Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1931, Blaðsíða 2

Fálkinn - 27.06.1931, Blaðsíða 2
------ GAMLA BIO ----------- „Sæ-leðurblakan“ Tal- og hljómmynd í 8 þáttum, tekiu á SuSurhafséyjum. Aðalhlutverk leika: RAQUEL TORRES NILS ASTHER. Gullfalleg mynd og spennandi. Verður sýnd bráðlega. MALTÖL BAJERSKT ÖL PILSNER BEST. ÓDÍRAST. INNLENT. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRlMSSON. Ef þér viljið eignast fallega og jafnframt haldgóða inni- skó, þá er staðurinn til þess að kaupa þá i Bankastræti 5. Lárus G. Lúðvígsson, skóverslun. Hlj ómmyndir. RÖDp Þessi mynd, sem bráðlega AFRÍKU. verður sýnd í Nýja Bió ----——- er einstök í sinni röð. Að vísu hafa menn áður ferðast um mið- hik Afríku og tekið þar kvikmyndir, og má þar sjerstaklega minna á hin- ar frægu kvikmyndir Martin John- sons. En þeir Barnes og Giblin, sem tekið liafa myndina „Rödd Afríku" urðu fyrstir tii þess að taka méð sjer tónmyndaráhöld og er furðulegt hve góðum árangri þeir liafa náð, undir jafn erfiðum aðstæðum.. l}eir lögðu leið sína frá Nigerfljóti austur um Afríku þvera, sem næst miðjarðarbaug, og var það hættuleg ferð en fróðleg. Um 200 innlend'a hurðarmenn urðu þeir að hafa til þess að flytja farangur sinn en bif- reiðar notuðu þeir lika, þar sem þeim varð við komið. Þeir liitta fyr- ir smávaxnasta þjóðflokkinn í lieimi, sem vega aðeins tæp 80 pund að með- altali, Ituri-negrana og aðra negra, sem eru risavaxnir í samanburði við þá. Maður sjer hætti þessara viltu þjóðflokka, og eru þeir býsna ein- kennilegir. En mest er vert, að sjá inyndir þær, er þarna eru af dýralífinu. Og þarna er það meira en níyndin tóm. Maður lieyrir skrjáfið í grasinu þegar ljón- in eru að skríða fram úr fylgsnum sinum, fótatak fílanna og öskur dýr- anna og önnur liljóð, sem þau gefa frá sjer. Þá eru myndirnar af flóð- hestunum alveg ágætar og af gíröff- unum. Það yrði of langt að telja upp allar þær dýrategundir, sem menn kynnast þarna bæði af sjón og heyrn. En það sem mest er um vert, er þetta: hve ferðasöguþráðurinn er vel gerður og skemtilegur. Talið í mynd- inni er eins og fyrirlestur, þar sem áheyrandinn fær ekki aðeins að heyra frásögnina heldur lika að sjá jafnóðum það, sem sagt er frá. Það verður með orðum ekki nær því kom- ist, að fá áð vita það sanna og rjetta, . nema með því að fara ferðina sjálfur. En þessi mynd er meira en venju- leg ferðasaga — eða ferð. Þarna ger- ast svo „spennandi“ hlutir, að þeir gefa ekki neitt eftir jiví, sem mest reynir á taugarnar i venjulegum myndum, og það svo mjög, að mjög var deilt um, hvort sýna bæri þessa mynd, því að sumar sýningar hennar eru svo ægilegar. En hvarvetna sem myndin hefir verið sýnd erlendis hefir lnin vakið feikna athygli og þar hefir mörgum farið svo, að þeir liafa tiorft á hana kvöld eftir kvöld. ----x---- SÆ-LEÐUR- Á eynni Portuga í BLAKAN. — Vestur-Indíuin, skamt —------------ frá Djöflaey gerist mynd sú, er Gamla Bíó sýnir nú á næstunni. íbúarnir lifa á því, að kafa kafa eftir svampi í sjónum, en versti óvinur þeirra er Sæ-leðurMakán, risavaxin skata, sem hvolfir bátum þeirra og jetur mennina. Hinir hálf- viltu eyjaskeggjar Jiafa þá trú, að Sæ-leðurblakan sje send þeim af sjálf- um myrkrahöfðingjanum og hafa