Fálkinn


Fálkinn - 11.07.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.07.1931, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmdastj.: Svavar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlaSið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Nýlega bar það við suður í Nor- mandí, að lítið eiinskip fór í skemti- ferðalag með rúmlega 500 manns, er flestir eða allir voru úr verkaiýðsfje- laginu i Nanles. Þar voru heimilisfeð- ur með fjölskyldur sínar og vini og tilgangur fararinnar var sá, að skemta sjer á siglingu meðfram ströndinni einn sunnudag. En örstuttu eftir að iialdið var úr höfn með gleði og glöðu skapi allra þátttakenda, eru flestir þeirra liðið lík. Skipinu liafði hvolft og Ægir gleypt meiri hluta far- þeganna. Þau likin sem ráku voru jörðuð með mikilli viðhöfn og það varð þjóðarsorg í Frakklandi yfir þessum hryggilega atburði. Og stjórnin lof- aði eins og brenda harnið sem forð- ast eldinn, að hún mundi gera ráð- stafanir til, að varna slíkum slysurn framvegis. En — það er of seint að byrgja brunninn, þegar harnið er dottið í liann. — — Hjer á landi hefir „barnið dottið oftar í brunninn", en með fiestum eða öllum öðrum þjóðum. Og þessvegna vaknar sú spurning ósjálf- rátt, í livert skifti, sem svona slys her að höndum: Höfum við byrgt brunninn? Er hann byrgður? Getur barnið ekki dottið í hann? Vitanlega er aldrei mögulegt að hyrgja brunninn til fullnustu. Það er ómögulegt að afstýra slysum að fullu og öllu. En það sem hjer er átt við er þetta: Er þannig í haginn búið, að stjórnarvöldin þurfi ekki að fá vonda samvisku eftir eilthvert slys- ið og segja: Nú skulum við gera það sem við áttum að gera fyrir löngu. Oft hefir verið á það bent; og einkum af einum góðum og gegnum manni, sem þekkir meira til sjó- mensku en flestir aðrir, að lijer vanti tilfinnanlega eftirlit með ör- yggi skipa, sem talca með sjer far- þegaflutning með ströndum fram. En þessu hefir alls ekki verið sint eins og skyldi. Enn leyfist ljetthlöðnum skipum og jafnvel vjelhátum, að hlaða sig fólki á þilfarið, og ekkert tillit tekið til fyrirmæla um björg- unartæki og því um likt. Vjelbáta rekur bjargarlausa úti i hafi nieð fjölda mannlífa — farþega — inn- anhorðs, án þess að sjeð hafi verið fyrir svo miklu sem að hafa nægileg matvæli handa fólkinu, ef förin dregst fram úr áætlun. Og fleira mætti nefna. Hvernig er með smá- skipin og björgunartæki þeirra handa mörg hundruð farþegum? Um víða veröld. ----X---- RÁÐNING GÁTUNNAR. Það var á Berlínarráðstefnunni 1878. Fúndir voru leynilegir, og full- trúarnir höfðu skuldbundið sig til að gefa blöðunum ekki neinar frjett- ir af því, sem gerðist. Skrifararnir, sem einnig höfðu þagnarskyldu að gæta voru á milli funda undir eftir- iiti leynilögreglumanna. Samt sem áð- ur skeði það merkilega, að í „Times“ stóð daglega stutt yfirlit yfir það, sem fram fór á fundunum. — Þetta er aldeilis dæmalaust! Hjerna stendur ennþá útdráttur i „Times“ — lestu það sjálfur, stéttar- bróðir! Orð þessi voru mælt með reiðilegri röddu, og um leið rjetti prússneski sendiherrann blaðið að stjettarbróð- ur sínum austurríska. Þeir sátu báð- ir á gildaskála í Berlín. Hinn síðarnefndi, von E. barón, tók við blaðinu af fjelaga sínum og las undrandi. — Það er sannarlega óskiljanlegt. Frjettaritari „Times“ er undir ströngu eftirliti njósnara, livar sem hann fer, án þess þó að hann viti um það sjálf- ur, hjelt E. áfram. — Hver veit nema einhver af full- trúunum, sem situr á ráðstefnunni skrifi honum það, sem gjörist? sagði Austurríkismaðurinn. — Óhugsanlegt, svaraði hinn. Skrif- aranna er gætt og alt sem þeir senda frá sjer er vandlega rannsalcað. — Þetta er aftur ein af gátum þeim, sem skýtur upp í