Fálkinn


Fálkinn - 08.08.1931, Page 9

Fálkinn - 08.08.1931, Page 9
F Á L K I N N 9 / Sviss eru á hverju ári haldnar ein- kennilegar skemtisamkomur, sem fólk sækir af kappi. Aðal skemti- atriðið er það, að láta tvær kýr eig- ast við. Er þeim att saman og stang ast þær af miklum móði þangað til önnur legst. Lipurð er litla að sjá í þeim leik, því að klunnalegri hreyf- ingar getur varla en hjá kúm. En fó.lk hefir mestu mætur á leiknum samt og fylgir honum með áhuga. Vatns-tennis heitir nýjasti skemtileikurinn, sem iðkaður er á erlendum baðstöðum og mun hann vera kominn fram í Ameriku Leikendurnir standa á palli og netið sömuleiðis, úti á sjó. En þegar knötturinn fer í sjóinn, verða menn að kafa eftir honum. Hjer á myndinni sjást þrír Zúlú-höfðingjar í hátíðabúningi sín- um. Þessir hálfviltu menn berast mikið á l klæðaburði, eins og myndin sýnir. Hún er tekin á þjóðhátið i Natal. Höfðingjarnir heita Sitimana, Siposi og Bagabu. Foringjaskip liinnar frægu ensku sjóhetju, Nelsons aðmíráls lijet „Victory“ og hefir skipið verið til fram að þessu. óteljandi eftirlíkingar hafa verið gerðar af skipinu, þar á meðal sú, sem sjest hjer á myndinni. Hún var höfð til sýnis á skipasýningu er nýlega var haldin á Medway-ánni í Suður-Englandi og varð á- horfendum starsýnt á þetta skip. Ein af frægustu tennisleikurum nútímans er spánska frúin Al- varez. Tók hún nýlega þátt í tennismóti í Englandi og var i karl- mannsbuxum. Áður hefir kvenfólki aldrei verið leyft að taka þátt í svona móti nema í pilsi og heimtuðu sumir áhorfendur, að hún yrði rekin af leikvellinum. En frúin fjekk að vera i buxun- um, þrátt fyrir vanafestu Englendinga.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.