Fálkinn - 14.03.1931, Side 11
F A L K I N N
11
Yngstu lesendurnir.
Hundrað krónu seðillinn.
Eirikur litli kom hlaupandi heim
úr skólanum. Hann hentist inn í lít-
ið gulkalkaö hús í miðjum bœnum.
„Mamma, mamma“, kallaði hann
og ætlaði varla að ná andanum, svo
mikið var honum niðri fyrir.
„Hugsaðu þjer, allur skólinn fær
að fara til Kaupmannahafnar tólfta
júní. Öll ferðin kostar ekki nema
krónu á mann. Jeg má fara líka —
er það ekki — manuna þú lofar mjer?
Mamma Eiriks stóð og var að
strjúka lín fyrir yfirlögregluþjóninn.
Hún þurfti að vanda sig, því yfir-
löregluþjónnínn var góður viðskifta-
maður, sem notaði marga flibba og
manséttur á ári. Auk þess var yfir-
lögregluþjónninn ríkur maður og
allra besti karl í raun og veru.
Eftir drykklanga stund sneri móð-
irin sjer að Eiriki litla, augu henn-
ar flóðu í tárum. „Mammal", hróp-
aði hann upp yfir sig og flaug í fang
henni, „inamma, ertu lasin?“
„Nei, nei, drengurinn minn, svar-
aði hún og strauk hár lians. „Jeg er
frísk eins og fiskur. Þetta er ekkert.
Nú er jeg aftur glöð, sjáðu! Við höf-
um heldur ekki ástæðu til annars, þó
vegna það komu tár i augun á mjer?“
„Mamma, mig iangar ekkert til
Kaupmannahafnar“ mælti Eirikur og
lagði hendurnar um hálsinn á henni,
jeg vil þúsund sinnum heldur vera
eftir heima hjá þjer“.
„Þakka þjer fyrir Eiríkur minn!
En nú verðurðu að fara aftur í skól-
anii. Við skulum athuga hvað klukk-
an er. Nei, það er ennþá kortjer
þangað til hringt verður inn, þú get-
ur á meðan hlaupið inn til yfir-
lögregluþjónsins með þessar skyrtur,
hann þarf að nota þær i kvöld.
Vertu sæll Eiríkur minn!“
Yfirlögregluþjónninn sat kófsveitt-
ur i viðkunnanlegu stofunni sinni,
ciginlega var hann búinn að ætla
sjer að fá sjer miðdagslúr, en það
var eitt og annað, sem hjeit fyrir
honum vöku. Fyrst og fremst lá slór
hunki af brjefum fyrir framan hann
og svo var það ræða, sem hann ætl-
aði að halda daginn eftir, sein altaf
var í huga hans. Svitadroparnir láku
niður á nefið á honum.
„Dömur mínar og herrar!“ Nei,
það var alt of tilgerðarlegt. „Hátt-
virta samkoma!" .... það var barið.
að pabba þínum væri kipt svona
skyndilega frá okkur. Jeg skai segja
þjer Eiríkur minn, að mjer þætti
vænt um ef þú gætir farið þessa
ferð til Kaupmannahafnar. Við
skulum reyna að útvega krónuna, jeg
held meira að segja að þú eigir
hana til i sparibauknum þínum. Það
sem er Iakara, er að þú þyrftir að
fá nýja húfu. Og það, sein verra er,
þú átt hvorki föt eða skó, sem þú
getur verið i. Það er ekki svo litið,
finst þjer það? En það sem þó er
verst af öllu, er það að buddan henn-
ar mömmu þinnar er alveg galtóm
Eirikur minn góði. Skilurðu nú livers
„Kom inn! nú það ert þú Eiríkur
með þvottinn, settu hann inn í svefn-
herbergi, nei, það er best jeg fari
sjálfur"!
Hann stóð á fætur, greip bögg-
ulinn og fór með hann inn, en kom
strax aftur.
„Þú mátt fara, Eirikur“ sagði hann
þegar hann kom aftur“ jeg íiefi svo
mikið að gera í dag.
