Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1931, Blaðsíða 9

Fálkinn - 27.06.1931, Blaðsíða 9
F Á L K I N N Evrópu flestum stundum, og aldrei orðið neitt að. Og i byrjun næsta mánaðar er gert ráð fyrir að skipið komi lil Reykjavíkur ef næg þáttaka farþega fæst og ef nógu margir vilja senda brjef með loftskipinu. Því nú tekur það pósi, bæði til Reykjavíkur og frá og þó að burðargjaldið sje nokkrum sinnum lxærra en það venjulega, mái búast við að margir vilji nota sjer tækifærið, vegna frímerkjanna. Umstögin af brjefum, sem send eru með Zepþelin-skipinu þessa ferð, komast nefnilega áreiðanlega i mjög hádl verð vegna þess hve sjaldgæf þau eru, og ekki er hvað síst áistæða til að ætla að svo verði með íslensku frímerkin, sem fyrirfram eru sjaldgæfari en flestra þjóða frímerki. — Myndin að ofan I. v. er af dr. Eckener og Lehmann skipstjóra, en t. h. af Sir Hubertus Wilkins og þar bak við mynd af leiðinni sem hann ætlar að fara. Myndin að neðan t. v. er af „Graf Zeppelin“ er hann flaug nýlega yfir ráðhúsið í Kaupmannahöfn. En að neðan til hægri sjest kafbáturinn „Naulilus“. Sennilegast er að hann komist aldrei iil norðurheimskautsins, því að báðar hreyfi- vjelarnar biluðu á leiðinni yfir Atlantshaf og var báturinn nauðulega staddur, svo að skip urðu að koma honum til hjálpar og draga hann. Wilkins kennir því um að yfirbygging bátsins sje svo mikil, að hann eigi erfitl með að sigla um rúmsjó, ef storma gerir, og áður en hann fór frá New York Ijet hann svo ummælt, að leiðin austur yfir Atlantshaf mundi verða erfiðasti áfanginn í ferðalaginu. En báturinn hefir margsýnt, að hann er svo ótraustur, að það má heita óðs manns æði að leggja honum í ferðalag undir heimskaulaísana. Um fált hefir verið meira lalað í vor, en hina fyrirhuguðu för kafbátsins „Nautilus“ neðansjávar norður að heimskauti. Hinsvegar er mimui um það talað, að „Graf Zeppelin“ ætli til heimskautsins um sama leyli og jafnvel hitta Wilkins þar. Því að svo mörg frækileg ferðalög á „Graf Zepp“ nú að baki sjer, til dæmis kringum jörðina og margsinnis yfir Atlantshaf, að fæstum dellur annað í hug, en það sje honum barnaleikur að komast á heimskautið. En kafbátsförinni hafa menn minni trú á, enda blæs ekki byrlega fyrir henni. Bátnum hleklist á er hann var á leiðinni austur yfir Atlantshaf og varð að draga hann til London. Er mjög óvíst að leiðangursmenn hafi hug til að leggja upp á honum í hina miklu hættuför, efiir skakkaföllin, sem hann hefir þegar orðið fyrir. Og í öðru lagi er ekki ialið viðlit að leggja í ferðina seinna en 10. júlí en menn efast stórlega um, að káfbáturinn verði ferðbúinn frá Spitzbergen svo snemma. Er þá i ráði að reyna bátinn í stuttar ferðir undir ísbrúnina fyrir norðan Svalbarða. „Graf Zeppelin" hefir i sumar verið í skemtiferðum um

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.