sær- ingar í frammi til þess að losna und- an klóm hennar. Helgisiðir þeirra eru einkum hinn svonefndi Woodoo-dans, æðisgenginn villimannadans, sem gerir þátttakentdurna hálfvitlausa. Dóttir Antlone, landstjórans á eyj- unni, lieitir Nina. Hún er hálf lijá- trúarfull af nábýlinu við villimenn- ina, og eftir að bróðir liennar hefir orðið Sæ-leðurblökunni að bráð, strengir hún jiess heit, að eiga engan mann neina þann, sem geti drepið þessa ófreskju. Hún hálfsturlast og fer að taka þátt i villimannadönsun- um og þar nær preslurinn Sims, sem er nýkominn í eyna, í liana og fer að reyna að telja henni liughvarf, en árangurslaust. lin hún iðrast fram- komu sína við prestinn eftir á, og reynir að brúa fjarlægðina, sem á milli þeirra liafði orðið. Eftir að hún liafði lieyrt liann lialda líkræðu yfir tveimur mönnum, sem farist höfðu, er þeir reyndu að granda sæ-leður- hiökunni,, nær hún fundi hans og biður liann fyrirgefningar, en prest- urinn huggar liana og reynir að milda sálarkvöi hennar. En sjájfur er liann líka með sálar- kvöl. Hann er sem sje enginn prest- ur heldur fangi sem strokið hefir frá Djöflaey og lieitir Dennis. Og franska stjórnin liefir lofað þeim 12.000 frönkum, sem nái í liann. Kynblend- ingurinn Juan sjer sjer leik á borði og nær lionum og fer með liann í bát á stað til Djöflaeyjar, en á leiðinni livolfir sæ-leðurblakan bátnum og drepur Juan, en Sims kemst lifs af. Hann afræður að gefa sig sjálfur á vald yfirvöldunum og taka út liegn- ingu sína, en Nina lofar að bíða lians á meðan. Mynd þessi er fekin af Melro- Goldwyn-Mayer undir stjórn Wesley Kuggles og er tónmynd. Aðalhlut- verkið leikur hin ágæta Kacquel Torres en prestinn, leikur Cliarles Bickford. í smærri hlutverkum eru leikendur eins og Nils Asther og George Marion. Myndin er prýðisvel gerð. ----x---- — Hafið þjer landslagsmyndir til sölu, málari? — Ekki i svipinn. En reynið þjer að líta inn til mín eftir klukkutíma. ------ NÝJA BÍO ------------ Rödd Afríku. Stórkostlega fróðleg talmynd, tekin í Mið-Afríku af fullliug- unum BARNES og GIBLYN. Leiðangursmennirnir lögðu leið- ina sem næst miðjarðarbaug og sýna á myndinni slóðir, sem ekk- erl Evrópumannsauga hefir áður litið. Sjáið þessa stórmerku mynd þeg- ar lnin kemur. Soffíubúð : ■ S. Jóhannesdóttir. • : Reykjavík og Isafirði [ : ; eru bestar vefnaðarvöru- og fata- ■ verslanir fslands. Tilbúinn fatnaður : , . | > ínnn sem ytri á konur, karla og börn. Álnavara : ■ ■ bæði til falnaðar og heimilisþarfa : : Prjónavörnr : : Alt með lægsta verði. : j : Vörur sendar gegn postkröfu um • alt land. I ; ; Símar: i Reykjavík 1887 — 2347. : á ísafirði 21 — 42. ■ Hvilíkur munur að reykja cigaretlur með „Ivory munnstykki, það er hrein nautn. — Og svo skemtilegt og þægilegt fyrir varirnar. En „Ivory“ munnstykki eru að- eins á allra fínustu cigaretttum. Hvað heita þær? ,,De Reszke“ vitanlega. Ef inenn væru vanir að reykja „DE RESZKE" mundu þeir ekki ekki líta við öðrum cigarettum, sem eru seldar hjer með sama verði. Svo geysimikill er munur- inn á útliti og gæðum. 20 stk. 1 kr. Virginia, hvítir pakkar Turkis, gulir pakkar 20 stk. 125. Fást allstaðar. Hcildsölubirgðir hjá Mapiisi Hjaran

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.