Fálkinn


Fálkinn - 10.10.1931, Blaðsíða 14

Fálkinn - 10.10.1931, Blaðsíða 14
14 F Á L K 1 N N fffzöt cuUtadm- CLLóiaÆcur Bezti eiginleiki FLIK=FLAKS • er, að það bleikir þvottinn i við suðuna, án þess að í»!li skemma hann á nokk- j urn hátt. I Ábyrgzt, að laustl sé við klór- * I. Brynjólfs9on & Kvaran. FIIK FLAK Heimkoma Sjolins stórkaupmanns. Eftir ALBERT ENGSTRÖM. lágan mann sem og háan og grann- an. Auk þess er jaketinn injög líl- ið dýrari klæðnaður heldur en jakkaföt. Maður sá, sem klæðist jaket, sem hefir fagurt snið og fer vel, er áreiðanlega vel klæddur. Jaketinn er jafnan gerður úr dökku efni. Nýtísku jaketinn, sem hefir svip- að útlit í bakið og' kjóllinn, hefir löng og breið horn, líkt og gerist nú á tvihneptum jakka. Er jaketinn nokkuð aðskorinn í mittið og hnepp- ist hann aðeins með einum hnapp, sem er um 8 cm. fyrir ofan hinn svipfallega mittissaum. Löfin, sem eru löng, eru bogamynduð frá mitti að framan í baksaum að aftan, og mynda þau þannig fallega heildar- bugðu. Fellur jaketinn þannig mjög smekklega niður. Axlasnið er eins og á einhepta tískujakkanum. Á erm- unum eru 4 hnappar. Vestið, sem er einhnept, hneppist með 5 hnöppum, en venjulega er neSfiti hnappurinn’ látinn vera ó- hneptur. Vestið getur bæði verið úr sama efni og jaketinn, svo og ljós- leitt. Sje vestið úr sama efni og jak- etinn þykir fara vel á því, að hvit snúra sje fest á brjóstjaðar. Buxurnar eru venjulega úr rönd- óttu efni. Fótvídd þeirra er um 48 cm., og eru þær æfinlega án upp-' brota. Framh. Sjölín kaupsýslumaður hafði orð- ið nýríkur á stríðsárunum, keypt dýrindis stórhýsi við skerjagarðinn og úrvals vjelbát, gift sig og lifði hvern dag í dýrlegum fagnaði, eins og hag hans hæfði. Það var leitun á jafn rausnarlegum manni og lion- um Sjölin. En eftir að striðinu lauk fór að koma á daginn, að auðæfin hans voru talsvert maðksmogin. Vit- anlega var ekki dregið úr risnunni og frúin lifði áfram i vissunni um staðfestu jarðneskra gæða, en einn góðan veðurdag fór Sjölín ú,t að sigla á vjelbátnum sínum og kom ekki aftur. Hann hafði blátt áfram drekt sjer og eftirlátið fjelögum sínum að ann- ast búið. Frúin var óhuggandi og hjet hverj- um þeim 1000 — eitt þúsund krón- um — sem gæti skilað sjer jarð- neska hlutanum af Sjölín, þvi að í vigða mold skyldi hann. Menn vissu um það bil hvar hann hafði drukn- að og sjómennirnir sáu sjer hags- von. Þeir fóru að slæða og hafa augun hjá sjer þar sem þeir fóru. En tíminn leið og smámsaman gleymdu karlarnir þúsund krónun- um og Sjölín. Þeir voru orðnir upp- gefnir á leitinni og vonin um pen- ingana dvínaði — hjá öllum nema sjóvíkingnum gamla, honurn Jó- hanni Vesterbom. Hann hafði sem sje sagt að skrattinn mætti eiga sig, ef hánn næði ekki í það af honum Sjölin, sem álar og marflær hefðu leift af honum í baráttu sinni fyr- ir tilverunni. Nú leið nærri þvi ár. Verslun Sjölíns lafði uppi ennþá, en varð sí- felt maðksmognari og nýji for- stjórinn varð að halda dýrðlegar veislur til þess að halda henni á floti. Harmur frú Sjölín fór að dvína og það stóð ekki á biðlum, sem heilluðust af hinum æfintýralega auði hennar og einstöku fegurð. Einn góðan veðurdag fann Jó- hann Vesturbom Sjölín. Hann morr- aði í lóni í hljei undan Norðurey, en þangað ber straumurinn alt rusl og sprek. Það var ekki mikið eftir af Sjölin, en það var þó hægt að þekkja hann, og fötin þektust líka, enda þótt pressunin væri farin úr buxnaskálmunum. Vesterbom Ijet Sjölín i poka og sigldi heim