Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1931, Blaðsíða 7

Fálkinn - 04.07.1931, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 O""lllllii" O •"1111111» O ""lllllii" O »«IIIIHi" O ""llllln"O ""llllliii'O »«1111111» »«1111111» .......... O '"IUIIi'"O »«1111111»O '"lllllii"O •"'llllli'" o P A T Eftir LJÓTUNN o o ö Jeg, Pjetur Ásgeirsson, og vinur minli James Cameron, höfðum lesið náttúrufræði við háskólann i Cam- hrigde í full fjögur ár, er saga sú, sem lijer fer á eftir gerðist. Þegar á fyrsta árinu, sem við dvöld- um við skólann, liófst vinátta oklc- ar, sem grundvallaðist vafalaust á þvi hve líkir við vorum að skap- fcrli og skoðunum. Við höfðum báðir afar ríkt hug- myndaflug, leitt af sterkum vilja, og vorum þessvegna meðal hinna fremslu í liópi samdeildarmanna okkar. Báð- ir vorum við efnishyggjumeenn. — — Þó ekki í þeim skilningi, að við neituðum möguleikum fyrir fram- haldslífi. En það var okkar bjarg- fasta trú, að mannssálin væri efni, sem stjórnaðist að miklu leyti af samskonar lögmálum og hinn sýnilegi efnisheimur. En livort sálin glataði einstaklingsvitund sinni við dauðann, og rynni saman við efnishéiminn, án skilyrða til þesss að vakna upp á ný, sem einstaklingur, með minningar og þrár þess liðna, höfðum við ekki myndað okkur neina ákveðna skoðun um. Þegar við höfðum verið um tvö ár við háskólann, byrjaði jeg fyrir al- vöru að hugsa þessa spurningu, um framhaldslíf sálarinnar, eftir að hafa lilýtt á fyrirlestur eins frægasta pró- fessors aldarinnar í lífeðlisfræði. Jeg varði til þess öllum þeim tífna, sem jeg gat, að afla mjer fræðslu um rannsóknir er gerðar hefðu vérið á þessu sviði. James vinur minn að- stoðaði mig eftir bestu getu, en bó var hann ekki líkt því eins ákafur °í? jeg, því jeg gat bókstaflega ekki um annað hugsað. Jafnvel hún Pat, sem jeg var búin að vera trúlofaður í sex mánuði þegar þessi hugmynd gagntók mig, megnaði ekki að draga huga minn frá þessu viðfangsefni, þó hún gerði alt sem hún gat til þess. Eftir að hafa lesið og hugsað um þetta efni af nærri vitfirringslegum fjálgleik í hálft annað ár, hafði jeg myndað mjer skoðun, sem er í aðal- alriðunum á þessa leið: Alheimurin ræður yfir ákveðnu magni af efni — sýnilegu og ósýni- legu — sem hvorki vex nje gengur til þurðar. En þar er sífeld breyling, frá upplausn til nýmyndunar og upplausnar á ný. Sdlin er efni, sem felst i líkamanum — ekki frekar ein- uin stað en öðrum. Með orðinu sál á jeg þó ekki við neinn persónuleika. Allar lifverur — frá liinni minstu ódeilisögn til hinar æðslu lífveru þurfa — og liafa — því ekkert er raunverulega dautt, víst magn af Jiessu efni til þess að geta lifað og slarfað. Lífið, sem við sjáum á yfir- horðinu, er ekkert annað en niður- staðan af bindingu efnanna og þvi samræmi, sem ódeilis agnir efnisins starfa í hver við aðra. Maðurinn, til dæmis, er miljónaþjóðfjelag — ef jeg mætli komast svo að orði — af ör- smáum lífverum, sem eru háðar hver annari. Þú hefir tilfinningu, sjón og alt annað vegna þess, að þessar lif- verur hafa myndað þessa heildar lögun og innbyrðis afstöðu. Dauðinn er því ekkert annað en röslum þessa samræmis. Þú deyrð ekki raunverulega, lieldur er heild- armiðstöðinni — meðvitund — lokið við röskunina. Jeg þóttist því fullviss um, að lífi ininu, sem einstaklings í hinum mikla alheimi, væri lokið eftir