Fálkinn


Fálkinn - 21.02.1931, Blaðsíða 13

Fálkinn - 21.02.1931, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 Smaragðs-dlásnið. Framhald af bls. 7. ur, sagði frúin skjálfandi. En Flor- ence svaraði: — Jeg er ekki viss um, að það dugi til. Ekkert ykkar veit hversvegna Geoffrey lávarður bauð mjer hingað. En það er best að jeg segi frá því. Við hittumst oft í London en síðan hann fluttist hing- að aftur hefir hann verið mjer mjög fráhverfur. Nú er sagt að hann sje í þingum við slúlku á Yorksleikhús- inu.... Stáluð þjer djásninu mínu til þess að kaupa gjafir lianda henni? Ungi maðurinn sneri sjer úl að dyrunum eins og hann ætlaði að fara út, en Goade hljóp i veginn fyr- ir hann. — Því miður get jeg ekki leyft yður að fara út úr stofunni gæslulaust. Þjer hafið játað á yður þjófnað. Ef ungfrú Followay vill reka rjettar síns....— — Beka rjettar síns? át frúin eftir. — Því skyldi jeg ekki gera það, svaraði Florence. Syni yðar hefir farist illa við mig. Hann bar mig á höndum sjer í London, en hjer hefir hann látið sem hann sæi mig ekki. Mjer finst þessvegna eðlilegt að — — Geoffrey lávarður henti henni til hliðar. — Með ykkar leyfi, sagði hann við foreldra sína, —- ætla jeg að tala um þetta mál við ungfrú Followay. Jeg legg við drengskap minn að flýja ekki, sagði hann svo og sneri sjer að Goade. Hann opn- aði dyrnar og þau gengu út saman, Frúin sneri sjer að prestinum. - Kæri dómkirkjuprestur, sagði luin í bænarrómi, — jeg vona að þjer reynið að hafa áhrif á dóttur yðar, sonar míns vegna. Ef Geoffrey hefir á annað borð tekið djásnið, þá hefir hann gert það í gamni. — Hann hefir þó varla veðsett það í gamni, svaraði prestur stutt. Nú kom leiðinleg þögn þangað til lávarðurinn og Florence komu inn. Honum virtist ljettara. ■—- Þetta er alt i lagi, mælti hann við foreldra sína. -— Florence hefir fallist á að lcalla þetta gaman. Hún er fús á að þegja yfir því og í kvöld sendum við út tilkynningu um trúlofun okk- ar. Frúin gaut nistandi augum til, Florence. -— Svo þetta kostar það, sagði hún. En dómkirkjupresturinn rjetti úr sjer og sagði virðulega: — Ef þjer takið þetta svona upp þá. . Geoffrey klappaði föður sínum á öxlina og hann fór að piskra eitt- hvað við hann. Hertoginn kinkaði kolli. — Jeg skal tala við lögfræð- inginn minn á morgun. Þið skuluð fá húsnæði í Westend og fimm þús- und pund á ári. Þeir Faulkener og Goade fóru að tygja sig til burtferðar og hertoga- frúin horfði tortrygnislega á þann síðarnefnda. — Ur þvi að svona fór tel jeg vist, að þjer gerið ekkert frekar i málinu, sagði hún. — Jeg geri það sem ungfrú Foll- oway vill og hún hefir samið frið, svaraði hann. — — — Geoffrey lávarður hoppaði inn í bílinn milli Goade og unnustu sinn- ar. — Þjer ljekuð eins og engill, Goade, sagði lávarðurinn. —■ Eins og þjer væruð frá Scotland Yard. Þjer voruð nærri því búinn að gera út af við foreldra mína. — Þið lijónaleysin ljekuð þó bet- ur, svaraði Goade. — Það var svo, að jeg gleymdi stundum alveg, að þetta var alt undirbúið fyrirfram. ------------------x---- ASKA. Skáldsaga eftir Grazia Deledda. yfir aðra hafin og vildi nú að þessu þjáning- arfulla samtali væri lokið. — Nú er nóg komið, andvarpaði liann og hneig niður i eitt hornið á eldhúsinu