Fálkinn


Fálkinn - 27.06.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 27.06.1931, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Ant o n S ch j ö t h s g a d e 14. Blaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórSungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Benjamín Frankín sagSi aS þaS væri ekki betra aS flytja þrisvar sinnum en verSa fyrir húsbruna einu sinni. Hann áleit, aS við flutn- ingana ónýttist svo mikiS af búslóS- inni, aS þegar þaS væri lagt sainan þrisvar sinnum, yrSi það ekki minna en hitt, sem forgörðum færi við húsbrunann. ÞaS má vera aS þetta þyki orSum aukið, þegar litiS er á búslóSina eina, en i yfirgripsmeiri merkingu er þaS hreinn sannleikur. ViS þekkjum mennina, sem altaf eru aS flytja. Bóndann, sem ekki eirir á jörSinni sinni og flytur á aSra og þaSan á enn aSra. Hversu mikiS af lifsþreki hans fer ekki for- görSum viS þessa flutninga. Hann hefir þó altaf unniS eitthvaS þaS á jörSinni sem hann skildi viS, sem ekki verður flutt l'ardagaflutningi á nýja staðinn. Svö byrjar hann frá grunni á næsta staS og hyggur gott til, þangaS til hann fer aS kynnast jörSinni betur, þá koma í ljós gallar, sem ómögulegt var aS kynnast nema meS langri viSkynningu, og hann fer að hugsa um nýja jörS. Frá sálrænni hliS verður sami- leikur þessarar kenningar Franklins ekki minni. Sá sem stefnir aS á- kveSnu marki flytur ekki. Hann lief- ir sett sjer lög og breytir eftir þeim lögum. Hann er kyr og hugsjón hans sú sama. En sá sem vill hafa mörg járn í eldinum, og helst sinn daginn hýert, meS öðruin orSum hringland- inn, hann er áltaf að flytja. Hann kemur engu í framkvæmd, hann er i'ótlaus og stýrislaus og villist sitt á hvað. Ilann kemst aldrei í áfanga- staðinn. En er þá altaf rangt aS flytja? ÞaS er aS vísu svo, aS náttúran segir og sannar, aS því meiri sem róin sje, því meiri þroskinn og vöxlurinn. Vaxið trje, sem flult er úr staS hætt- ii' ofi að þróast á nýja staSnum. En reglurnar hafa undantekningar. ÞaS er rangt að vera þar, sem maSur finnur sig ekki heima. ÞaS er eðlis- hvötin, sem á aS ráða þegar svona her undir, og sá er gæfusamur, sem þroskar eðlishvöt sína og lætur hana i’áða sjer heilt. En eSIishvötin' qg {hugboSiS lifir við illan kost nú á tímum, þegar alt er aS kafna í kenh- ingum, reglum og boðorðum, dg menn eru farnir að gleyma að eSIis- hvötin sje til, heldur skima jafnah eftir hvaS aðrir geri eða þessi segi ,í þessu tilfellinu. Þetta er hættuleg aðferð, því að þó tvö tilfelli sjeu alveg eins, eru þó mennirnir aldrei uins, sem að þeim standa. Kosningagetraun Fálkans. Um fimm hundruð svör bárust. — Aðeins tvö rjett. Björn Konráðsson á Vífilsstöðum fjekk aðalverðiaunin „Islendingar i Danmðrkn“ IJr. Jón Hedgason: JSLEND- INGAR í DANMÖRKU, fyr og síðar. Með l':H mannamynd- um. íslandsdeild Dansk-ísl. fjelagsins gaf út. — Reýkjavík 1931. --- Herbertsprent. íslendingar í Ðanmörku! Mönnum dettur ef til vill i hug, er þeir lesa heiti bókarinnar, að hún segi frá veru íslendinga í Danmörku alment og leitist ViS að sýna áhrif útfluttn- ingsins þangaS á danskt þjóðerni eða áhrif sem þaðan sjeu komin út hingaS, frá þeim, sem dvalið hafa langvistúm þar. En svo er ekki. Efni bólcarinnar er svó „persónúlegt", sem frekast má verða, þvi aS hjer er um að ræða æfiágrip þeirra manna og kvenna, sem flust hafa hjeðan af landi til Danmerkur og ílenst þar, ásamt niðjatali þeirra, eftir því sem frekast hafa náðst upplýsingar um. ViS samningu bókar sem þessarar var um tvær leiðir að velja: Önnur var sú að gera bókina að einskonar „lexikoni“, en með því móti, hefði ekki orðið