dauðann. Jeg skýrði James vini minum, frá niðurstöðu minni, því liann var fyr- ir all-löngu síðan, liættur að skifta sjer af þessum lilraunum mínum, og meira að segja lagði ofl fast að mjer að liætta, þvi jeg myndi eyðileggja heilsu mína með þvi að halda áfram eins og jeg hefði gert. Við ræddum þetta fram og aftur dálitla stund, og auðvitað skýrði jeg skoðanir minar nánar fyrir honum en jeg geri hjer. Mjer fanst hann taka eitthvað dauflega í þetta hjá mjer — ekki eins og hans var vani áður, ef jeg bar undir liann nýja hugmynd eða skoð- un. Að 'lokum stóð hann upp, gekk til min, ltlappaði á öxl mjer, og sagði eitthvað á þá leið, að nú gæti jeg þó tekið mjer livíld úr því jeg væri kom- inn að niðurslöðu í viðfangsefni mínu. Hvort hann ætti að ganga með mjer áleiðis til herbergja minna, því mjer myndi hest að sofna sem fyrst þar sem jeg hafði haft margar vöku- nætur undanfarið. Jeg hjelt nú ekki. Nú fyrst byrjaði aðal starfið, en það væri að finna lykilinn að því, livern- ig hægt væri að gera manninn ó- dauðlegan. Það væri svo sem auð- vitað, hjelt jeg áfram, að lausn væri til við þeirri gátu, og jeg væri álcveð- inn í að gera það að æfistarfi mínu nú þegar að leysa þessa gátu. Vinur minn starði á mig með undrun. „Jeg hefi þegar liugsað mjer fyrsta skref- ið í þessa átt“, sagði jeg í hálfum hljóðum. ,,Jeg æt',la að skapa mann“, hvíslaði jeg og gekk fast uppað vini mínumjþar sem liann stóð fyrir fram- an arininn. „Skapa mann! Hvað meinarðUjPjetur; ertu ekki með öllu ráði“, sagði vinur minn og greip þjetlingsfast í brjóst mjer. „Rólegur, rólegur“, sagði jeg; „Þetta er ofur' einfall mál. Þessi vatnskanna er smíðuð í einhverri verksmiðju, , til þess að lialda vatni“, sagði jeg, og benti á glerkönnu, sem stóð á borð- inu. „Hversvegna gelur vatnið hald- ist í könnunni? Það er vegna þess, að smiðurinn batt efnið til þessa eins, ]>að er þella, sem jeg ætla að gera, þótt það sje auðvitað meiri erfið- leikum bundið, en smíða vatnskönn- urnar“. Vinur minn horfði á mig með skelf- inar svip. Jeg lijelt áfram ofur ró- legur, og skýrði þetta fyrir honum eins vel og mjer var framast auðið. Þegar jeg liafði skapað manninn, ætl- aði jeg að gcra margvíslegar tilraun- ir við hann, til þess að komast fyrir eðli og orsakir sjúkdóma. II. Jeg hafði starfað að tilraunum mín- um, til þess áð skapa mann, i sex mánuð hætti jeg að sækja skólann, liætti öllu samneyti við fjelaga mína, og sem sagt lifði eins afskiftalaus af umheiminum og lifandi manni er mögulegt. Að vísu átti það svo að lieita, að við Pat væruni ennþá trúlofuð, en jeg hafði þó ekki sjéð hana siðast- liðnar fjórar vikúr, og hafði engar áhyggjur af því, í raun og veru hugs- aði jeg ekki um annað en þetta mikla áhugamál mitt. Jeg hafði umturnað setustofu minni i nokkurskonar efna- rannsóknarstofu og voru þar saman- komin mörg liin furðulegustu tæki og yfir höfuð alt, sem jeg gat liugstað mjer, að yrði að notum við þetta verk mitt. Og þarna eyddi jeg tim- anum, daga og nætur; svaf lítið, borðaði sama og ekkert, og fór al- drei út fyrir hússins dyr, nema jeg væri til neyddur, til þess að afla ein- hvers, sem jeg áleit nauðsynlegt við verk mitt. Jeg hafði skapað mann. Jeg sá hvar þokukendur, nakinn mannslík- ami kom líðandi yfir gólfið í áttina til min, og stáðnæmdist fyrir framan mig þar sem jeg sat við verk mitt. Þokukendulr