Fálkinn - 18.04.1931, Síða 6
6
F A L K I N N
Svona er ösin af fólki, sem leitast við að fú aukastörf hjá kvikmynda-
fjelögunum. Þúsundir m anna eru atvinmtlausir.
leiða myndir handa öllum lieim-
inum, skapaðist hinn mikli kvik-
myndabær Hollywood.
Stofnendur flestra af hinum
stóru kvikmyndafjelögum Ame-
ríku hafa byrjað i smáum stíl
— með nokkur hundruð dollara,
sem þeir keyptu fyrir ljósmynda-
vjel og leiktjöld. Með þessum ó-
nóga útbúnaði tóku þeir fyrstu
myndir sínar. Margir þessara
manna eignuðust hátt upp í mil-
jón dollara áður en þeir vissu
af, en fyrstu miljónina er erfið-
ast að græða. Nú eiga þeir tugi
miljóna, eru forsprakkar einnar
stærstu atvinnugreinar í ríkjun-
um og hafa hundruð þúsunda af
fólki í þjónustu sinni.
Eins og gefur að skilja hafði
fjöldinn allur af þessum mönn-
um, sem græddu á kvikmyndum
í bernsku þeirra enga þekkingu
á listum. Þeir voru aðeins kaup-
sýslumenn. Þeir líta á það eitt
hvort kvikmyndin muni borga
sig en annað ekki.
Yfirleitt er Hollywood enginn
lista- eða menningarbær, cins og
t. d. hinar gömlu borgir Evrópu.
Þar er t. d. ekkert leikhús, sem
sýnt geti leikril eftir Shake-
speare. Ferðaleikfjelög sneiða
jafnan fram hjá Hollywood, því
að þau hafa reynt, að þar er al-
drei hægt að láta leiksýningu
horga sig. Á strætum borgarinn-
ar er krökt af gimsteinasölum
og tískuverslunum, e'n varla
nokkur sæmileg bókabúð. Lista-
Órabelgurinn Harold Liogd er rik-
asti leikarinn í Hollywood. Hann á
12 miljón dollara og grœðir sífelt
meira.
verkaverslun er engin í Holly-
wood en hins vegar afar mikið
af verslunum, sem selja eftirlik-
ingar af fornum munum og þær
græða allar. — Yfir Hollywood
er andrúmsloft andlegrar ar-
móðar, segir þýzki kvikmynda-
fræðingurinn dr. Erwin Debries,
sem nýlega er kominn þaðan.
Hollvwood hefir selt vjela-
menningunni sál sína. Hið sál-
ræna er bannfært þar. Fólkið
heldur dýrar veislur, en um-
ræðuefnið er: laun kvikmyndar-
anna, hneyksissögur og bifreiðar.
Kvikmyndakongarnir og „stjörn-
urnar“ byggja sér dýra, íburðar-
míkla en ósmekklega hústað*,
með skurðum og girðingum í
kring, húsgögnin eru vjeliðnað-
ur og enginn ákveðinn still i fyr-
irrúmi. Á veggjunum eru gljá-
myndir og í bókaskápnum bæk-
ur í dýrindis bindum, sem aldrei
eru opnaðar. Ibúðarhverfin líkj-
ast sumarskemtistöðum með fár-
ánlegum húsum í allskonar líki.
Þar stendur liús i „renaissance“-
stíl við hliðina á hollensku múr-
húsi, mexikonsku sveitabýli, kín-
verskum hreysum eða Tyroler-
bæjum. En skrautbílar þjóta um
malbikuð strætin á fleygiferð.
Fólk græðir ógrynni fjár í
Hollywood. En gamanið stendur
sjaldnast lengi. Og lífið, sem
frægu leikararnir þykjast neydd-
ir til að lifa, er dýrt. Þessvegna
eru fæstir kvikmyndaleikendur
rikir.
Margir heimsfrægir kvik-
myndaleikendur, sem hafa haft
of fjár í tekjur í mörg ár, hafa
staðið eftir tómhentir, þegar æf-
intýrinu var lokið. I fyrsta lagi
er það dýrt að hafa stórt lieimili,
halda veislur, herast á í klæða-
hurði, hafa einkaritara, auglýs-
ingastjóra, umboðsmenn og heil-
an hóp af þjónaliði. Og i öðru
lagi er því eins varið um leikar-
ana og annað fólk sem peninga
hefir í Ameriku. Það getur ekki
'stilt sig um að braska á kaup-
höllunum. Nýlega fór stærsti
bankinn í Hollywood á hausinn
og þá misti fjöldi leikara aleigu
sina.
