Fálkinn - 28.03.1931, Síða 6
6
F A L K I N N
e
lndreglatro/'*t
Hinn eini ekta
,,VOSS DESINFECTOR“.
Sótthreinsaridi vatn. Dönsk uppgötvun 1907.
Gullmedalía: Kaupmannahöfn 1923 og 1925.
Gullmedalía og' hæstu verðlaun: Khöfn 1925.
Sótthreinsar loftið í svefnherbergjunt og
sjúkrastofum og gefur því ilm, sömuleiðis
í samkvæmissölum, skrifstofum, leikhúsum,
skólum o. s. frv. Sótthreinsar talsímaáhöld,
húsgögn, fatnað. Styrkir hárið og hreinsar
flösu. I baðvatn, fótaböð, gegn fótasvita og
fótasærindum. Eyðir sviða eftir rakstur.
Gegn mýbiti, drepur mel og önnur skorkvik.
Gott við Ozonlampa, eyðir tóbaksreyk.
Fæst alstaðar. Sími Vester 2 x
það sem jeg hefi nú, til þess að
geta gegnt störfunum sómasam-
lega. Jeg fór fram á fjárveitingu
við þingið i fyrra — dálítið stóra
— en henni var ekki sint. Jeg
þykist gera eins vel og liægt er
að húast við, og i einlægni sagt
geri jeg miklu meira en liægt er
að búast við. Hjerna eru margir
rnenn, sem hafa unnið alt að 5
timum að meðaltali á dag kaup-
laust, umfram sína skyldu, að-
eins af því, að jeg liefi beðið þá
um það. Sumir þeirra eru eins
góðir eins og jeg. Hvað á jeg að
gera? Láta mál bíða, þegar jeg
veit, að þeim liggur á. En þetta
verð jeg að gera“.
— Scotland Yard er miðstöð
200 lögreglustöðva víðsvegar um
London, en borgin nær yfir 700
enskra fermílna svæði. Eitt þús-
und símastöðvar hefir lögreglan
til afnota víðsvegar um borgina.
Loftskeytasamband er við flestar
miðstöðvar lögreglunnar víðsveg-
ar um öll hverfi Lundúnaborgar.
Og þegar fram í sækir er það
ætlunin, að þesskonar firðtal-
stöðvar verði um alt ríkið, svo að
liægt verði að ná í afbrotamann,
sem drýgir einhvern þann glæp,
sem hlýtur að komast upp inn-
an stundar, áður en hann er kom-
inn út fyrir landamærin. Og í
sjálfri borginni London er liver
sá vagn, sem sendur er út í er-
indum Scotland Yard búinn við-
tækjum, þannig að liann geti
liagað sjer eftir skipunum stöðv-
arinnar hvenær sem er.------
Scotland Yard þykist gera eins
og hann getur, en eins og áður er
sagt, segist hann mundu gera
meira ef hann hefði meira fje
til umráða. En eigi að síður liefir
fjöldinn gerst til þess nú upp á
síðkastið, að ganga í skrokk á
þessari gömlu, og eflaust heiðar-
legu stofnun, og bera lienni á
brýn, að hún sje ekki vanda sín-
um vaxin. Varð valdandi þessu í
fyrstu morðð á konu einni sak-
lausri, sem lögreglusveitin gat
ekki komist íyrir upptökin að,
en svo bættist það á, að formaður
deildarinnar, Byng lávarður,
hafði verið erlendis meðan á
sakamálsrannsókninni stóð, og
var það notað til árása á liann
persónulega. Og nú er heimtað,
að útlendir menn komi til sög-
unnar og dæmi um hvort starfs-
aðferðir Scotland Yards sjeu
rjettar eða ekki.
Úr annari átt er þessum árás-
um svarað þannig, að ef árásar-
menn treysti sjer til að gera bet-
ur, þá taki þeir við völdunum og
sýni hvað þeir geti. En í sam-
bandi við þetta bendir stjórn lög-
regluliðsins á, að á árinu 1928
liafi verið komist fyrir 18 morð
af þeim 28, sem framin voru í
London það ár. „Geri aðrir bet-
ur“, hugsa þeir. Og þegar þeir
verða fyrir árásum af mönnum,
um sem aldrei hafa við lögreglu-
mál fengist, dettur þeim ósjálf-
rátt í liug, að „hægra sje að kenna
heilræðin en halda þau“. Þyí að
Scotland Yard her enn nafn með
rentu; liann er enn fullkomnasta
lögregluúrval veraldarinnar. Eða
að minsta kosti segja hæði Þjóð-
verjar og Frakkar það, einmitt á
sama tíma, sem Bretar sjálfir eru
að lmýta í sinn eigin Scotland
Yard.
