Fálkinn


Fálkinn - 18.04.1931, Blaðsíða 7

Fálkinn - 18.04.1931, Blaðsíða 7
7ÁLKINN 7 MÁLAGJÖLD Jeg símaði til Hazen Kincli. „Ætlið þjer í bæinn i dag?“ spurði jeg. „Vitanlega", svaraði hann, stuttur í spuna eins og vant var. „Jeg á erindi í bæinn“. „Þá getið þjer' orðið samferða“, svaraði liann stutt en ekki óvingjarn- lega.“ Jeg var sá eini í margra milna fjarlægð, sem hann hefði gert svona hoð. Meðan jeg klofaði snjóinn í bítandi næðingnum óleiðis til hans, var jeg að brjóta lieilann um, livaða tilgang Guð hefði eiginlega með Hazen Kinch. Hann ótti alla lægstu og ljelegustu eiginleika mannsins — liann var vondur maður og óþjáll, ágjarn og sjergóður, en skorti hvorki dugnað nje þor og hafði því tekist að eign- ast bæði auðæfi og völd, þarna í þessu afskekta bygðarlagi. Enga vini átti hann en marga óvini: jeg var víst eini maðurinn, sem hann sýndi svo mikla velvild, að bjóða að,- aka með sjer til bæjarins. Þegar jeg kom heim til hans stóð hesturinn úti, með aktýgjunum. „Komið þjer inn og fáið eitthvað volgt!“ Jeg fór með honum inn í eld- liúsið. Konan var lítil og veikluleg og liafði beig af honum. Það var al- talað, að Ilazen hefði tekið hana af föður liennar upp í skuld. Þau óttu eitt barn, dreng tveggja óra gamlan, sem sat á gólfinu og var að leika sjer. Jeg gat ekki að því gert, að mjer leist afar illa á snáðann. Það skein grimd út úr litlu brúnu glyrnunum á lion- um. Hann var vanskapaður, annar fót urinn boginn og kreptur. Kerlingarn- ar í nágrenninu sögðu, að hann hefði betur aldrei fæðst. En Hazen Kinch elskaði strákinn. Við drukkum sjóðheita injólk og romm út í og svo gekk Kinch að snáðanum og lyfti honum upp. Hann horfði á hann með ástríku og á- stríðufullu augnaráði. Þegar móðirin færði sig nær þeim hvæsti krakkinn. „Far þú frá“, rumdi í Hazen. Jeg þagði en hann hélt áfram að gæla við krakkann með rámimi rómi. Svo setti hann hann á gólfið og sagði við konuna. „Gættu lians nú vel“. Hún kinkaði kolli. Andlit hennar lýsli kúgun og liarðstjórn og úr flóttalegu bláu augunum skein þján- ing og sorg. Við ókmn inn í hæ. Snjóinn liafði skafið og stórir skaflar lagst þvert yfir veginn. í einum þeirra valt sleð- inn um og við hrutum út úr. Iiest- urinn prjónaði og frísaði, liann hafði orðið hræddur. Við komum sleðanum á rjettan kjöl aftur. Hazen barði klár- inn og svo lijeldum við áfram. Þegar við loks staðnæmdumst fyrir utan skrifstofu Hazens inni í bænum var komin blind liríð. „Við förum lieim klukkan þrjú“, sagði hann. En mjer var ljóst, að það náði ekki nokkurri átt, að fara heim aftur þann daginn. Jeg lauk erindum mínum á skömm- um tíma og svo fór jeg þangað sem liestur Hazens var og fór að skoða hann. Það var stórt blæðandi sár á öðrum framfætinum og jeg sá, að hesturinn var alls ekki brúkunarfær eins og stóð. Rétt fyrir klukkan þrjú kom jeg inn á skrifstofu Hazens. Það var lítil og dinnn kompa með brenn- heitum ofni, einu borði, tveimur stól- um og peningaskáp. Hazen var með hattinn á liöfðinu og fór niður að sima þegar jeg kom inn, en kom aft- ur að vörmu spori, fjúkandi vondur. „Bölvaður snjórinn hefir tengt saman símalínurnar“, sagði hann. „Jeg get ekki náð sambandi heim. Við getum ekki farið í dag. Þjer verð- ið að nó yður i herbergi á gistihúsinu. „Það verðið þjer víst að gera