Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 21.02.1931, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 Ingimar Jónsson skólastjóri, varð kO ára 15. þ.m. Alþingi og þjððin. Af því að „Fálkinn“ er eina al- menna blaðið, sem viða fer og enga flokkapólitík flytur leyfi jeg mjer aS biðja hann fyrir þessar línur. Jeg var að koma úr kirkju, þar sein sjera Þorsteinn Briem flutti ágæta ræðu við alþingissetningu. En sjer- staklega vegna þess að henni var út- varpað, langaði mig til að bæta við hana fáeinum orðum. Of mörgum er svo farið meðal barna þjóðar vorrar, að þeir ýmist heimta ait af þinginu eða álasa þvi harðlega fyrir alt, sem aflaga þykir fara, eða í 3. lagi líta á alt með ein- hliða flokksaugum, er sjá gott eitt hjá sínum flokk en ilt eitt hjá hinum. — Væri ekki rjettara og heillavænlegra að góðir menn um land alt gerðu sjer far um að hugsa með samúð og fyrirbænarhug um alt þingið? Al- þingismenn eru, hvaða flokk sem fylla, hvorki betri nje verri en kjós- endur alment, og eru i því efni al- veg sem aðrir menn, að þeir eru meir en litið háðir umhverfi sínu og hugarstraumum þeim, sem að þeim berast. Fylkjum oss þvi allir, sem unnum fyrst og fremst landi voru og allri þjóðinni, um að hugsa hlýlega um Alþingi og biðja Guð að blessa störf þess. Það er enginn, sem getur reiknað út fyrir fram hvað rnikil áhrif og góð sú samúð getur haft. Guð blessi Alþingi íslendinga. 14. febr. 1931. íslandsvinur. Um víða veröld. Nýi Barnaskólinn. LISTIN AÐ GETA ORÐIÐ HUNDRAÐ ÁRA. Prófessor Gueniot, fyrverandi for- seti við læknadeild háskólans í París hefir gefið út bók fyrir al.menning um það hvernig hægt sje að verða hundrað ára. Sjálfur er Gueniot nú 99 ára gamall, svo hann ætti að vita það. Gengur hann út frá því að menn- irnir geti vel orðið hundrað ára ef ekki komi nein slys fyrir þá áður en þeir eru orðnir svo gamlir. Hann segir að ástæðan til þess að fólk al- ment nú á tímum ekki nær hundrað ára aldri sje sú að það iifi gagn- stætt lögmál.um náttúrunnar. Sú lifs- aðferð, sem prófessor Gueniot mælir með, er hvorki óþægileg nje erfið til eftirbreytni. Það er um að gera að lifa rólegu og friðsömu lifi og forðast alla misnotkun. Það er ekki nauðsynlegt að drekka ekkert ann- að en vatn. Nautn víns og öls sje það mátulega mikið er á engan hátt skaðleg heldur þvert á móti. Það gerir heldur ekkert til þó menn fái sjer svolitinn „strammara“ með matnum. Tóbak gerir ekkert til ef þess er neytt i hófi. Aðalatriðið er að taka öndunaræfingar á hverjum degi, þvo sjer daglega um skrokkinn og vera mikið úti í hreinu lofti og sólskini. ----x--- BÓK BYRDS PÓLFARA MEÐ BLINDRALETRI. Ferðasaga Byrds aðmíráls um flugleiðangurinn til Suðurheims- skautsins hefir nú verið gefin út á blindra letri að tilhlutun blindrafje- lagsins ameríska. Myndin sýnir tvo blinda með bókina. Er það fyrsta pólferðasaga, sem gefin hefir verið út á blindra máli. -----x---- Barnaskólinn við Vitastíg er uú svo langt kominn að i vetur hefir farið fram kensla í 22 kenslustofum, en svo mikil er að- sóknin, að tvísett er í allar stof- urnar nema eina, sem Jirísett er i og eru deildirnar Jivi 45. Má Jiannig segja, að skólaliúsið sje orðið of lítið, áður en Jiað er full- gert — svo mikil er barnafjölg- unin í Reykjavík. Eru rúm 1250 börn i nýja skólanum, en kenn- arar eru þar rúmir 40 að með- töldum stundakennurum. Vegna þess að húsið er eigi fullgert verður eigi skrifuð ítar- leg lýsing í þetta sinn á þessu merkasta skólahúsi á landinu. En með því að húsið hefir þegar verið tekið til notkunar þykir eigi rjett að láta dragast lengur að birta nokkrar myndir þaðan og segja svolítið frá búsinu i fá~ um dráttum. Aðalliúsið liggur frá norðri til suðurs meðfram Vitastíg sem beygir nokkuð til vesturs, Jiegar að skólahúsinu er komið. En úr aðalhúsinu ganga tvær álmur til norðvesturs, og suðausturs og myndast stórt svæði austan við aðalhúsið. Húsið er alt Jirilyft. A VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Aiiton Schjöthsgade 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Það er komist þannig að orði, að hugurinn beri menn hálfa leið þeg- ar þeir eru að framkvæma eitthvað, sem þeir hafa hlakkað til og þeir þrá að koma í framkvæmd. Gamlir menn geta orðið eins og börn af til- hlökkun og það er aldrei eins gam- an að börnum eins og þegar þau eru að hlakka til einhvers. En það liggur við, að tilhlökkunin sje ríkust hjá börnunum og gamal- inennunum. Fólk á miðjum aldri tal- ar miklu sjaldnar um, að það hlakki til þessa og þessa, og leynir jafnvel þessari kend, þó að hún búi hjá þvi. Það þykir ekki fínt að hlakka til hlutanna, alveg eins og það þykir ekki viðeigandi, að fullorðið fólk láti gleði sína eða tilhlökkun of á- berandi í ljósi. En er það ekki golt og fallegt að hlakka til eins og barnið og gamal- mennið og draga ekki dul á. Maður- inn hlakkar að jafnaði til þess helst sem gott er, svo að það ætti ekki að vera skömm að segja frá því. Til- hlökkunarefnin ættu ekki að vera lakari samræðuefni en hvað annað. En þó er það svo, að þegar ung- lingurinn fer að fullorðnðsat hættir hann smám saman að minnast á, að hann eigi tilhlökkunarefni. Annað- hvort af því að hann er hættur að hlakka til — eða af því að enginn má vita af því. Og svo lifir maðurinn í þessu á standi þangað til hann fer að hrörna aftur — þangað til að hugurinn fer að bljúgna. „Hann hlakkar til eins og barn“, segir fólkið um gamal- mennin, sem hafa öðlast þessa bayns- tilfinningu á ný. En hversu mikils fer maðurinn ekki á mis við þetta, öll mestu mann- dómsár æfi sinnar? Hann hefir ef til vill fengið annað i staðinn: látið kvíðann ná tangarhaldi á sjer og æft sig á því, að festa hugann jafnan við það sem miður getur farið, i stað þess að hugsa til þess, sem honum má verða til gleði, og hlakka til þess. Það er eigi langt á milli bjartsýni og tilhlökkunar nje heldur á milli bölsýni og kviða. En þetta eru and- stæður eins og dagur og nótt og á- hrifiná einstaklinginn verða lík á- hrifum ljóss eða dimmu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.