um í tískukjólunum, og læra að hreyfa sig eftir ákveðnum reglum, andlit þeirra eru aldrei lifandi, en þreytulega máluð og tilfinningarlaus grima. En í götunum og i bílvögn- unum sjást ungar og töfrandi eðli- legar stúlkur, ómálaðar og lifandi, úr andlitum þessara stúlkna skin lireysti og fjör. Meðal þeirra mun liin kom- andi fegurðardrotning vaxa upp. Feg- urð heimskonunnar er liðin undir lok, hin nýja fegurð er hin lifandi fegurð ungu alþýðustúlkunnar. Skoðunum Sir William Orpens hef- ir verið tekið með hinni mestu at- hygli og margir hafa stutt þessar skoðanir hans, þeir tala um hve ynd- isfagrar og tigulegar stúlkurnar sjeu, sem gangi um göturnar um það bil, sein búðunum er lokað. Kvennafræðarinn. Maturinn er mannsins megin, hjá því verður ekki komist. Hver áhrif það hefir á andlega og líkamlega líðan mannsins að fá góðan og vel tilbúin mat verður ekki mælt. Mat- urinn er því að eins hollur að rjetti- lega og hreinlega sje með hann farið. og auk þess verður hann ódýrari. Það er því hinn mesti sparnaður fyrir hvert heimili að eiga góða matreiðslubók. Hin vinsælasta af öllum islenskum matreiðslubókum er Kvennafrœöari frú Ellnar Briem. Hefir hann fjórum sinnum verið prentaður og náð geysimikilli út- breiðslu. Auk þess, sem af honum má læra að búa til ágætan og hollan íslenskan mat má og læra margt nytsamt og nauðsynlegt hverri konu, sem teljast vill fyrirmyndar eigin- kona og góð húsmóðir. Það er því hollráð vort til íslenskra kvenna að kaupa sjer Kvennafræðarann og lesa hann vandlega. ----x--- Krossstingur. er aftur að verða algengur. Hann er bæði fallegur og haldgóður, en það þarf tíma til að vinna nokkuð verulega að honum. Gamalt krosssaumsmunstur. Framhald af blaðsíðu 7. HEIMSPEKINGARNIR TVEIR irnar á honum þegar hann las það í blaði tveimur dögum síð- ar, að stórþjófurinn Camille Meyer, sem lögreglan hafði aldrei sjeð, þrátt fyrir það, að hún hafði elt hann á röndum mánuð- um saman, hefði hann loks ver- ið tekinn fastur á einu af stærstu FABRIEKSMERK Pósthússt. 2 Reykjavik Simar 542, 254 og 302(framkv.stj.) Alíslenskt fyrirtæki. Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar. Hvergi betri nje áreiöanlegri viöskifti. Leitiö uyplýsinga hjó næsta umboösmanni. I Veggfóður | fjölbreytt úrval fyrirliggjandi. J. Þorláksson & Norðmann | Bankastrætl 11. Simar 103, 1903 & 2303. Til daglegrar notkunar: „Sirius“ stjörnukakó. 3 Gætið vörumerkisins. L gistihúsunum í Nizza, daginn eft- ir að hann kom þangað frá París. Herra Camille Meyer í París brosti eins og heimspekingur.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.