Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1931, Blaðsíða 14

Fálkinn - 27.06.1931, Blaðsíða 14
14 F A L K I N N Horfna miljónin. Skáldsaga eftir Edgar Wallace. 'skjóta mig? Og svo var það líka Miller. HvaSa hlut átti Miller að málínu og hver var skýringin á brjefinu, sem liafði knúð liann til sjálfs- morðs? Kupie gerði ekkert tilgangslaust. Bak við meinleysislegustu gerðir hans var til- gangur og hrjefið til Millers var meira en almenn fjárþvingunarhótun. Hann sat og hugsaði þegar barið var að dyrum og lögregluaðstoðarmaður kom inn; Jimmy leit upp og sá að það var yfirljós- myndarinn á aðalstöðinni. „Jeg hefi ljós- myndað þessa öskju, fulltrúi“, sagði liann. „Viljið þjer ekki líta á myndina?“ „Líta á myndina?“ át Jimmy eftir; hann hafði alveg gleymt því, sem um var að ræða. „Nú, þjer meinið öskuna, sem var i skrif- horðsskúffu Waltons? Var nokkuð á þyí að græða?“ Maðurinn kinkaði kolli. „Aðeins á einum sneplinum", sagði hann og lagði stóra mynd fyrir framan liann. „Orðin eru dauf, en það er hægt að lesa þau. Þetta virðist vera hjú- skaparvottorð, herra fulltrúi“. Jimmy las og tók öndina á lofti. Nafn hrúðgumans á hjúskaparvottorðinu var Rex Hubert Walton; nafn brúðurinnar vantaði. En dagsetningin var eftirtektarverð. Hún var 13. maí. Þetta þurfti engrar skýringar við: þegar Rex Walton kom á Portland Place til þess að láta gifta sig, var liann þegar giftur — daginn áður! Jimmy þaut eins og örskot út á skrásetn- ingarstofuna með ljósmyndina í vasanum, til þess að leita þess, sem hann vantaði. Hon- um gekk vel að finna það sem hann leitaði að: innritunina á giftingu Rex Waltons og stúlku sem lijet „May Liddiart“. Heimilis- fang hennar var á Grand Central Hotel og þau liöfðu verið gefin saman í Chelsea. Hann hripaði lijá sjer skrásetninguna á þessu merkilega hrúðkaupi og ók út á skrifstof- una í Clielsea, en hitti þá svo á, að maður- inn sem hafði gefið þau Walton saman, var kominn i sumarfrí. Aðstoðarmaður, sem liafði verið viðstaddur gat þó gefið honum góða lýsingu á Rex. „Hvernig leit stúlkan út?“ spurði Jimmy. Aðstoðarmaðirrinn hristi höfuðið. „Það get jeg því miður ekki sagt yður. Hún var svartklædd og með þykka slæðu fyrir and- litinu. Og sjálfa vígsluna voru ekki við- staddir aðrir en bifreiðastjórarnir tveir, sem voru vottar“. Jim fjekk nöfn og lieimilisfang beggja bílstjóranna og gat yfirheyrt þá báða sam- dægurs, en hvorugur þeirra gat gefið upp- lýsingar um, hver May Liddiart væri. Rex hefði tekið annan vagninn á götunni, en hinn hafði kona með slæðu fyrir andlit- inu tekið á einni biðstöðinni. „Mjer mundi vera ómögulegt að þekkja hana, því að jafnvel meðan á sjálfri vigslunni stóð lyfti hún ekki slæðunni frá andlitinu nema sem snöggvast einu sinni, og jeg stóð bak við hana“, sagði sá maðurinn sem orðfleiri var. „Hvar voruð þjer þegar liún tók bifreið- ina?“ „Á Haymarket. Hún kom þangað akandi í öðrum bíl, jeg sá hana stíga út. Sá bíll hjelt áfram en liún kom gangandi á biðstöðina og bað mig um að aka á hjúskaparskrifstof- una í Chelsea". Jimmy hjelt til baka á skrifstofu sina, gjörsamlega ringlaður. Yið þessa uppgötv- un liöfðu allar skoðanir hans á Rex Walton kollvarpast. Rex var heiðarlegasti maður á jarðriki, og þó hafði hann gifst annari stúlku daginn áður en hann átti að giftast Dóru Coleman! Var þetta ástæðan til þess að hann livarf? I þessum vandræðum sínum fór hann inn til Bill Dicker og lagði fyrir hann gögnin í málinu og sá mikli maður lilustaði á og tottaði pípu sina í ákafa. „Heldurðu ekki að þetta hafi verið einhver, sem hafi látist vera Walton?