segi jeg, þvi myndin dofnaði og skýrðist á víxl, eins og hún væri að berjast til lífs. Það greip mig feikna æsing. Jeg starði á vofuna, sem flakti eins og ljós í vindi með því líkri eftirvæntingu, að ekki verður með orðum lýst. Alt i einu skýrðist liún, og líf sýndist fara um liana alla. Fyrir framan mig stóð naknn, iturvaxinn karlmaður. Iljer verð jeg að taka þáð fram, að þegar jeg segi Jeg lijer eftir, þá er er það bundið við minn upprunalega líkama. En hvað var það? Var það mögulegt að þetta væri jeg? Jeg sá sjálfan mig standa fyrir framan — já hvað á jeg að segja ■— sjálfan mig, eða þennan nýskapaða mann. Jeg sá með augum þessa manns og skynjaði ineð heila hans. Já, það var greinilegt, því jeg sá vegginn að baki mjer yfir mína eigin öxl, í gegn- um augu þessa manns. Þáð sló niður í huga minn eins og eldingu, að þessi Hkamningur hefði hlotið liluta af sál minni, sem þó ekki væri að fullu skilin í tvent, þar sem skynjan min væri sú sama og lians. Lesendur mín- ir geta ímyndað sjer, hvernig mjer hefir verið innanbrjósts eftir að liafa uppgötvað þetta. Maðurinn hrosti svo að skein i fallegar, mjallhvítar tennurnar, gekk að borðinu til mín og mælti: „Þú liefir vakið mig ttl lífs, svo að óskir þínar hafa ræst, hvað það snertir. En jeg er ekki hingað kom- inn, til þess að taka hinn minsta þáttt í tilraunum þínum. Jeg er lijer, til þess áð lifa lífinu í samræmi við ósk- ir mínar og þrár. Það eru þær þrár, sem þú lagðir lil liliðar, er þú hófst það starf, sem hratt mjer fram úr ó- skapnaðinum". Jeg svaraði honum, að þær óskir væru einskisverðar, i sanianburði við það mikla ætlunar- verk, sem jeg hefði, að gera dauðann úllægan af jarðríki. „Mig varðar ekk- ert um ætlunarverk þín. Jeg tilbið líf- ið eins og þáð birtist í dag og á morgun, og skal ineð gleði hugsa ttil hins eilífa svefns í dufti jarðarinnar, eftir langt og faðurt líf. Jeg fann það á svipstundu, að það var ekki á mínu færi, að sveigja skoðanir þessa manns, þvi það var eins og einhver annarlegur kraftur leiftraði úr hverju orði. Jeg gerði því það eina skynsamlega, sem jeg gat gert, eftir að hafa þvælt við hann nokkra stund án árangurs, og þáð var að fá honum föt til þess að hylja með nekt sína. Okkur kom saman um, að hann skyldi heita Jim Fowles, og vera verzlunarerindreki frá Suð- ur-Ameríku. Og nú byrjuðu þeir hræðilegustu dagar, sem jeg liefi nokkurntíma lif- að. Jeg kynti Jim fyrir fjelögum mín- um, sem jeg auðvitað þurfti ekki, þvi liann þekti þá alla upp á sina tíu fing- ur. Hann varð brátt yndi og eftirlæti allra, því hann var hið mesta glæsi- menni, fullur fyndni og lifsþróttar, Sjerstaklega var hann þó dáður af kvenþjóðinni, og var Pat, unnusta min, ein af þeim. Og þegar mánuður var Íiðinn frá þessu viðbúrðarríka kvöldi, var svo máhun komið milli Pat og hans, að þau voru saman öll- um þeim slundum, sem þau gátu við koinið. Jeg skynjaði hvert orð og atlot sem þeim fór á milli, og lá margar nætur andvaka heima i rúmi mínu, og hlust- aði á ástarorðin, sem þau hvísluðu milli heitra kossanna. Jeg fann ekki hið minsta til þessa, því allar tilfinn- ingar minar gagnvart henni, —- og öllu kvenfólki ■— voru ekki þess eðlis, að þær gætu vakið afbrýðissemi lijá mjer. Jeg einungis aumkaði sjálfan mig fyrir að vera heitbundinn slíkri konu, og liana fyrir tvöfeldni sína. En samt sem áður voru þetta