Arfleiðsluskrá Milton Sills er
áþreifanlegur vottur um, hve
lausir peningarnir eru í liöndum
kvikmyndaleikaranna. Hann
hafði i mörg ár fengið hið hæsta
lcaup sem nokkrum leikara var
borgað. Þó ljet liann ekki eftir
sig nema 100,000 dollara og það
eru smámunir í Ameríku. Og
Wallace Reid, einn vinsælasti
leikari á sinni tíð og dó í hlóma
lifsins, var svo fátækur, að ekkja
hans varð að vinna fyrir sjer
með vjelritun. Charles Ray, sem
var að tapa vinsældum um líkt
leiti og Reid dó, hafði dregið
saman dálitla fúlgu og stofnaði
sjálfur til myndaframleiðslu, en
fólk var orðið leitt á honum og
'hann tapaði öllu sína á tilraun-
inni. Nú stendur þessi maður í
röðunum fyrir framan kvik-
myndahallirnar til þess að hiðja
um smáhlutverk við og við.
Verulega ríkir verða aðeins
framleiðendurnir. En annars eru
miljónamæringarnir í Ameríku
aðallega í. austurrikjunum. Það
er vandi að verða ríkur fyrir
‘vestan Missisippi, segja Ameríku-
menn.
Eini leikarinn, sem græðir
nokkuð í áttina til þess, sem iðju-
höldarnir gera, er Harold Lloyd.
Hann greiðir skatt af 12 miljón
dollara eign. En þar stendur sjer-
staklega á. Lloyd er heppinn í
kauphallarhraski og svo kostar
hann myndir sínar sjálfur og fær
af þeim allan ágóðan. Hús hans
í Hollywood kostaði miljón doll-
ara. Charlie Chaplin er ekki jafn-
Sœnska ieikkonan Greta Garbo.
oki hans, enda hefir liann orðið
fyrir útgjöldum. Þannig varð
hann að borga konu sinni miljón
dollara er húii skildi við hann og
auk þess hálfa miljón í skatta,
sem konan liafði átt að greiða,
en „gleymt“. Hún annaðist nfl.
f járreiður hans. Fátækur er hann
þó ekki. Hann er talinn eiga 6
rniljónir, en lielming þess hefir
hann lagt i myndina ,City Lights1.
Chaplin kostar sínar myndir
sjálfur eins og Lloyd.
Mary Pickford er sú kvik-
myndadís, sem flestir kannast
við í heiminum. Hún hefir sitt
eigið fjelag, en stórgróði liefir
ekki orðið á nema fyrstu mynd-
um hennar. Hún á til 2—3 mil-
jón dollara og er nú að hætta að
leika. Eigi vita menn livað mik-
ið Douglas Fairbanks, maðurinn
hennar á. Hann græddi of fjár
1923—24 en hefir siðan tapað
miklu á hlutakaupum í olíufje-
lögum í Kaliforníu.
Af kvikmyndafólki í Holly-
wood, sem á yfir miljón dollara
má nefna: Norma Talmadge,
Marion Davies, Colleen Moore og
Corinne Griffith. Hátt upp í mil-
jón eiga Norma Shearer, Greta
Garbo og Ricliard Barlhelmess.
Jaekie Coogan var orðinn svo
ríkur þegar hann kom úr barna-
skólanum, að hann hefði getað
lifað á rentunum alla æfi sína.
En svo kemur fjöldinn. Hann
hefir ekki grætt. Hann hefir
þyrpst til Hollywood í von um
gull og græna skóga og ekkert
haft upp úr nema vonbrigðin.
Lögreglan í Monroe í Michigan
gerði nýlega aðsúg að bófaflokki ein-
um og liandtók 50 manns en tók seni
herfang fjölda af vjelbyssum, skannn-
byssum og skotfærum. Ellefu af þess-
uin mönnum hafa gert ýmislegt ilt
af sjer í New York og eru taldir for-
ustumenn í einu versta glæpamanna-
fjelaginu þar. Höfðu þeir aðsetur i
Monroe, til þess að erfiðara væri að
hafa upp á þeim. í Monroe liöfðu þeir
aldrei gert neitt ilt af sjer.
-----x----
Abbadís í klaustri einu í Malines
í Belgíu var nýlega tekin föst fyrir
fjársvik. Hafði henni tekist að sölsa
undir sig um tíu miljón franka
sem alt hafði farið í mishepnuð
gróðabrallsfyrirtæki.
-----x----