Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1931, Blaðsíða 11

Fálkinn - 28.03.1931, Blaðsíða 11
ÍÁLKINN 11 Yngstu lesendurnir. Til gagns og gamans. Þegar jeg var barn kunnu allir ung- lingar á bænum aö fljetta reipi og bregða linda, ýrnist úr ullarbandi eða hrosshári. En nú er þetta mikið að leggjast niður, en alt er keypt frá út- löndum sem með þarf. Nú ætla jeg að kenna ykkur aðferð til þess að fljetta ljómandi fallegan linda. sömu garntegund, skaltu selja fleiri prjóna eða nagla í tvinnakeflið, þvi að þá verða möskvarnir fleiri í liverri umferð. Vefðu sterkuin pappír utan um blý- ant eða eitthvað þvílíkt og svo skaltu binda pappír utan uni, til þess að halda pappírnum saman. Þú bindur Aðferöin við fljettnnina. Þú tekur finnn títuprjóna og sting- ur þeim í annan endann á tómu tvinnakefli. í stað tituprjóna má, ef betra þykir, nota litla nagla. Það verður að vera jafn langt bil milli allra prjónanna eða naglanna. Svo slingur þú öðrum endanum á þræð- inum, sem þú ætlar að nota (það iná gjarnan vera gróft ullarband) í gegn- um gatið á keflinu, en vindur svo bandinu einu sinni um livern prjón. næst bregður þú þræðinum utan um alla prjónana (sjá mynd 2) og þegar það er búið stingur þú stoppunál frá liægri niður i gegnum lykkjuna, sem þú byrjaðir á, lyftir henni upp og bregður henni yfir framhaldsþráðinn (eða rjettara sagt lykkju á honum og svo upp af hausnum á tituprjón- inum. Svo ferð þú sama liátt að við næstu lykjuna og svona lieldur þú áfram koll af kolli. Á þennan hátt kemur fram garður, alveg eins og við prjón. í fyrstu skaltu gæta að því, að ekki sje of stritt á framhaldsþræðin- um (Þræðinum sem þú notar í prjón- ið). Prjónamöskvarnir lokast þeg- ar þú tekur í þráðinn, sem þú ljest í byrjun ganga niður úr tvinnakeflinu, (X). Eftir þvi sem þú lieklar meira (sjá niynd 3) iengist taumurinn niður úr keflinu og liánn er sterkur. Þú finn- ur það fljótt þegar þú reynir á hann. Gildleikinn á lindanum sem þú heklar með þessu móti, fer eftir því hve fint bandið eða þráðurinn er, sem þú not- ar. En viljir þú fá gildari taum úr utan um áður en þú tekur blýantinn innan úr. Svo klippir þú þríhyrning úr papp- ír, litið eitt stærri en holuna i papp- írsrörinu og beygir hann þannig, að það sje eins og loka fyrir endanum á rörinu. Ef þú nú setur hinn enda rörsins í munninn og dregur andann að þjer, þá lieyrir þú liljóð i henni. Og hljóðið verður mismunandi liátl eftir því livort að rörið er langt eða stutt, gilt eða mjótt. Tai>i>amaðurinn. Hvernig list þjer á þennan kóna? Langar þig ekki til þess, að búa þjer til svona mann? Það er alveg bráð- auðvelt — ekki nokkur vandi. Nú skal jeg sýna þjer livernig þú ferð að því: Fyrst skallu klippa kringlótta biöðku úr pappir; þú markar fyrir með því að strika með blýanti kring- um fimmeyring og klippir svo eftir strikinu. Svo færðu þjer tappa og límir pappa-hringinn ofan á hann og og ofan á pappahringinn límir þú svo lítinn tappa, og þá er hatturinn búinn. Barðið á hattinum skaltu sverta með bleki. Svo klippir þú út flibba úr pappír og festir hann eins AÐ SKERA PRENTMYNDIR skulið þið gjöra og taka þátt í samkepni „Fálkans“. öll áhöld, svo sem: útskurðarhnífár og járn, margar teg- undir, og vaxdúkur (linoleum) fæst í fjölbreyttu úrvali í Gleraugnabúðinni á Laugaveg' 2. og tveim senlimelrum fyrir neðan skygnið á hattinum, þá stingur þú tveimur stuttum títuprjónum i tapp- ann til þess að gera augu, svolítinn pappamiða fyrir nef og setur svo blekstryk til þess að búa til munn. Frakkann litar þú svartan ineð bleki. Setur svo linappa í