Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1931, Side 8

Fálkinn - 10.10.1931, Side 8
8 F Á L K I N N ' ■ íííSÍ:" lí''"vun \ \ \ O V-\ \ SKvS&XíSÍí-.’J&' ■ ÍvA#@Sí' : ■ 111 Vegna fjárhags- og atvinnuörðugleikanna í Bretlandi sá Mac Donald forsætisráðherra sjer ékki annað fært i sumar en að segja af sjer stjórn og mynda síðan nýja stjórn, með aðstoð hinna þingfloklcanna, íhaldsmanna og frjálslyndra, til þess að ráða sameiginlega fram úr örðugleikunum. Er þetta 3. ráðuneytið sem liann myndar, en tvö þau fyrri voru hrein flokksráðuneyti. MacDonald hefir fallið í ónáið hjá mörgum flokksmönnum sinum fyrir þetta tiltæki, en hann lweðst meta meira hags- muni lands og þjóðarinnar en flokks síns. Þessari „velferðar- stjórn“ er aðeins ætlað að sitja nokkra móinuði, meðan þingið er að samþykkja og koma í framkvæmd ráðstöfunum iil þess að bæta úr fjárhag ríkisins. 1 nýja ráðuneytinu eru aðeins 8 menn, nfl. MacDpnald forstætisráðherra, Stanley Baldwin ráðsforseti (íh.), Snowden fjármálaráðherra (vm.) Herbert Samuel innan- ríkisráðherra (fr.), Samuel Hoare (íh.) Indlandsráðherra, Thomas nýlenduráðlierra, Neville Chamberlain heilbrigðismála- ráðherra (íh.) og Cuncliffe Lister verslunarmálaráðherra. Auk þess eru átta ráðherrar í stjórninni. Myndin sýnir; í miðju Mac- Donald, t. h. Baldwin, Chamberlain og Lord Hailsham, en t.v. Herbert Samuel, Lord Reading og Donald McLean. I sumum borgum Ameríku hafa menn reynt að mála sporvagna og bíla sem allra mest áberandi til þess að vekja at- hygli fólks á þeim og afstýra slysum á þennan hátt. Eru vagnarnir málaðir með skói- röndum úr sterk- um litum, þannig að þeir skeri sem allra mest úr um hverfinu og veg- farendur vari sig á þeim í iíma. Þetla hefir gefist vel enn sem Icom- ið er, en líklegt er að áhrifin dvíni eftir því sem röndóttu vögn- umum fjölgar. Þrátt fyrir erfiðu tímana í Þýskalandi er meiri áhersla lögð á endurbætur skólamálanna en nokkru sihni fyr. Myndirnar hjer að ofan gefa hugmynd um þetta. Að ofan er kenslustofa í kvennaskóla í Stendal, bæ við járnbrautina milli Berlín og Hannover. Er tilhögunin alt önnur en í venjulegum skólastof- um og borðunum raðað saman fjórum og fjórum. Að neðan sjest kennari í barnaskóla í Berlín vera að segja börnunum til úti 1. ágúst í sumar var í fyrsta sinn gengið upp á fjallið Matter- horn að norðanverðu. Gerðu það þýslcir bræður, Schmidt að nafni. Myndin sýnir fjallið, sem er á landamærum Sviss og Italíu og er efsti tindurinn hhSd metra hár. Línan sýnir leiðina, er bræðurnr fóru. Uppi á öxlinni er hringur, sem sýnir staðinn, sem bræðurnir náttuðu sig á. Eru ömurlegar endurminningar bundnar við þennan fjallstind, því að ýmsir hafa týnt lífinu á leiðinni upp þangað. Árið 1865 tóksl mönnum að komast upp á tindinn í fysta slcifti, voru það fjórir Englendingar ásamt þremur fylgdarmönnum. En á leiðinni niður hrapaði einn Englending- urinn og dró með sjer tvo fjelaga sína og einn fylgdarmgnninn og fórust þeir allir. Schmidtsbræður láta illa yfir nóttinni sem þeir átta.uppi á fjallinu. Þeir sjást að ofan t. h.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.