líka“, sagði jeg. „Nei, jeg sef hjerna". Jeg leit i kringum mig. Þarna var enginn legubekkur, hvergi hægt að halla sjer. Hann sá furðusvipinn á mjer. „Jeg liefi legið á gólfinu fyr“, sagði hann. „Þjer munuð hafa ætlað að síma heim, til þess að konan yðar skyldi ekki undrast um ýður“, sagði jeg. „Þvaður! Nei, jeg ætlaði að heyra livernig drengnum liði“. Hann njeri saman lófunum og augu hans tindr- uðu. „Yndislegt barn, yndislegt barn“, tautaði hann. Það lieyrðist stígið þungt fyrir utan og einhver þuklaði ó dyrunum. Hurð- inni var lokið upp og Marshey kom inn. Marshey átti heima í koti ekki Iangt frá bæ Hazens ásamt konu sinni og fimm börnum. Hann þrælkaði og stritaði í sveita síns andlitis til þess að draga fram lífið, en árangurinn var lítlli. Magur var hann og þraut- lúinn, andlitið hrukkótt og augun þreytuleg. „Komdu inn fyrir og lokaðu liurð- inni!“ rumdi í Hazen. „Heldurðu að jeg ætli að liita upp allan bæinn?“ Marshey lokaði liurðinni. „Góðan daginn, lierra Kinch“, mælti hann auðmjúklega. „Hvað var erindið?“ spurði Hazen. „Vextirnir eru fallnir i gjalddaga fyr- ir löngu“. „Jeg veit það, herra Kinch. En jeg get ekki borgað þetta alt“. „Jeg þekki þessi svör. Hvað gel- tirðu borgað mikið?“ „Ellefu dotlara og fimtíu cent“. „En þú verður að borga tuttugu dollara!“ „Jeg skal borga afganginn þegar hænurnar fara að verpa.“ Hazen liló gikkslega. „Ef það væri nokkur eign í kotinu þínu mundi jeg fleygja þjer og hyskinu þinu út i snjó- inn, það máttu hengja þig upp ó“. „Nei, það gerið þjer ekki“, sagði Marshey í bænarróm. „Jeg skal borga“. „Komdu með það sem þú liefir, þorpari!" Hazen barði hnefanum i borðið. „Og afganginn verður þú að horga fyrir mánaðarlokin“. Marsliey þokaðist hægt fram að borðinu. Jeg sá að hann var krók- loppinn af kulda. Hann gat varla náð af sjer vetlingunum, svo þuklaði hann á innvasanum á slitna frakkanum sín- um og tók fram lítinn ljereftspoka. Þegar hann lagði hann á borðið datt eitthvað út úr honum, það leit út eins og samanbrotinn pappírsmiði, en áð- ur en jeg hafði beint athygli Mars- heys að þessu hafði Hazen lagt hönd- ina yfir miðann. Marshey taldi saman 11 dollara og fimtíu cent. Hann fjekk kvittun sína og fór við svo búið. Jeg spurði Hazen: „Hvað var þetta sem hann misti á borðið?“ „Dollars seðill“, svaraði Hazel kátur. „Þjer látið hann víst liafa hann aftur“. Hazel hló. „Það dytti mjer síst í liug. Úr því að hann getur ekki gætt auranna sinna sjálfur verður hann að sæta sig við, að aðrir hirði þá“. „En þetta eru hans peningar! Hann getur kært yður fyrir þjófnað!“ „Það þorir hann ekki. Og svo laug liann að mjer. Hann sagðist aðeins liafa IÍV2 dollar“. Nokkrum augnablikum seinna kom Marshey aftur. Hann rendi þreytu- legum augunum yfir horðið og yfir gólfið. „Jeg liefi tapað dollarsseðli“, sagði hann. „Mjer datt í hug, að hann liefði glatast hjerna". Hazen linyklaði brúnirnar. „Og þú sagðist ekki liafa nema ellefu dollara og fimtíu cent!“ „Jeg átti ekki þennan dollar. Jeg átti að kaupa meðul fyrir hann“. „Þú ætlar þó ekki að fara að þjóf- kenna mig?“ „Nei, það geri jeg ekki“. „Jæja, snautaðu þá út. Dollarinn er ekki hjer“. „Jeg liefi þá týnt honum í snjóinn“, sagði Marshey og fór. Morguninn eftir var liætt að snjóa og við ókum heim. „En hvað jeg hlakka til að sjá snáðann minn“, sagði Hazen. „Yndislegur strákur!