liræðilegir dagar fyrir mig. Jeg lifði tvöföldu lífi, því að jeg skynjáði all- ar hugsanir Jims, eins og fyr segir, nema jeg beindi liuganum sterkt að einhverju vissu efni, sem jeg átti þó ekki svo gott með, þvi að liann virt- ist hafa geysimikið vald yfir liugsun- um mínum. Jeg fann, að jeg var glat- aður maður, ef þessu hjeldi áfram. Jeg varð að fá einhvern enda á þetta. Og svo var það eina nótt, eftir að liafa hugsað um þetta aflur á bak og áfram, að jeg sofnaði með þann á- setning að myrða Jim. Þáð var sú eina leið, sem jeg sá. Um morguninn, þegar jeg vaknaði, sat Jim á stól fyrir framan rúmið mitt, reykjandi cigarettu. Hann brosti til mín, bauð góðan dag og sagði of- ur rólega: „Svo þú ert að hugsa um að myrða mig. Auðvitað vissi hann það. Dæmalaus asni gat jeg verið, að liugsa ekki út í það fyr“. „Jeg er nú samt að liugsa um að verða á undan þjer, því þetta tvö- falda líf er óþolandi“, sagði hann, dró skammbyssu upp úr vasa sínum og skaut kúlu gegn um höfuðið á mjer. Og nú, lesari góður, verð jeg að taka það fram, að þegar jeg segi Jeg lijer effir, þá meina jeg Jim Fowles, því að liann varð við dauða minn ekkert annað en Pjetur Ásgeirsson eins og hann var áður en Jim varð til, einungsis í nýjum likama. Þáð var úrskurðað af tilheyrandi yfirvöldum, að Pjetur Ásgeirsson hefði framið sjálfsmorð, því hann fanst dauður í rúmi sínu með skamm- byssu í hendinni. En nú gerðist það einkennilega. Jeg logaði af afbrýði yfir öllum þeim atlotum og loforðum, sem Pat hafði gefið mjer áður en jeg myrti Pjetur unnusta hénnar. Áður átti jeg ekkerl annað en viltar taumlausar óskir. Nú kvaldist jeg öllum þeim kvölum, sem Pjetur myndi hafa kvalist, þeg- ar hann hlustaði á eiða okkar og at- lot, ef alt hefði verið með feldu, Voðalegri hugsun laust niður i sál mína. Jeg fór þangað sem hún átti heima og gerði boð fyrir liana. Hún kom til mín glöð og hlæjandi að vanda, flaug upp um hálsinn á mjer, og var ekki að sjá, að liinn skyndi- legi dauði unnusta hennar liefði liaft liin minstu áhrif á liana. Það var eins og tekið væri mn hjarta mitt. En jeg stilti mig samt. „Jeg kom hingað vina mín til þess að spyrja þig að hvort þú vildir gift- ast mjer að viku liðinni", sagði jeg og reyndi að hafa vald á rödd minni. Það var auðsótt mál, og skyldum við með það. Vígsludagurinn rann upp. Pat hafði aldrei verið eins falleg eins og í dag fanst mjer; en áfram skal, liugsaði jeg með mjer; hún er djöfull. Vígslan gekk eins og í sögu. Við sórum hvort öðru ástir og trygð fyrir altari drottins, og fóruin að því loknu heim. Dagurinn leið og kvöldið kom. Við vorum i svefnherbergi okkar. Jeg tók hana i fang mjer, vafði hana örnium og kysti liana marga brennandi kossa, sem hún endurgalt með sínum venju- lega hita. Jeg livíslaði i eyra hennar: „Ertu ekki fengin að Pjetur skuli vera dauður“. Jeg beið i voðalegri eftirvæntingu eftir svarinu. Hún hjúfrað sig að barmi minum með allri þeirri blíðu, sem lnin átti, og hvíslaði: „Jú“. „Djöfull!“ hrópaði jeg, og skamm- byssuskot rauf kyrðina. Jeg vaknaði við það, að jeg grenj- aði upp yfir mig. Jeg liafði sofnað úl frá tilraunum mínum kvöldið áður, og sofið fram á bjartan dag. Pat stóð í dyrunum og bauð góðan dag. Það var víst ekki fallegt augnaráð, sem jeg sendi henni.. ^OðÍDIl* er bestl teikniblýanturlnn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.