vestið hans, býrð lil handleggi og fætur úr eldspýtum, sem þú stingur inn í lappann, og loks skerðu svolitla korkplötu til að festa fæturnar á honum í, svo að hann geti staðið. Það er alt og sumt. Lítill gosbrunnur. Þú hálffyllir flösku af vatni og setur svo í hana tappa. Gegnum tapp- aiin setur þú mjóa glerpípu, sem nær nærri þvi niður undir botn. Svo set- ur þú glerpípuna í munninn og blæsl í, en við það vex loftþrýsingurinn í flöskunni. Um leið og þú tekur munn- inn af glerpipunni heldur þú fingur- góminum fyrir opið, svo áð vatnið gjósi eklci út. En undir eins og þú slejipir fingr- inum af kemur vatnið gjósandi upp úr flöskunni, svo lengi sem loft- þrýstingurinn í flöskunni er meiri en þrýstingurinn fyrir utan. Tóta frænku. ■Góður fyrir sinn hatt- Þessi Kinverjastrákur er nýlega búinn að kaupa sjer nýjan liatt. En í Ivína nota allir strákar syona stó.ra hatta, því að sólin er þar svo sterk aö hún brennir fólk í andliti ef ekkert er notað til þess að skýla. Halturinn þessi skýlir bæði andlili og öllum skrokknum, svo að hann þarf ekki að liræðasl sólina, pilturinn sá. ---x---- Miklar birgðir ávalt fyrirliggjandi af nýtísku hönskum í Hanskabúðinni BRÚÐGUMINN sem svaf yfir sig'. Framliald af bls. 7. væri og —- og það var presturinn sem sagði það — að góð samviska væri besta veganestið á lífsleiðinni. Ellen sat undir þessu og horfði á manninn sinn, og liún gladdist yfir þessari fallegu lofræðu um liann, eins og þó að hún hefði verið haldin um hana sjálfa, því að maður og kona eru eitt. En þegar hún heyrði minst á þetta um góðu samviskuna þá sló þvi nið- ur í henni eins og elding, að hann hefði sagst búa yfir einhverju, sem hann hefði leynt hana. Hvað gat það verið? Eitthvað al- varlegt hlaut það að vera úr því að hann hafði ætlað að skrifta fyrir henni sjálfan brúðkaupsdaginn! Veislunni lauk snemma, svo að brúðhjónin gætu komist á burt með lestinni. Þau ætluðu í brúðkaups- ferð suður í Mið-Evrópu. Þegar lestin var komin af stað og þau loksins voru orðin ein og bæði gagntekin af hamingju í innilegum faðmlögum, spurði Ellen: „Við eruin alsæl, AxeJ. En segðu mjer hvað hryggir þig og hverju þú leynir mig“. „Það er ekkert, ástin inin. Jeg leyni ]iig ekki neinu.“ „En hvað var það. Þú sagðist hafa vonda samvisku.“ „Það hefi jeg. Jeg hefi vonda sam- visku fyrir að hafa sagt að jeg hefði samviskubit.“ „Nú skil jeg þig ekki. Það var rjett af þjer að segja, að . . . .“ „Nei, nei, Ellen. Jeg gabbaði þig, alveg eíns og föður þinn.“ „Hefir þú gabbað okkur?“ „Já, þegar jeg var að tala um sam viskubitið. Þvi að orsökin til þess að jeg kom of seint var sú - jeg' má ekki trúa þjer fyrir þvi var sú, að jeg svaf yfir mig.“ Ellen fór að skellihlæja. „Já, hlæðu“, sagði Axel. „Mjer þykir vænt um það. Og mjer, hefði þótt vænt um, þó aðrir hefðu lilegið að mjer líka. Og er hægt annað en að lilæja að manni, sem sefur yfir sig á brúðkaupsdaginn sinn?“ Hún kysti hann til þess að láta i ljósi að liún taíki skýringuna gilda. „En þú mátt engum segja þetta", sagði Axel. „Nei, þetta skal verða fyrsta leyd- iriálið okkar“, svaraði hún og liallaði kinninni upp að vanganum á honum. Efnafræðingur einn i London hefir nýlega verið ráðinn í þjónustu borg- arinnar — til ]iess að smakka á vatni. Ymsum mun finnast þetta versta staða, en efnafræðingurinn lætur vel yfir henni, þó að hann eigi að smakka á þrjú þúsund glösum á dag. Hann er bindindismaður, smakkar ekki tóbak og þorðar ekki krydd í mat, því að það gefur ekki samrýmst stöðunni. -----------------x----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.