Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1930, Page 13

Fálkinn - 13.12.1930, Page 13
F A L K I N N 13 ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiMimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiia | Útvegsbanki íslands h.f. | Ávaxtið sparifje yðar í Útvegsbanka fslands h. f. Vextir á innlánsbók 4Vi% p. a. Vextir gegn 6 mánaða viðtökuskírteini 5% p. a. Vextir eru lagðir við höfuðstólinn tvisvar á ári og þess vegna raun- verulega hærri en annarsstaðar. immmiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimw ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ VICTOIIIl SAUMAVJELAR stignar og handsnúnar, nýkomnar. Viðurkendar hjer á landi og erlendis fyrir gæði. Sendar um alt land gcgn póstkröfu. Fimm ára ábyrgð. Verksmiðjan Fálkinn, Langav. 24 Best að auglýsa i Fálkanum ASKA. Skáldsaga eftir Grazia Deledda. tekið að mjer að hafa upp á heimilisfangi konu nokkurrar-----Eg verð að fara á lög- reglustöðina. Fjelagi hans fylgdi honum forvitinn. — Hver er það? Hver hefir falið þjer það? Einhver heimanað frá þjer? Anania þagði. Þegar þeir voru kömnir að Santa Maria Maggiore, kvaðst Daga ekki fara lengra. — Biddu þá hjerna, sagði Anania án þess að nema staðar, jeg skal segja þjer frá því þegar jeg kem aftur.... Daga var orðinn forvitinn, hann gekk á leið með Anania, en settist svo á kirkjutröppu eina og beið eftir honum. — Er þá teningunum kastað? spurði hann kimnislega þegar Anania kom aftur. En hvernig sem Daga reyndi til var ekki hægt að lokka út úr honum orsökina til þessarar farar sinnar á lögreglustöðina. Anania lagð- ist fram á múrinn og studdi hönd undir kinn. Hann horfði út yfir sjóndeildarhringinn og hugsaði til kveldsins þegar hann hefði klifr- að upp yfir stalla Gennargentufjallsins og sjeð óendanlega stóran himinn opnast fyrir honum, þar sem ósýnilegir andar sveimuðu fram og aftur. Jafnvel nú fanst honum eitthvað leyndar- dómsfult vera í kringum hann, borgin fanst honum einna líkust tröllauknum steinskógi, sem hættuleg fljót ruddust i gegnum. An- ania titraði af geðsliræringu. m. Já, teningunum var kastað, eins og kom- ist er að orði i hinni æfintýralegu rómversku sögu. Lögreglan hóf rannsóknir viðvíkjandi Rosalia Derios, samkvæmt upplýsingum þeim sem Anania hafði gefið, og í lok mars- mánaðar var stúdentinum tilkynt að í þessu og þessu númeri á Via del Saminario, efstu hæð byggi sardinsk kona, sem leigði út lier- bergi. Fortíð hennar og útht var í samræmi við frásögn Anania um Oli. Kona þessi hjet eða kallaði sig Maria Obinu og var fædd i Nuoro. Hún hafði búið i Róma- borg i fjórtán ár, og fyrstu árin hafði liún lifað fremur óreglubundu lifi. í nokkur ár þar á eftir lifði hún siðlátlega eftir því sem sjeð varð, leigði út lierbergi og seldi fæði. Anania varð ekki sjerlega mikið um þessa fregn, hann mundi ekki svo nákvæmlega eftir útliti móður sinnar. Hann mundi að- eins að liún var liá og dökkhærð með ljós augu. Hann vissi vel að í Nuoro var engin ætt til með þessu nafni, svo að af því var auðsætt að kona þessi hlaut að kalla sig fölsku nafni og vera af öðrum uppruna. Hann fann á sjer að kona sú, sem lögregl- an harfði bent honum á, ekki var móðir hans, gat ekki verið það, hún var ekki í Rómaborg fyrst lögreglan ekki hafði getað fundið hana. Eftir margra mánaða bið og óróa fanst honum scr létt dálítið. Dag nokkurn i lok maímánaðar kom hann að fjelaga sínum þar sem hann var að faðma að sjer eldri dóttur húsmóður þeirra. — Þú ert viðbjóðslegt svin, sagði liann reiður. Ertu