um neinn ættþráð a'ð ræða. Höfundur hefir valið hinn kostinn, að rekja á sama stað niðja þess manns, sem fyrstur gerðist bú- settur i Danmörku og skiftir útflytj- endunum í níu flokka, eftir lifsstöðu þeirra, en tíunda flokkinn skipa konur þær islenskar, sem hafa flust hjeðan og sest að í Danmörku. Viti menn urn ættföSurinn og hvað hann stundaði, er auðgert að finna hann í bókinni. En þó að menn viti ekki nema nafniS eitt á þeim, sem þeir leita að, þá er það auðfundið,. jiví að fullkomin nafnaskrá fylgir bók- inni, og er með þessu sjeð fyrir kostum þeim, sem „lexikonið“ veitir. En einmitt við lestur þessarar bókar verða manni ljós þau hlunn- indi, sem samfara eru því, að lesa um ættbálk í samhengi, í stað þess að lesa nöfn í stafrófsröð, með þurr- iim upplýsingum aftan við; teknum í sömu röð og án allrar frásagnar. Enginn tekur alfræðisorðabók og les hana í beinu áframhaldi og ekki heldur ættarregistur. En bók dr. Jóns Helgasonar biskups er hvort- tveggja i senn, fræðibók og skemti- leg bók, sem þeir, er hafa snefil af viðleitni til þess að kynnast ættum, lesa með áhuga. Frásögnin er lif- andi og lipur, ártalaupptalningar svo litlar sem komist verður af með, en í stað þess uplýsingar, sem í fá- um orSum geta lýst manninum, er i hlut á, betur en Jangar lýsingar. Mannlýsingar í venjulegri merkingu þess orðs, eru nauða fáar í bókinni, en hinsvegár oft sagt frá atvikum, sem i einni línu lýsa manninum bet- ur, en hægt liefði orðið ella, i löngu ináli. Eigi gefur það síst bókinni gildi, auk hins almenna og ættfræðislega, að þar má fá vitneskjú um ýmsa þjóðkunna menn, sem menn þekkja nafn á og deili að nokkru, en vita annars nauðá lítið um. HvaS margir þekkja lil uppruna Þórmóðs Torfa- sonar, hins fræga sagnfræðings, Jóns Eiríkssonar, Skúla Thoj-lacius og fleiri slíkra manna, eða til af- komenda þeirra? Og hvað niargir vita um, að fjöldi danskra inanna, sem þeir sjá oft getið, eru afkom- endur islenskra forfeðra? Bókin leys- ir úr flestuin slíkra spurninga og gefur ávált eitthvað í ofanálag við það, sem menn gátu gert sjer vonir um að finna. Höfundurinn hefir áður sýnt það í mörgu, að honum er manna best lagið, að segja svo frá, að menn hlýði á sjer til ununar. Flestir munu hafa kynst þeirri gáfu hans af bók- inni „Þegar Reykjayík var 14 yetra“, sem lcoin út fyrir allmörgum árum, þvi að þótt sömu hæfileika gæti i kirkjusögum höfundarins, þá eru þeir Á þriðjudaginn var voru opnuð svör lesenda Fálkans við kosn- ingagetrauninni i 23. blaði. Hafði ritstjórnin fengið aðstoð eins manns úr hverjum stjórnmála- flokki, þeirra er frambjóðendur liöfðu í kjöri við kosningamar 12. júní, þeirra Gísla Guðmunds- sonar ritstjóra, Gísla Indriðason- ar blaðamanns, Sigurðar Krist- jánssonar ritstjóra og Vilhjálms S. Villijábnssonar blaðamanns og mynduðu þeir „kjörstjórn“ á- sgmt einum manni frá Fálkan- um. Alls höfðu borist 473 brjef á tilsettum tima, en i sumum brjef- unum voru fleiri ráðningar en ein, svo að alls voru ráðningarn- ar um 500. Úr öllum þessum ráðningum voru teknar frá þær sem höfðu 34 þingmenn rjetta eða þar yfir. En brátt kom það í ljós, að svo mörgum hafði skeik að um aðeins einn mann, að þeir sem böfðu getið upp á tveim skökkum, gátu ekki komið til mála við úthlutun verðlaunanna. Tvö svörin voru alveg rjett. Annað var frá Birni Konráðssyni á Vifilsstöðum en hitt frá Hann- esi Jónssyni á Undirfelli. Var dregið um hvor þeirra skildi hljóta aðalverðlaunin og hvor 1. aukaverðlaun. Úrslitin urðu þau, að . Aðalverðlaunin, allar íslend- ingasögurnar í bandi ásamt Edd- um og Sturlungu fjekk Björn Konráðsson