“ Hesturinn var haltur enn, en stirð- leikinn hvarf smám saman. Hazen var að tala um strákinn sinn, en jeg sat liljóður. Þegar við vorum komnir að garðshliðinu hjá honum sagði liann: „Littu inn snöggvast og sjáðu strák- inn“. Þegar við konium inn i eldhúsið, sem að vetrarlagi var jafnframt notað fyrir svefnherbergi stóð kona Hazen liægí upp af stól við rúmið. Hún var eins og skuggi af sjálfri sjer, náföl og eins og vofa. „Gott að vera kominn heim aftur“, sagði Hazen. „Hvar er dengsi?“ Hún liorfði á liann og varir lienn- ar bærðust en ekki beyrðist nokkurt liljóð. Hún opnaði munninn og lok- aði honum — loksins gat hún talað. „Drengurinn er dáinn!“ sagði hún. Það var steinhljóð í eldhúsinu. Jeg dróg andann þungt og liorfði á Hazen Kinch. Það var eins og hann liefði allur kiprast saman og væri orðinn langtum minni og eldri. Svo reyndi hann að tala. Jeg veit ekki livað hann hugsaði eða ætlaði að Ilazen greip í bord'ið, svo fast aó' hnúarnir hvítnuöii . . segja — hann spurði bara eins og áður: „Hvar er drengurinn?“ Hún leit á rúmið. Hazen reikaði þangað og jeg með honum. Þar lá veslings auminginn. Konan hafði haft hann í fanginu svo að hann var ekki orðinn kaldur, hún hafði verið með liann í fanginu þangað til við kom- um. Hazen horfði á líkið, liann gerði ekki neina tilraun til að snerta það. Jeg heyrði að hann hvíslaði: „Yndis- legur drengur!“ Svo sneri hann sjer að konunni: „Jeg gerði alt sem jeg gat“, svaraði hún. „Hvernig atvikaðist þetta?“ spurði hann hásum rómi. „Hann var með hósta — jeg vissi að það mundi vera kíghósti. Þú manst að jeg hað þig um daginn að kaupa meðul. En þú sagðir, að það þýddi ekkert. Svo fór jeg til liennar Önnu Marsliey — börnin hennar höfðu kíg- liósta i vetur, en meðulin sem liún hafði fengið, voru búin. Maðurinn hennar ætlaði inn i bæ og hún bað liann um að kaupa meðul, en liún þorði ekki að segja honum, að það væri handa okkur — liann hefði ekki gert það þá, þó liann hefði ált lífið að leysa. Jeg fjekk lienni einn dollar fyrir meðulin. Hann kom heim aftur i blindhríð- iniii í gærkvöldi. Drengurinn var fár- veikur og jeg stóð við gluggann á gægjum eftir að Marshey kæmi. Þeg- ar hann kom hljóp jeg niður á veg- inn til þess að taka á móti meðulun- um. En hann liafði engin meðul. Ann- ars hefðum við getað bjargað lífi barnsins. Hann dó klukkutíma seinna, drengurinn“. Jeg þekti ekki aftur raust Ilazens er liann spurði: „Hversvegna — hversvegna kom liann ekki með meðulin?“ „Marshey hafði týnt peningunum i snjóinn", svaraði konan liægt. „Og hann gat ekki fengið meðulin til láns í lyfjabúðinni“. Hazen greip í borðið svo fast að linúarnir hvítnuðu, hann leit upp. Andlitið var náfölt og augun liorfðu æðisgengin upp i þakið. Svo opnaði hann munninn — og æpti. Þegar jeg kom út úr dyrunum, út í sólskinið sem glampaði á drifhvítum snjónum skyldi jeg til fulls, að rjett- látur Guð er tih. Skygni maðurinn. Mynd þessi er af Þjóðverja að nafni Erik Jan Hanussen. Það var til hans, sem lögreglan sneri sjer til þess að finna Dúseldorf-morðingjann svo- kallaða. Maður þessi er skygn og kvað hafa mjög sjaldgæfa eiginleika. Hefir hann oftar aðstoðað lögregluna við vandasöm glæpamál. ——x------

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.