Fálkinn - 28.03.1931, Side 3
F A L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Frainkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankssíræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
BlaSiS kemur út hvern laugardag.
ÁskriftarverS er kr. 1.70 á mánuSi;
kr. 5.00 á ársfjórSungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð; 20 aura millimeter
Herbertsp.-v t, Bankastræti 3.
Skraddaraþankar.
Fátt er jafn þvælt umtálsefni manna
á meðal eins og dygS og löstur, lielst
þannig aS þetta tvent sje borið sam-
an. Þetta hefir verið tíðnotað yrkis-
efni skáldanna, það liefir verið efni
biljóna af samtölum, það er gert að
undirstöðu lífsins. DygS gegn lest-i
— gott gegn illu.
Og flestir hrósa dygðinni og liall-
mæla löstunum. En þó ekki allir; það
er eins og ýmsum finnist, að dygðin
sje alls ekki hrósverð, lieldur sje hún
eingöngu almennur ásetningur eða
meðfæddur eiginleiki, sem ekki taki
að hrósa neinum fyrir. Hinsvegar sje
losturinn framkominn við þor og
frekju, og þá eru sumir svo gerðir,
að þeir dáðst að manninum í lijarta
sinu, þvi að ýmsir eru svo gerðir, að
þeir líta upp til frekjunnar og láta
sjer finnast til um hana.
Þetta gengur stundum svo langt, að
það er ekki annað sjáanlegt, en að
lögum og þjóðfélagsreglum stafi hætta
af því. Menn veita glæpunum athygli
og undrast fífldirfsku og bíræfni
glæpamannanna og hún er besta efni,
sem blöðin geta fært lesendum sín-
um — á sama tíma og verk, sem
sprottin eru af dygð og manndáð fara
inn um annað eyrað og út um hitt.
Og það hjá fleirum, en ætla mætti.
Þessi æð i mannssálinni, sem tignar
bíræfnina, er víðar heldur en flestir
liyggja, jafn vel lijá þeim, sem þykj-
ast fordæma löstinn á yfirborðinu.
„Fínu þjófarnir“, sem erlendu blöðin
og reyfararnir segja svo oft frá, eru
einskonar þjóðhetjur og fólki þykir
gaman að tala um þá. Þeim finst það
aðdáunarverí hvað þeir eru áræðnir
og leiknir, livernig þeir snúa á þá,
sem eru að eltast við þá, og því um
líkt. Óbreyttur þjófur, sem stelur út úr
neyð nær hinsvegar engu tangar-
haldi á fólkinu, liann þykir leiðin-
legur bófi, sem engin dægrastytting
er að lala um. En þjófurinn, seni stel-
Mr að gamni sínu ár eftir ár og skrif-
ar brjef, sem hann skilur eftir til að
ögra þeim sem hann stal frá — það
er maður með mönnum!
En hyorir eru þjóðfélaginu hættu-
legri? Úr þvi er enginn vandi að
skera. Æfintýraþjófarnir æsa upp i
alnienningi óhlýðnina fyrir lögunum
'— hafa endaskifli á liugtökum manna
uin greinarmun góðs og ills. Hinir eru
aðeins ræflar, sem enginn tekur mark
á eða nennir að tala um.
SKIP í BÁLI.
Myndin sýnir eitt af hiniim
slóru Atlantshafsskipum Breta, sem
nýlega kviknaði í. Bálið var svo
mikið að það varð að sökkva skipi
inu, en áður en það var gert varð
ægileg sprenging i því og flóði
brennandi olía út um alla liöfn, þar
sem skipið lá.
<?
Um víða veröld.
----x----
Konuslægð.
Fyrir skönnnu síðan leigði ungur
og skemtilegur maður herbergi hjá
lconu einni í litlum þýskum bæ. Þótti
konunni þótti mjög mikið varið í
leigjanda sinn. Hann Iifði kyrlátu og
rólegu lífi og þareð hann hafði mjög
gaman af víðvarpi fjekk hann við
og við að koma inh í stofuna henn-
ar og hlusta.
Kveld nokkurt sálu þáu ög hlust-
uðu á söngleik og skemtu sjer vel
bæði tvö. Ungi inaðurinn hafði sjeð
söngleikinn í leikhúsi, og hann lýsti
nú nákvæmlega fyrir húsmóður sinni
öllu fyrirkomulagi leiksins á leik-
sviðinu og konan hafði mjög gam-
an af þvi. '
Þau fóru líka að tala um það hvað
ágætt það væri með víðvarpið, sem
mætti nota til þess að auglýsa eftir
glæpamönnum.
-— En, sagði ungi maðurinn, er í
raun og veru hægt að þekkja fólk
á þeirri lýsingu, sem gefin er af þeim
i víðvarp? Jeg hugsa að jiað sje
mjög erfitt. . . .