á Vífilsst. en 1. aukaverðlaun, ljóðmæli Jóns Thoroddsen i chagrinbandi fjekk miklu færri, sem þær hafa lesið. í þessari nýju bók hefir höfundur unnið það þrekvirki, að gera ætt- fræði skemtilega aflestrar, jafnvel þeim, sem hafa andúð á slíkum fræðum. En lesandinn undrast eitt. Og það er það, hvernig höfundurinn hefir getað annað þessu verki. Því það er mikið. Að semja úr engu, „skapa“ bók þessarar tegundar, er ekkert áhlaupaverk, jafnvel þótt höfundur- inn héfði engu öðru að sinna. Nú er það vitanlegt, að samning bókar- innar getur ekki hafa verið nema tóm- stundaverk. En hinsvegar er það kunnugt af eldri ritum biskupsins, að hann hlýtur að vera mjög hneigð- ur fyrir ættsögu, og að hann vinnur ekki verk sem þetta á skamri stundu. Líklegt er að bókin „íslendingar i Danmörku sje árangur af margra áratuga starfsemi manns, sem átti víða áhugamál, en gleymdi þó aldrei hinu minna fyrir hinu meira. Höfundurinn getur þess, i formála bókarinnar, að mikið bresti á, að „hægt sje að rekja spor nema lítils hluta þeirra allra, er þar (þ. e. i Danmörku) báru beinin“. Og vitan- lega verður ekki til þess ætlast i svona bók, að efnið sje tæmt í botn, því að fjöldi íslenskra karla og kvenna hefir fyr og síðar flust til Danmerkur og horfið þar meðal fjöldans áður en varði. En það má Hannes Jónsson á UndirfeUi. Fjórtán keppendur höfu getið upp á 35 rjettum þingmönnum og voru þessi nöfn dregin út og hreptu 2.—5. aukaverðlaun. 2. áukaverðlaun, bækurnar Skúli landfógeti og Dagrenning eftir Jón Aðils prófessor, báðar í bandi fjekk Loflur Árnason, Frakkastíg 7. 3. aukaverðlaun, „Maður og kona“ eftir Jón Thoroddsen fjekk Jónas Kristjánsson, Póshólf 447, Reykjavík. 4. aukaverðlaun, ljóðmæli Steingríms Thorsteinsson fjekk Jón Kristmundsson, Sjúkrahús- inu á ísafirði og 5. aukaverðlaun, ljóðmæli Jóns Þorlákssonar fjekk Eysteinn Jónsson skattstjóri, Ásvallargötu 5. 25 keppendur liöfðu getið upp á 34 rjettum þingmönnum og fjöldinn allur upp á 33 rjettum Flestum þeirra 14, sem gátu upp á 35 rjettum skeikaði á Hafnar- f j arðarþingmanninum. Fálkinn óskar vinnendunum til hamingju og biður Björn á Vif- ilsstöðum og innanbæjarmenn, sem unnu, að vitja verðlauna sinna á afgreiðslu Fálkans, Bankastræti 3. Hin verðlaunin verða send i pósti. Þá þakkar hann öllum hinum mörgu kepp- endum fyrir þáttökuna og „kjör- stjórninni“ fyrir hjálpina. lieita þrekvirki, að hafa náð saman svo fullkonmu manntali íslendinga í Danmörku, sem gert er í þessari bók, og mundi naumast á færi nokk- urs núlifandi manns, annars en dr. J. H. í bókinni eru myndir af 148 ís- lenskum útflytjendum og meðal þeirra myndir ýmsra inanna, sem flestir mundu trúa, að engin mynd væri fáanleg af. Sýnir það m, a. elju höfundar að hafa getað orðið sjer úti um svo margar myndir, sem þarna koma fram á sjónarsviðið, nýjar almenningi. Frásögnin tekur yfir um það bil þrjár aldir síðastliðnar, og má nærri geta, að eigi er orðinn smáræðis ættbálkur frá suinum hinna íslensku ættfeðra fólks, sem nú telur sig al- danskt. Að vísu er lítið um ættir hinna elstu útflytjenda, en fyrir rúmri öld flytjast út til Danmierkur afkomendur frægra islenskra manna og auka niðjatal sitt svo, að riú er sennilegt, að afkomendur ættarinn- ar sjeu fleiri í Danmörku en á' ís- landi. Má þar t. d. nefna afkomend- ur Hennesar biskups Finnssonar og Steingrims biskups Jónssonar. Höfundurinn á innilegar þakkir allra fróðleiksfúsra lesenda fyrir þetta góða rit, sem allir munu lesa sjer til meiri ánægju en þeir höfðu búist við, — þó að þeir hefðu við góðu búist.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.