Eiríkur var að snúa sjer við, en
í sama bili opnaði Stína, kona yfir-
lögregluþjónsins, dyrnar fram í eld-
húsið og kallaði:
„Bíddu svolítið við! þú verður að
fá kökubita fyrir ómakið! Gerðu svo
vel Eirikur minn. Jeg heyri sagt að
þú ætlir til Kaupmannahafnar með
hinum skólabörnunum. En hvað það
verður skemtilegt".
„Jeg hugsa — að jeg verði eftir
heima —- hjá mömmu“, sagði Eirík-
ur og horfði niður fyrir sig.
Hin góða kona skildi strax hvern-
ig í öllu lá. Hún varð blíðleg á svip-
inn og laut niður að honum.
„Já, gerðu það drengur minn,
gerðu það bara. Mömmu þinni mun
þykja leiðinlegt að sjá af þjer. En
hlauptu nú af stað. Þú þarft náttúr-
lega að flýta þjer í skólann. Vertu
nú sæll!“
Eirikur flýtti sjer af stað, og Stina
settist í hægindastólinn og fór að
vinda upp bandhnykil. Við og við
brosi hún kímnislega i áttina til
manns síns, sem lijelt áfram að þylja
ræðuna. Loksins virtist hann vera
búinn.
„Nú verðurðu að hlusta á mig
kona góð! Heyrðu nú til: Heiðruðuð
áheyrendur! Þar sem nú er. . það
var. . það átti að vera. ... Ó. . . .“
'Yf irlögregluþ j ónninn þagnaði,
roðnaði og liorfði vandræðalegur til
konu sinnar.
„Já, þetta er nú meiri vitleysan,
þú ert góður heimilisfaðir og dug-
legur yfirlögregluþjónn, en þú ert
enginn ræðumaður, karl minn!
Slepptu því alveg að halda tölur,
láttu þá fást við það, sem kunna til
þess! Það er nú mitt ráð“.
„Já, en það er nú heldur aldrei
tími til að setja neitt saman, muldr-
aði yfirlögregluþjónninn. „Fyrst kom
smiðurinn og truflaði mig. Svo kom
Oli Hansson og seinast Sören Mog-
ensen með hundrað krónurnar. —
Hvað — hvað er þetta —- hvað er
orðið af hundraðkrónuselðinum, jeg
lagði hann hjerna á borðið! Siðan
hefir enginn komið hjerna inn, nema
þú og svo jeg! Jú, Eiríkur! það er
satt. Drengurinn hefir stolið hon-
um!“
„Uss, suss, Kristján“, Stína reyndi
að þagga niður í honum. „Drengur,
sem hefir eins falleg augu og hann
Eiríkur, stelur ekki“.
„Augu, augu! hrópaði yfirlögreglu-
þjónninn reiður. „Reiddu þig ekki
á augu! Það þekki jeg hundrað sinn-
um betur en þú, þar sem jeg hefi
verið lögregluþjónn. Hvar er þorp-
arinn! Nú já í skólanum! Jeg verð
að ná í liann áður en hann er bú-
inn með alla penigana“.
„En hugsaðu þjer hvað þú ætlar að
gera!“ sagði Stína alvarleg.
„Gjöra, gjöra! Lögreglan veit altaf
hvað hún er að gera!“ kallaði hann
og þaut út.
Yfirlögregluþjónninn talaði við
kennarann í skólanum.
„Jeg get ómögulega trúað því upp
á þennan ágæta pilt“ sagði kennar-
inn, „en farið þjer heim með hann
og rannsakið þjer málið“.
Þegar heim var komið, settist yf-
irlögregluþjónninn við borðið og dró
Eirík til sin.
„Nú spyr jeg þig — hvað heitirðu
annað en Eiríkur? Gott! Nú spyr jeg
þig Eiríkur Knútur Sveinsson, hvort
þú hafir verið inni í þessu herbergi
fyrir klukkutíma síðan? spurði hann
hátíðlega.