Samkvæmt síðustu skýrslum opin-
berum eru nú 3.509.000 útvarpshlust-
andur i Þýskalandi, —- þrátt fyrir
atvinnuleysið og fjárkreppuna þar i
landi.
----x-----
Fyrir tveim árum skipaði Banda-
rikjaforseti ellefu manna nefnd til
þess að rannsaka og gera tillögur
um bannið í Bandaríkjunum. Átti
nefndin að draga saman í eitt reynslu
þá, sem fengist hafði af kostum og
lóstum laganna, safna allskonar hag-
skýrslum þeiin viðvíkjandi, og því
um líkt. Og nú er nefndaxálitið kom-
ið. Er það 90.000 orð á lengd en nefnd-
arkostnaðurinn hefir orðið 500.000
dollara, eða 5 dollarar og 45 cent á
orðið. En það sem verst þykir um
álitið er, að það er svo loðið, að blöð-
in sem banni fylgja telja það eindreg-
ið með sjer og andbanningar eru í
ekki minni vafa um, að álilið sje ein-
dregið á móti bannlögunum og með
afnámi þeirra. Að því er sjeð verður
hafa sjö nefndarmenn gert að tillögu
sinni að lögin verði endurskoðuð, en
hinir fjórir telja rjett að reyna bann-
lögin nokkur ár enn, í óbreyttri
mynd.
----x——
Eins og kunnugt er liefir Mussolini
varið ógrynnum fjár til þess að leita
að fornmenjum i Ítalíu síðan liann
komsl til valda. Nýlega Iiafa fundist
skamt fyrir sunnan Róm rústir af
lieilli húsaþyrpingu og Iiefir eitt hús-
ið verið afar skrautlegt og stórt, með
flísamyndum í gólfum og höggmynd-
um, marmaraveggjum og súlnaröðum.
Þykir víst að þetta sje sveitabústað-
ur Nerós keisara.
----x----
Páfinn hefir komið sjer upp út-
varpsstöð í Vatikaninu og var liún
vígð 12. febrúar. Hjelt páfinn þá ræðu
á látínu. Frá stöðinni verður útvarp-
að daglega fyrirlestrum kirkjulegs
efnis, svo og sálmasöng.
----x----
Woldemaras, fyrrum einvaldsstjóra
í Letlandi hefir nýlega- verið stefnt
fyrir ríkisrjett; en hann kærður fyr-
ir landráð. Um sama leyti liefir stjórn
in ákveðið, að koma fram breylingu
á stjórnarskránni þess efnis, að for-
setakjör hins núverandi rikisforseta,
Smetona, verði gert gildandi meðan
liann lifir. Misjöfn eru kjörin mann-
anna.
----x----
Ný hraðlest var nýlega tekin til
notkunar á brautinni milli Milano og
Venezia. Á lestin að fara þessa leið
á 2 tímum 35 mínútum, en með því
móti verður meðalhraðinn 105 kíló-
metrar á klukkustund. Suma kaffa
leiðarinnar fer lestin með 140 kiló-
metra hraða á klukkuslund, og er það
mesti járnbrautarliraði í Evrópu.
----x----
Helina Rúminíuprinsessa, sem ekki
vildi taka sáttum við Carol konung,
er nú komin til Parísar og jiaðan berst
nú sú fregn, að hún sje ekki orðin leið
á hjónaböndunum, þrátt fyrir það að
Carol garmurinn reyndist henni illa.
En ætli nú að fara að gifta sig. Og
bóndaefnið er rúmenskur liðsforingi
af lágum stigum. Er sagt að Maria
drotning hafi gert sem hún gat til að
afstýra þessu, en það hafði ekki tek-
ist. nú vantar ekkert nema María
gamla giftist götusópara eða eitthvað
þesskonar.
•——x-----
í nunnuklauslrinu i Cambery dó
nýlega kona, sem einu sinni var á
allra vörum i Evrópu fyrir auðlegð
og fegurð. Hún var dóttir italska for-
sætisráðherrans Merchese Rudini og
giftist miljónamæringnum Carlotti.
D’Annunzio liefir notað hana sein fyr-
irmynd í skáldsögunni „Dama del
Garda“. Ilún gaf 125 miljónir líra til
líknarstarfsemi eftir lát föður síns og
gekk siðan i klauslurreglu karmelíta
og ljet byggja klausiur fyrir þessa
reglu bæði í Ítalíu og Frakklandi.