“ spurði liann. „Mjer hefir dottið þetta i liug, en lýs- ingin sem aðstoðarmaðurinn á hjúskapar- skrifstofunni og hílstjórarnir gáfu af Rex, svo greinileg, að á henni verður ekki vilst“. Bill Dicker barði öskuna úr pípunni og tróð svo tóbaki í hana aftur. „Þetta er á- kaflega undarlegt, alt sainan. Jeg hefi ver- ið að tala við Casey til þess að reyna að veiða upp úr honum hversvegna liann ætl- aði að drepa þig. Það var ólikt Casey, því að liann er mesti einfeldningur og jeg er liárviss um, að hann liefði aldrei tekið upp á þessu af sjálfsdáðum. Ilann var með alls- konar vífilengjur en loks meðgekk hann, að það hefði verið komið með þig sofandi um miðnætti bakdyramegin inn i liúsið og þú lagður þar upp i rúm, — en það er ó- mögulegt að veiða upp úr lionum, hver upptökin átti að þessu. Svo að það er eng- inn efi á, að Kupie er höfuðpaurinn í þessu, þvi annars er Casey fæddur kjaftaskúmur og reiðubúinn til þess að framselja móður sína, ef liann liefði dálítið upp úr því; en Kupie hefir harðan aga á sínu fólki, svo að það þorir ekki að kjafta frá. Vitanlega lief- ir þetta fært okkur einu skrefi nær Parker. Parker gaf þjer svefnlyfið; Parker skilaði hrjefinu, sem var þess valdandi að þú fórst á Portland Place; Parker livarf undir eins og hann þóttist liafa komið þjer fyrir katt- arnef. Þessvegna getum við sagt til bráða- birgða, að Parlcer og Kupie sje sama per- sónan. Lestu þetta — það er ekki skemti- legt“. Hann rjetti Jimmy lieilan lilaða af *v/yiA S MJÖRLÍKi inn á hvert heimili. Vikuritið kemur út einu sinni í viku, 32 bls. i senn. — Verð 35 aurar. Flytur spennandi framhalds- sögur eftir þekta höfunda. Tekið á móti áskriftim á afgr. Morgunblaðsins. Sími 500. 10 hcfti útkomin. Stórfeld Wienar-nýung: Hárliðunaroreiðan Heimseinkaleyfi, verndað í öllum menningarlöndum. Með almennri greiðu hárliðunargreiðunnar „VIENA“. Þessi greiða liðar og viðheldur lið- un hárs yðar, ef þjer aðeins notið hana daglega. Þjer fáið indæla hár- liðun þegar við fyrstu notkun. A- byrgjumst góðan árangur og holl á- hrif. Höfum hundruð þakkarbrjefa frá ánægðum notendum, meðal ann- ars frægum kvikmyndaleikkonum. i,Viena“-greiðan er ómissandi öllum konum og körlum, sem vilja láta hár- ið fara vel. Verð d. kr. 2.50 að við- bættu burðargjaldi, 2 stk. burðar- gjaldsfrítt. Send gegn póstkröfu.. .. Notkunarfyrirsögn fylgir. Wiener Kosmetisk Industri Skandinavisk Depot Köbmagergade 46 Köbenhavn K. MESTI í Arkansas er nýlega MATMAÐUR dáinn negri, sem hjet í HEIMI John Horton og talinn ----------- var mesti matmaður veraldarinnar. Frá þvi að hann var tvítugur lifði hann á því að ferðast milli fjölleikahúsanna og sýna opin- berlega hvað hann gæti jetið mikið. Og hann lifði á þessu til dauðadags og þreyttist ekki á. Aðeins einu sinni varð hann að láta í litla pokann. Hann liafði sem sje verið beðinn um að jeta eins mikið og hann gæti af sementi, en kom ekki niður nema tveimur skeiðum. Annars át hann alt, sem tönn á festi. Aðal sýningaratriði hans var að jeta tólf citrónur með hýði og öllu saman, 100 kjötbollur, 120 egg, 100 pund af eplum, 20 kíló af melónum og með þessu drakk hann 96 flöskur af sódavatni. Einu sinni vann hann veðmál um nokkur þúsund dollara, með því að jeta 60 egg, með skurninu. Herbertsprent er allrabest F. A. Thiele Bankastræti 4 er elsta og þektasta . gleraugnasjer- . vcrslun á Norð- urlöndum. Þar fæst ókeypis gleraugnamátun. Hin þektu Zeiss-gler af öllum gerðum. Odýr, sterk og góð gler- augu. Skrifið eða komið til okkar. Afköst yðar geta aukíst um 23 % Enskir læknar sem liafa rannsakað þreytuna, staðhæfa að orkumagn mannsins aukist um 23% við notkun Sanatogens. Danskir læknar. hafa staðfest með sjerstökum um- mælum, að líkami og sál styrkist við notkun Sanatogens. Læknar um allan heim hafa með yfir 24.000 meðmælum kveðið upp lofsamlegan dóm yfir Þjer ættuð sjálfur að nota yður \ þessa staðreynd og endurnýja \ hina eyddu orkn og taugakraft \ meö Sanatogen! Þjer afkastið \ meiru og gefið sályðarnýjanmátl \ Fæst í öllum lyfjabúðum. Oskist frekari upplýsingar þáfyll- i ið út miðann og sendið til A/S J Wiilfing Co., Sct. Jörgensalle 7, J Köbenhavn V. J Sendið mjer ókeypis og burðar- ■ gjaldsfritt: Sanatogen sýnishorn og bækling. ■ Nafn ............................■ Staða....................... 5 Heimili....................... ■ er viðlesnasta blaðið. er besta heimilisblaðið. Fálkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.