„Já vísl var jeg það!“ svaraði Ei-
rikur undrandi, „þjer vitið vel að
jeg kom. . . .“
„Þegiðu!" hrópaði lögregluþjónn-
inn skipandi „þú svarar ekki öðru
en þvi sem jeg spyr þig um! Segðu
mjer hvað lá á borðinu?
„Á borðinu — það lá víst ekkert
á því. Hafið þjer ef til vill tínt ein-
hverju, sem jeg á að leita að? sagði
Eirikur og horfði hreinskilnislega i
hin ógnandi augu yfirlögregluþjóns-
ins.
„Lá þar ekki — iá þar ekki hundr-
að krónu seðill, sem þú hefir stolið?
svaraðu því drengur!" öskraði yfir-
lögregluþjónninn.
„Kristján, Kristján!“ heyrðist sagt
M á I n i n g a -!
!
vorur
| Veggfóður |
Landsins stœrsta úrval. j
MÁLARINN
Reykjavík.
Miklar birgðir ávalt
fyrirliggjandi af nýtisku
hönskum i
Hanskabúðinni
Austnrstrætl 6
i hægindastólnum.
Eiríkur varð blóðrauður út undir
eyru, nú skildi hann hvað um var
að vera.
„Jeg hefi aldrei sjeð hundrað
krónu seðil“ sagði hann ákveðinn.
„Og nú er jeg alveg viss um að það
lá ekki neitt á borðinu, en aftur á
móti lá samanvöðlaður pappirsmiði
á gólfinu....“
„Já, það veit hamingjan, það sá jeg
lika!“ mælti Stína og reis á fætur.
„Hvaða drasl er þetta, liugsaði jeg
með mjer og ætlaði að kasta því í
eldinn, en þá þurfti jeg einmilt að
fá mjer eitthvað til að vefja bandið
mitt upp á. —■ Kristján! Kristján!
Það getur þó aldrei verið?“
Hú fór að vefja ofan af hnyklinum
með skjálfandi höndum. En hvað hún
flýtti sjer, nú var ekki mikið eftir,
það sást á pappírssnepil.
Yfirlögregluþjónninn greip hann
og sljetti úr honum.
Hundrað krónur.
„Stina! Stína! sagði hann í öngum
sínum.
En Stína skellihló.
„Jú, þú ert sannarlega yfirlög-
regluþjónn, svo um munar, Kristján!
Þú tekur Eirík fastan, sem er sak-
laus, en konan þín, sem er sek fær
að sitja eins og ekkert hefði í skor-
ist í hægindastólnum sínum. En þú
verður að gjalda fyrir þetta. Jeg
dæmi þig til að fara með Eirík inn
í bæ í dag og kaupa ný föt á hann
frá toppi til táar, svo að liann geti
tekið þátt í skólaferðinni til Kaup-
inannahafnar. En það er annars best
að jeg fari með ykkur og sjái um að
] að verði almennilegt efni í þeim.
Þú getur þá um leið gefið ínjer
efni i kjól. Það er líklega það minsta,
sem jeg á skilið i fundarlaún,' af þvi
að jeg fann seðilinn".
„Stina! Stína! Þú ert slungnari en
tíu yfirlögregluþjónar", mælti maður
hennan „En það verður að vera eins
og ]ni vilt“.
----x----
Eitt af arabisku blöðunum i Jerúsa-
lem birtir nýlega frá sagnir ýmsra
um, að þrælahald sje tíðkað í Pale-
stinu og skorar á ensku yfirvöldin
að skerast i leikinn. Segir blaðið, að
það sje altítt, að efnalausir bændur,
sem eigi erfitt með að sjá börnum
sinum farborða, selji (>—8 ára gömul
meybörn til 25 ára fyrir 4—500 krón-
ur. Kaupendurnir lofi þvi, að ambáttir
þessar verði settar i vist á heimilum,
en líklegt sje að annað verra taki við
börnunum. Ennfremur segir blaðið,
að embættisinenirnir sjálfir taki þátt
í þessari verslun, og býðst til að
sanna það.