lieimi stjórnmál- anna! En segið mjer, þekkið þjer annars frjettaritara „Times“ í sjón? — Nei, svaraði A, en jeg skal fá einhvern lil að benda mjer á hann. Jeg er ákaflega fíkinn i að upp kom- ist um málið og ælla að reyna að ráða fram úr leyndarmálinu. — Það er ágætt, mælti Austurríkis- maðurinn — og ef yður líkar það ekki miður skal jeg reyna að hjálpa yður. Brátt komust ungu stjórnmála- mennirnir að hvar frjettaritari „Tim- es“ var vanur að borða miðdegisverð. Það var i gildaskála einum i Wil- helmsstrasse. Gengu þeir þangað og sáu Englend- inginn koma inn í liinn slóra matsal og taka sæti við borð eitt. Hann tók biað sitt og las i þvi meðan hann var að borða miðdegisverðinn, án þess að lítta nokurntima í kring um sig. — Verið varkárir og felið yður á bak við blaðið, hvíslaði A. skyndilega. Einn af skrifurunu var að koma inn! Nú skulum við taka vel eftir hvort þeir hafa nokkurt samband með sjer. En skrifarinn sökti sjer niður í blað sitt, á meðan hann var að borða og leit hvorki til hægri nje vinstri. — Nú skulum við aðgæta hvort þjónninn skiftir um blöðin fyrir þá eða hvort þeir biðja liann fyrir nokk- ur boð hvor tií annars. En hvorugt skeði og hvorugur hinna grunuðu hreyfði sig úr sæti sínu svo það var óinögulegl að sjá að nokkurt samband væri milli þeirra. Frjettaritari „Tiines" fór fyrstur út. Hann sagði ekki eitt einasta orð við þjóninn um leið og lian'n borgaði. — Það var ekki sami þjónninn og bar á horð fyrir skrifarann. — Það er ómögulegt að gruna skrif- arann, hugsaði E. barón. Það að hann borðar á þessum matstað getur komið lil af þvi, að hann liggur svo nærri fundarsalnum. A. sagði þó yfirmanni sínum frá því, sem hann hafði sjeð. — Kæri stjettarbróðir, sagði hann vingjarnlega. Þjer eigið þakkir skilið fyrir yðar góða vilja, en þetta sem þjer segið er engin nýjung fyrir mig. Bæði frjettaritarinn og slcrifarinn hafa verið undir eftirliti síðan ráð- stefnan byrjaði, en það er sjálfsagt ekkert sainband á milli þeirra. Eng- lendingurinn fær sjálfsagt frjettir sínar á annan hátt og það er nú mál til komið að við förum að komast að því. Það feliur grunur á okkur alla ef þessu heldur áfram, og ríkiskansl- arinn -— nú já, þjer getið svo sem hugsað yður það — er æfareiður. Þegar sendiherrarnir hittust næst var E. mjög ergilegur yfir liinum lje- lega árangri af njósnarstarfi sínu. Austurríkismaðurinn hló. — Það hefir ekki gengið betur fyr- ir mjer. Hver einasti fulltrúi er undir eftirliti og það er haldinn vörður um hvern og einn' af okkur. Þjónn sá, sem frjettaritari „Times“ liefir á hót- elinu þar sem hann dvelur, er leyni- lögregluþjónn, sem hefir tekið að sjer þennan starfa til þess að geta betur setið urn hann og allar brjefaskriftir hans eru. undir ströngu eftirliti, þó sendir hann blaði sinu á hverjum degi langt töluskeyti, sem ekki er liægt að koma i veg fyrir að verði sent. Allar tilraunir til þess að komast að leyndarmálinu mishepnuðust, og „Times“ flutti framvegis daglega sannar frásagnir uin hina leynilegu fundi Berlínarráðstefnunnar. Forset- inn, Bismarck fursti, var eins og þrumandi Jupiter, en það kom fyrir ekki — ekkert komst upp. Fyrst mörgum árum seinna komust menn að því livernig í öllu lá. Það var enski skopmyndateiknarinn Har- ry Furniss, sem kom því upp. Það var mjög einfalt, ákaflega einfalt. Frjettritari ,.Times“ kom inn i veitingaskálann, hengdi hattinn sinn á snaga og lók sjer sæti. Skrifarinn kom rjett á eftir, liengdi hattinn sinn í nánd við liattt frjettaritarans en alt- af hægra megin, og settist siðan við horðið. Hvorugur þeirra skifti sjer liina minstu vitund af hinum. Eng- lendingurinn horðaði, borgaði og fór leiðar sinnar hinn rólegasti, um leið og hann setti upp hattinn, sem