og byrgði höfuðið i höndum sjer. Jeg er búinn að segja nei, og þarmeð er málið útkljáð. Nú ætti þó að vera nóg komið, bætti bann við í hálfum hljóðum. En Oli vissi aftur á móti að nú var kom- inn timi til að berjast; bún var ekki iengur hrædd, nú vogaði hún alt. — Hlustaðu á það, sem jeg ætla að segja, mælti bún með auðmjúkri rödd, sem varð þeim mun bljúgari, sem liún talaði lengur, liversvegna viltu eyðileggja alt fyrir sjálfum þjer, sonur minn? Já, hún hafði meira að segja bugrekki til að segja, sonur minn, og bann maldaði ekki í móinn. — Jeg veit .... þú ætlar að giftast stúlku, sem er fögur og rík. Ef hún frjettir, að þú ekki afneitar mjer, liryggbrýtur hún þig. Og það er rjett af henni, rós getur ekki þrifist innan um skarnið. Gerðu það fyrir bana að lofa mjer að fara, þá heldur bún að jeg sje ekki til. Hún er saklaus, hversvegna á hún að þjást? Jeg fer langt í burtu, jeg skifti um nafn, jeg skal bverfa svo að enginn viti bvað af mjer hefir orðið. Það er nógu ilt, sem jeg er búin að gera þjer samt, án þess að hafa ætlað það .... já, án þess að hafa ætlað það sonur minn; víst liefði jeg ekki viljað gera þjer til miska, ó, nei. Hvernig á móðir að vilja barninu sínu ilt? Láttu mig fara leiðar minnar. Hann ætlaði að fara að hrópa upp: „Og þá hefirðu ekki gjört mjer annað cn ilt“, en hann stilti sig. Til hvers var að öskra? Það var heimskulegt og óviðcigandi; nei, bann ætlaði ekki að öskra lengur, bann sat með höfuðið í höndunum og endurtók ákveðið, en með sársauka blandinni rödd, nei, nei, nei. í rauninni fann hann, að Oli hafði rjett fyrir sjer, og skyldi vel að hún vildi fara, til þess að steypa honum ekki i ógæfu; en ein- mitt sú hugsun, að hún á þvi augnabliki væri göfugri og stiltari en hann, gramdist honum og reitti hann til reiði. Hún var algjörlega breytt, augu hennar, sem fengið liöfðu nýjan gljáa horfðu á hann, biðjandi og viðkvæmnisleg þegar hún end- urtók „lof mjer að fara, titraði rödd hennar, og alt andlit hennar bar vott um ólýsanlega sorg. Ef til vill var það ljúfur draumur, sem aldrei fyrri hafði lýst upp hina aumlcvunar- verðu tilveru liennar, sem skaut nú upp í sál hennar; að fá að vera kyr, lifa fyrir hann, og finna loksins frið. En í djúpi hinnar ó- meitluðu sálar hennar, var hvöt til hins góða .... neistinn, sem felur sig í sjálfri tinnunni .... sem hvatti hana til að skeyta ekki um þennan draum. Þorstinn eftir að mega fórna sjer brann í brjósti hennar og það skildi Anania, skildi loksins, að hún á sinn hátt vildi fylla skyldu sina á sama hátt og hann sjálfur vildi gjöra sína. En hann var sterkari, liann vildi og skildi sigra með góðu eða illu, þó hann yrði að beita valdi, með binni nauðsynlegu grimd lækn- isins, þegar hann grípur til hnífsins til að lækna sjúklinginn. Alt í einu fleigði liún sjer á gólfið, fór aft- ur að gráta, bað og sárbændi liann að lofa sjer að fara. Anania svaraði altaf nei. — Ep hvað á jeg að gjöra? kjökraði hún. Nostra signora mia, hvað á jeg svo sem að gjöra? Verð jeg að flýja aftur leynilega vegna þess að það er þjer fyrir bestu? Já, jeg yfir- gef þig, jeg fer leiðar minnar. Þú ert ekki húsbóndi minn. Jeg veit ekki hver þú ert, jeg er frjáls manneskja .. jeg fer . . Hann lyfti upp böfðinu og