Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1931, Side 8

Fálkinn - 28.03.1931, Side 8
8 F A L K I N N Það kynni að fara hrollur um suma, þegar þeir líia á myndina hjer að ofan, af skíðamanninum, sem er alstrípaður í snjón- um. En það er engin ástæða til að vorkenna honum, því að loft- ið er svo hlýtt í svissnesku Ölpunum, að honum líður vel í sólbaðinu sínu. Myndin hjer að ofan er af einni höfninni við Eystrasalt. Þar er alt orðið fult af ís, svo að samgöngur mega heita teplar, en reynt er í lengstu lög að láta ísbrjóta halda opnum rennum í ísnum, svo að skipin komist út og inn. En ísþoka hvílir yfir höfninni. í Ástralíu eru margar nvljónir ekra alvaxnar kaktusjurtinni, sem var flutt til álfunnar fyrir nálægl 150 árum frái Suður-Ameríku. Breiddist kaktusinn svo óðfluga út, að menn urðu hræddir um, að hann mundi drepa annan jurtagróður og verða illgresi, sem enginn mannlegur máttur gæti hamlað á móti. Loks komust menn að rann um, hvers- vegna það var sem kaktusinn óx svona ákaft í Ástralíu. Þar vantaði sem sje náttúruafl, sem hjett honum í skefjum í Ameríku. En þar hafði hann ekki vuxið nærri eins hratt. Komust menn að þeirri niðursloðu, að lítil skordýrategund, sem er mjög útbreidd i Suður-Ameríku, væri alls ekki til í Eyjaálfunni og þess- vegna var nú það ráð tekið, að flytja þétta skordýr til Ástralíu og láta það breiðast þar út. Þetta dugði. Þetta örlitla skordýr gat það, sem mennirnir með öllu síiiu hugviti gátu ekki áiorkað, og nú er búið að stemma stigu fyrir útbreiðslu kakt- ussins. Og meira en það. Honum hefir verið útrýmt á stórum land- svæðum, sem nú er unt að taka til annarar ræktunar. En hinsvegar hefir kaktusinn ekki orðið gagns- laus, því að hann hefir hjálpað til að mynda friósamt moldarlag, sem greiðir fyrir annari ræktun.Ámynd- unum hjer til vinstri sjest öðru meg- in kaktus í blóma, áður en skordýr- ið kom til sögunnar, og er hún tekin 1925, en hinumegin sjest sami teig- urinn árið 1930, eftir að skordýrin höfðn unnið verk sitt. Það sem mest setur svipinn á stór- borgirnar um þessar mundir er hið geigvænlega atvinnuleysi, sem nú er að kalla um allan heim en lwergi er eins mikið og í verksmiðjuhjeruð- um og borgum. Alstaðar er reynt að líkna atvinnuleysingjunum, sem líða sult, en hjálpin nær slmmt. Myndin hjer til vinstri er frá Mad- ríd. Er verið að útbýta mat til bág- staddra. Stúlkurnar tvær eru dætur konungsins, Beatrice og Christine.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.