hjekk hægramegin. Þegar hann koin á her- hergi sitt dró hann undan fóðrinu á hattinum ágrip um fundi þá sem ver- ið höfðu um daginn, samdi töluskeyti um þá og fór síðan með það á síina- slöðina, með leynilögreglumenn á hælum sjer. Skrifarinn tók þann hattinn, sem hjekk vinstra meginn og þegar liann kom heim lil sín dró hann fram úr fóðrinu ekki óálitlegan þýskan pen- ingaseðil. Þannig gekk það, og það var alt og sumt. PÁFAGAUKURINN í New York SEM YITNI. — varð hjónaskiln ----------------- aður einn með einkennilégu móti fyrir þremur ár- um. Og nú liefir sagan vakist til lífs aflur, vegna þess að hjónin sem skildu þá ljetu nýlega gefa sig sam- an í annað skifti, og gleymdu öllum gömlum væringum. Þessir koma við sögu: Louis Morel kaupmaður í New York, Stella Francis dansmær, Rp- bert Browning meðdansari hennar og loks páfagaukurinn Coco. Morel sá Stellu dansa í fyrsta sinn — og síðasta — fyrir rúmum 5 ár- uni; varð hann áslfanginn og hauð henni liönd sína og helminginn af auði sínum, en setti það skilyrði að hún hætti að dansa. Hún tók vel í það, en sagðist þó verða að sjá með- dansara sinn við og við. Og Morel var ekki að hafa á móti því og sagði, að hann gæti heimsótt þau þegar liann vildi. Svo stóð brúðkaupið — i fyrra sinn — með mikilli viðhöfn. Frú Stella lagði ekki annað með sjer í húið en einn páfagaug, enda liafði Morel nóg af öllu. En honum var illa við páfagauka. Þó gaf hann henni þetta eftir, enda var páfagaukurinn erfðagóss frá afa Stellu og var átt- ræður. Coco fjekk nýtt búr, alt ioga- gylt og var hengdur í gluggann á dyngju frúarinnar. Nú liðu tvö ár í friði og fögnuði. Vinurinn Browning var heimagang- ur í húsinu. Og Morel þótti vænt um komur hans. En svo var það einu sinni að frúin varð að fara út til þess að drekka te hjá vinkonu sinni. Annars fór hún aldrei út nema með manninum sínum. Morel ranglaði einn um stofurnar á meðan og ieiddist. Loks tylti hann sjer niður í dyngju konunnar sinnar. og ætlaði að láta páfagaukinn skemta sjer, því að hann gat sagt svo margt. En Morel gat ekki fengið hann til að segja neitt af því, sem hann var van- ur að segja þegar kona hans var við- stödd. Coco sagði aðeins eina setn- ingu: „Kystu mig Robert", og þessu þrástagaðist fuglskrattinn á í sífellu, en Morel auminginn svitnaði. Daginn eftir fjekk hann leynitög- regtuþjón til þess að hafa gát á frúnni. Það kom á daginn, að hún fór jafnan út í bæ, meðan bóndinn var á skrifstofunni, og að hún heim- sótti á þessum ferðum Robert Browning og engan annan. Svo kom hjónaskilnaðarmálið og Coco var notaður sem vitni og dóm- arinn tók hann gildan. Og Stella varð að yfirgefa ríkmannlega heim- ilið í New York og fjekk ekkert með sjer — nema páfagaukinn.------------ -----Eftirleikurinn hófst í febrú- ai í vetur er þau rákust á i eihum baðstaðnum við Miðjarðarhaf, Morel og konan lians fyrverandi. Þau gleymdu öllum gömlum væringum og Morel fyrirgaf Stellu og bað hénn- ar í annað sinn. En tók það fram, að tiann vildi hvorki sjá Browning eða páfagaukinn. Þessi krafa spilti engu. Því að Coco er dauður, en Browning fallinn í ónáð hjá Stell.u, sem nú vill hvorki heyra liann nje sjá. — Og nú eru hjónin komin í annað sinn í fögru íbúðina sína i New York. Þar er alt eins og áður var nema enginn Coco í gutlbúri og enginn Robert til að kyssa. Forstjórinn: — Svo þjer viljið fá frí í dag, til, þess að vera við jarð- arför frænku yðar? Vjelritunarstúlkan: — Já, það er að segja, nema það verði rgining. Þá vil jeg heldur fá fríið á morgun. inn á hvert heimili. F.A.Thiele (JL . Bankastr. 4. Sjónaukar mjög ódýrir. — Lestr- argleraugu, með ókeypis mátun, Sólskygni, Sólgleraugu o. fl.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.