horfði á hana. Hann var ekki ákafur lengur, en köld augu lians og náfölt andlitið, sem skyndilega hafði elst, vakti ótta hjá þeim, sem hann borfði á. — Heyrðu mig, sagði hann með fastri röddu, nú skulum við hætta að tala um þetta. Alt er klappað og klárt, það er ekkert að tala um framar. Þú hreyfir þig ekki eitt ein- asla skref, án þess jeg viti. Og gáðu að þjer, mundu það sem jeg segi, eins og það væri deyjandi maður, sem væri að tala við þig; þó að jeg fram að þessu hafi borið ærumiss- inn við bið skammarlega framferði þitt, þá er það af því, að jeg hefi ekki getað komið í veg fyrir það og af því, sem jeg vonaði að geta komist einhverntíma svo langt að það væri liægt að binda enda á þessa svívirðu. Hjeðan af er það á annan hátt. Ef þú vogar að hreyfa þig hjeðan, skal jeg elta þig og drepa þig fyrst og sjálfan mig á eftir. Lífið er mjer nú svo lítils virði lijeðan af. Oli horfði hrædd á harin. Á þessari stundu var hann líkur zio Micheli, föður liennar, Lju . eins og hann var útlits þegar liann ók með liana frá varðstofunni .... sama kalda augnatillitið, sama rólega og liræðilega ’and- litið, sama tómlega röddin, sama festa í rómnum. Það var eins og hún hefði sjeð vofu föður síns rísa upp aftur til að refsa dóttur sinni, og hún varð heltekin af skelfingu. Hún mælti ekki orð frá vörum en hnipr- aði sig saman á gólfinu, skjálfandi af hræðslu og örvinglan. Dimm nóttin skall á hinn eyðilega bæ. Anania, sem ekki gat fengið neinn liest til beimfararinnar varð að vera um nóttina í Fonni. Hann átti bágt með að sofa, ástand lians var einna líkast ástandi dauðadæmds manns, fyrstu nóttina eftir að honum hefir verið tilkyntur dómurinn. Oli og ekkjan vöktu lengi við eldinn. Oli fjekk köldukast á undan hitasóttinni, það glamraði i tönnum hennar, hún tók andköf og stundi. Eins og aðra nótt fyrir langa löngu, hvein vindurinn í kofanum, sem liin svarta liempa ræningjans lijelt vörð um föl og kuldaleg eins og vofa, ekkjan spann við gulan bjarmann frá eldinum, i þetta sinn sagði hún þó ekki gestinum sögur um mann sinn og þorði ekki einu sinni að bera fram buggunarorð. Hún reyndi aðeins annað slag- ið að fá Oli til að liátta, en það var árang- urslaust. — Jeg skal fara, ef þú vilt gjöra mjer einn greiða, sagði Oli að lokum. — Komdu með það. — Spurðu liann hvort liann eigi ennþá rezettuna, sem jeg gaf honum daginn sem við flýðum, og biddu hann að lofa mjer að sjá hana. Ekkjan lofaði því, og Oli stóð á fætur; hún skalf frá hvirfli til ilja og geispaði svo það brakaði 1 kjálkunum. Alla nóttina lá liún í óráði. Hún spurði hveð ofan í annað samt um rezettuna og kveink- aði sér eins og barn, svo zia Grathia, sem lá fyrir ofan liana var komin að þvi að fara inn til Anania og spyrjast fyrir um liana. Efi hafði gripið hana, efi um það að Anania væri nú í raun og veru sonur sinn. Nei, liann var altof grinnnur og ómannúð- legur; hún, sem hafði verið fórnardýr allra, gat ekki hugsað sjer að eigin sonur hennar skyldi geta kvalið hana sárar en allir aðrir. í óráðinu sagði hún zia Grathia frá þvi að hún hefði hengt litla pokann um hálsinn á Anania til þess að geta þekt hann aftur. þeg- ar hann væri orðinn fullorðinn og ríkur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.