Húsmóðirin hjell þvi aftur á móti
fram, að það væri hreint ekki svo
erfitt, lýsingarnar væ'ru svo nákvæm-
ar, að glöggt fólk gæti auðveldlega
þekt þá eftir þeim.
í þögninni milli tveggja þátta las
þulurinn upp tilkynningu frá lög-
reglunni. Það var mjög spennandi
lýsing á æfintýrum ungs inanns
nokkurs, sem ljetist vera hjá líf-
tryggingarfjelagi og hefði hann harr-
að fjölda fólks til að tryggja sig.
Þegar hann væri búinn að dvelja
um tíma á einum stað hy'rfi hann
burtu án þess að nokkur vissi og
byrjaði á sama hátt einhverSstaðar
annarsstaðar.
Og svo las hann upp lýsinguna af
manni þessum!
Þulurinn skýrði nákvæmlega frá
útliti hans, yfirvararskeggi, augtim
og ldæðnaði. Énnfremur tók hann
það •fram að maðurinn væri í brún-
um hnjebuxum, nokkuð óvenjuleg-
um.
— Mynduð þjer geta þekt mann
eftir þessari lýsingu spurði ungi
maðurinn og brá sígarettunni upp
að vörum sjer, um teið og hann
Slrauk bláu fínu fötin sín.
— Já, þvi býst jeg við svaraði
húsmóðirin.
Ungi maðiírinn hló með sjálfum
sjer, því Jiað var hann, sem verið
var að auglýsa eftir. En hann hafði
rakað af sjer yfirvararskeggið, hann
hafði fengið sjer gleraugu og keypt
sjer blá föt. Og nú sat hann hjá
húsmóðurinni, sein ekki Jiekti hann.
Það var ]tví ekkert undarlegt þó
hann brosti með sjálfum sjer.
— Eigum við að búa okkur tit
kal'fi? Væri ekki hressandi að fá sjer
kaffisopa? spurði húsinóðirin.
— Fyrirtak, mælti ungi maðurinn.
Itúsmóðirin fór fram í eldlnisið til
að setja upp kaffivatnið. Iín litlu
seinna kom lnin inn aftur og sagði:
— Því miður er kaffið altsaman
búið. Jeg ætla að fara inn til fjöl-
skyldunnar, sem býr hjerna við hlið-
ina og fá dálitið að Jáni.
Og það gerði hún.
Litlu seinna kom hún inn með
kaffið. En á meðan hún var að
reniia i bolta ungá mannsins var
hringt.
Hún l'ór fram og opnaði og ungi
maðurinn lieyrði hana vera að tala
við tvo karlmenn frammi á gangin-
um. Þeir koma síðan heina leið inn
i stofuna þar, sem ungi maðurinn sat.
— Viljið þjer gera svo vel og koma
fram nieð skjöl yðar um það hvér
þjer eruð, við komum frá lögregl-
unni.
Nú munu margir spyrja tiver.nig
gat konan þekt Jiorparann eftir
þei'rri lýsiiigu; 'séni af lionuin var
gefiíi? Hann hafði rakað skegg sitt,
litað hár sitl og keypt sjer gleraugu.
Hún segir að Jiað hafi verið mjög
auðveli. Jeg Hafði enga ástæðu tit
að gruna þennan unga og almeniii-
lega manií. Hann sýudi jafnan hina
mestu kurleisi í húsi mínu. En lieg-
ar jeg sá, live honum varð uni og
mintist liess, að hafa sjeð hnjebuxUr
alveg eins og þær, sem hann álli
að hafa verið í, í klæðáskápnum
lians, Jiá skildi jeg strax að Jiað var
haiin, sem verið var að auglýsa eftir,
og ljet þyi eins og jeg þýrfti að ná
mjer í kaffi. Jeg' fjekk nágranna
niinn til liess að síma i lögregluna.
Og það besta var að maðurinn lijelt
að haiin væri alveg öruggur Jió jeg
væri alveg viss um að Jiað var hann.
Svoiia slægar eru kónurnar.
Rakt «b kalt veðnr.
orsakar auðveldlega ofkælingu.
Notið því
linunar- og varnarmeðalið
Förmamint
gegn þrota í munni og hálsi.
Það liefir hlolið skrifleg með-
mæli frá yfir 15.000 kunnúni
læknum. Fæst i öílum lyfja-
tíuðum i glösum með 50 og
glerpípuni méð 20 töflum.
Leyft sjúkrasamlagsnieðlim-
um.
óskist frekari upplýsingar, þá út-
fyllið og sendið miðann lil
A/S Wiilfing Co. Köbenhavn, V, .
Sct. Jörgensalle 7. Sími 3061.
Sendið mjer ókeypis og burðar*.,
gjaldsfrítt:
Formamint sýnishorii og bækling:
Nafn ............................
Staða..............................
Heimili .........................