elcki líka að daðra við yngri systurina? Hversvegna dregurðu þær báð- ar á lálar? —- Það eru þær, sem lcasta sjer í fang- ið á mjer asninn þinn, á jeg að reka þær aftur? spurði Daga glottandi. Lifið leitar nú alt i áttina til sólarinnar, látum okkur fylgja með. Nú á tímum eru það konurn- ar, sem draga karlmennina á tálar og jeg væri ennþá meiri asni en þú, ef jeg ekki Ijeti þær táldraga mig.... að vissu marki. — En hversvegna koma viss atvik aðeins fyrir vissa menn? Slíkt kemur t. d. aldrci fyrir mig. — Af því, að það sem kemur fyrir menn kemur ekki fyrir fífl, af þvi skal jeg segja þjer að fallegu stúllcurnar okkar bera i rauninni þá ærlegu ósk i brjósti að eignast mann og vita að þú ert trúlofaður. — Jeg trúlofaður? kallaði Anania upp yfir sig. Hver liefir sagt það? — Ekki veit jeg það? Einliverri Marg- heritu, sem.... — Jeg banna þjer að nefna þctta nafn, hrópaði Anania og hristi Daga til. Skilurðu það, jeg banna þjer það. — Slepptu mjer, þú krafsar í augun á mjer. Ást þín er eins og ást rándýrs. Anania skalf af bræði, han fór að tina saman bækur sínar og skrifföng. — Jeg flyt lijeðan þegar í stað ,sagði hann og gnísti tönnum. Jcg get ekki lifað innan um litilfjörlegt og forvitið fólk. — Vertu sæll, kallaði Rattista og kastaði sjer upp í rúmið. Mundu það að fyrstu dag- ana sem við vorum saman hcfði verið margekið yfir þig ef jeg liefði ekki komið þjer til bjargar. Anania gekk burtu fullur beiskju; ósjálf- rátt beindi hann ferð sinni til Corso, og næstum því án þess að horfa í kring um sig var hann kominn á Via del Seminário. Það var brennandi hiti, vindurinn bærði til gluggaskýlurnar, það angaði af lakki, hrossataði og mat. Anania fann taugar sínar titra eins og málmstrengi. Á Via dcl Seminario kom hann beint inn í hóp af prestum í flögrandi kápum og muldraði gramur fyrir munni sjer: — Hrafnar. Alt í einu var hann kominn að litlu hliði í dimmum gangi, liann sá tölu þá sem átti að vera á húsi því, sem María Obino bjó í. Hann gekk inn upp á efstu hæð og hringdi. —Há, fölleit kona„ svartklædd opnaði dyrnar, hann varð gagntekinn af geðshrær- ingu, því honum fanst liann hafa sjeð þessi grænleitu augu áður. — Signora Obinu? — Það er jeg, sagði konan alvarlega. „Nei“, hugsaði hann, „þetta er ekki hún, þetta er ekki hennar rödd“. Hann gekk inn. Signora Obinu leiddi hann í gegn um dimman gang inn í dálitla stofu, dimma og skuggalega. Hann horfði í lcring um sig og tók eflir lijartarhöfði og sauðargæru, sem hengt var upp á vegginn og efi hans vaknaði að nýju. — Mig langar til að fá hcrbergi, jeg er frá Sardiníu, sagði stúdentinn og liorfði gaumgæfilega á konuna frá toppi til táar. Hún var fölleit og mögur, liálslöng, með þunt, næstum gagnsætt nef, cn svart fljett- að liárið, sem nælt var upp i hnakkan- um á sardinska vísu, gerði hana aðlað- andi. Þjer eruð sardíni? Það var gaman að því, sagði hún blátt áfram. Sem stendur hefi jeg ekkert herbergi laust, en ef þjer getið beðið í hálfan mánuð eða svo, þá fer lijeðan ensk signora.... Hann bað um að fá að skoða herbergið og fjekk það. Rúmið stóð á miðju gólfi og báðu megin láu liaugar af gömlum bókum og forngripum. í guttapcrkabala, sem enn- þá var fullur af þvottavatni lá akasíu- vöndur, sem breiddi ilm um lierbergið, glugginn lá út að litlum, dimmum trjá- garði. Á borðinu sá Anania dálítið hcfti innan um hrúgu af öðrum bókum, það var bók sem hann elskaði með sársaukakendri tilfinningu, kvæði Giovanni Denas: Madre.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.