Fálkinn - 28.03.1931, Qupperneq 9
F A L K I N N
9
Hefir dr. Alfred Wegener komist lífs af i haust, er liann fór til
fjelaga sinna Georgi og Sorge? Hefir hann komist til þeirra.
Og hafi hann komist þangað: degja þeir fjelagar ekki úr hungri
og vosbúð í vetur, áður en þeim getur komið hjálp í apríl í
vor frá vesturstöð leiðangursins? Um fátt er nú meira talað
hjer á landi, af erlendum viðburðum og er sú ástœða meðfram
til þessa, að þá tvo íslendinga, sem heim eru komnir úr leið-
angrinum hefir deili talsverl á um þetta mál. Iívað sem öðru
líður verður ekki um það deilt, að þessi för Wegeners inn á
jökulinn sje allmikil liætiuför, ekki síst þegar þess er gætt, að
hún var ekki framkvæmd í þeirri mynd, sem áformað var,
flestir leiðangursmennirnir sneru aftur á miðri leið og hinir
sem áfram hjeldu komust ekki með svo mikinn farangur, sem
þeir höfðu ætlað sjer. Og víst er um það, að dr. Wegener hefir
farið þessa ferð út úr neyð, til þess að flytja þeim, sem bæki-
stöð höfðu lí miðjöklinum vistir og eldsneyti, vegna þess að
hann áleit þá ekki nógu birga til vetursetunnar. En flutningar
lil þeirra höfðu orðið minni en til stóð, vegna þess að mótor-
sleðar þeir, sem nota átti á jöklinum höfðu brugðist algjörlega.
Efst á myndinni sjest tjaldstaður leiðangursins á vesturströnd-
inni en að neðati dr. Wegener og flutningar á íslenskum hest-
um upp á jökul.
Ein fullkomnasta útvarpsstöð, sem reist hefir verið ennþá í
heiminum er nýja útvarpsstöðin við Berlín. Hefir hún kostað
ógrynni fjár, og ber myndin vott um, að svo hljóli að hafa ver-
ið, því að byggingarnar einar eru ekkert smásmíði.
Morðmál eiti hefir vakið afar mikla athygli í Englandi nýlega.
Kaupmaður nokkur, Rouse að nafni hefir verið dæmdúr til
dauða fyrir morð án þess að hann hafi jáiað á sig morðið eða
að sannanir hafi fengist fyrir því að hann hafi drýgt það. Hann
var dæmdur á líkum. Fólk hefir mótmælt þessum dómi svo
éindregið, að liklegt þykir að fullnæging hans verði frestað.
Sýnir myndin hóp fyrir utan rjettarsalinn, en í horninu er
mynd af frú Rouse, sem skrifað hefir manni sínum í fangelsið
og segist trúa á sakleysi hans.
Myndin hjer að ofan er telcin i Berlín um nýjárið, þegar Þjóð-
verjar voru að halda hátíðlegt 60 ára afmæli ríkiseiningarinn-
ar þýsku. Sýnir myndin heiðursfylkingu, sem hefir staðnæmst
fyrir utan þinghús lýðveldisins. Athöfnin var mjög óbrotin og
látlaus, og mundi eflaust hafa verið öðru visi en hún hefði
farið fram í tíð Vilhjálms keisara.