að stórhýsinu hennar frú Sjölin, þar sem hiðlarnir voru á sveimi, eins og forðum hjá frú Odysseifs. Vesterhom skálmaði inn i eldhús og bað um að lofa sjer að tala við frú Sjölin. Hún kom. — Jæja, nú er jeg búinn að finna bóndann þinn, og nú kæmi sjer vel að fá þessar þúsund krónur! Jeg er með ræfilinn af honum hjerna niðri í bátnum mínum. Frú Sjölín lá við yfirliði. Þetta kom svo óvænt, eins og gefur að skilja. Því að frú Sjölín var nærri þvi búin að gleyma honum Sjölín. Minsta kosti hafði minningin um liann upplitast talsvert. Nú fanst henni hún hafa verið ljettúðug, þeg- ar hún lofaði þessum fundarlaun- um. — Já-------hm--------það er nú orðið-------svo langt síðan — — það var ekki beinlinis meiningin ------- — hm — — — Henni fjellust alveg hendur og hún vissi ekki hvað hún ætti að segja. — Heyrið þjer, Vesterbom — þúsund krónur eru miklir pening- ar og það er orðið svo langt siðan þetta var. Munduð — — munduð þjer ekki gera yður ánægðan með fimm hundruð krónur? Því að eitthvað varð hún víst að borga, og ekki vildi hún láta nokk- urn mann geta sagt að hún væri naum. En Vesterbom var höfðingi — sjó- maður og vikingur. Það fauk i hann. Ojæja, hún var þá svona fín frú. Lofaði þúsund krónum og ætl- aði svo að prútta um.helming! En hann Vesterbom gamli var nú eng- inn ræfill, hún skyldi ekki halda það, og ekki var hann heldur á flæðiskeri staddur, þvi -hann átti peninga í bankanum! Vinnukonurnar höfðu heyrt sam- ræðuna og eftir nokkrar sekúndur vissu allir gestirnir, hvað gerst hafði: að Sjölín sálugi var fund- inn. Vesterbom hafði staðið upp og gekk hnakkakertur út i garðinn. Hann vildi ekki eiga orðastað við svona fólk eins og þessi frú Sjölín var. Hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð og elti hinn ærlega finnanda út í garðinn. Og gestirnir eltu líka. - Heyrið þjer nú, Vesterbom - nei, farið þjer ekki undir eins -— við megum til að tala um þetta! hrópaði frúin. — Ileyrið þjer, Vesterbom! hrópaði hún. En Vesterbom rjetti úr sjer og mælti: — Nei, frú, það prúttar enginn við mig. Haldið þjer fimm hundruð krónunum vðar, þá held jeg Sjö- lín. ANNAR HVÍTVOÐUNGUR- Á fæð- INN FÖÐURBRÓÐIR HINS. ingar- ---:------------------- stofn- un einni í New York fæddust tveir Japanar segja hagfræðilega sann- að, að fleiri miljónamæringar sjeu til í Japan en nokkru öðru landi heims, jafnvel sjálfum Bandaríkjun- um. Þar sjeu 3000 manns eða fleiri, sem eigi yfir 15 miljónir gullfranka og 75 eigi fyrir fiintíu miljón gull- franka. Ríkastur allra Japana er Iwasaki Hisaya barón. Hann á sjö miljard franka, sem hann hefir grætt á ýmsum iðnaðarfyrirtækj- um, næstur honum er Nesu Kaihiru, sem á hálfan annan milljard en þá koma Mattori Kintaro gimsteina- sali og Zenemon víxlari, sem eiga um milljard franka hvor. drengir sömu vikuna núna í sum- ar. Voru fimm dagar á milli þeirra. l>að einkennilega við þessa ungu borgara var, að annai• þeirra er föðurbróðir hins. innbrotsþjóíar voru nýlega að verki hjá kunnum enskum knatt- spyrnumanni, sem lieitir Williams og stálu þar talsverðu af peningum og ýmsum heiðursmerkjum, sem hann liafði unnið í stríðinu og á kappmótum. Nokkrum dögum síðar fjekk hann öll heiðursmerkin í póstböggli ásamt svolátandi brjefi: „Þjer hafið barist fyrir þessum heiðursmerkjum og þessvegna er rjett að þjer haldið þeim. En hvað hina peningana snertir, þá getum við ekki skilað þeim, þvi að það er atvinna okkar að stela sliku“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.