Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1931, Blaðsíða 3

Fálkinn - 28.11.1931, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúii Skúlason. Framkvæmdastj.: Sravar Hjaltested. Aðalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgado 14. Biaðið kemur út hvern laugardag. Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura miliimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Eftir helgina minnast íslendingar jjrettán ára afmælis sjálfstæðis síns. Þrettán er kölluð óhappatala og vist er um það, að aldrei liefur verið jafn ömurlegt framundan eins og í þetta sinn á sjálfstæðisdegi þjóðar- innar. Þennan sama díig fær þjóð- in kveðju frá nágranna sinum, stór- Jjjóðinni ensku. Þá hefst bann við þvi að selja íslenskan fisk í Hull, þeim stað sem fram að Jjessu hefir verið aðal markaðsstaður ísíisksins íslenska í Englandi. Og seinustu vik- urnar hefur ástandið verið svo, að skipsfarmarnir hafa ekki selst fyrir nema lítið brot af framleiðslukostn- aði. Eftir að öll sund voru lokuð um saltfisksframleiðslu höfðu menn sett iniklar vonir til sölu nýs fisks i Eng- landi og Þýskalandi. í sumar var jafnvel tekið upp það nýmæli að senda út nýjan fisk úr smábátum og önnuðust botnvörpungar og leigð flutningaskip flutning fisksins. Nú er Jjessi von brostin. Og svona er á öllum sviðum — öll sund lokuð. Það verður því með döprum hug, sem íslendingar minnast 1. desem- her í þetta sinn. Þjóðin er i sorg, Hún sjer hætturnar alstaðar sum- part skollnar á og sumpart yfirvof- andi. Aldrei hefur það sýnt sig jafn berlega, ltve nauðsynlegt það er að húa að sínu, og aldrei læra Íslend- ingar að taka upp nýja lyjóðholla stefnu i atvinnumálum ef þeir gera það ekki nú. Allar þjóðir liafa orðið að taka upp þá aðferð, að láta J>að innlenda sitja fyrir J)vi útlenda. Stórþjóðirn- ar, ríku þjóðirnar hafa orðið að gera Jtað. Og við verðum líka að gera það. Á sjálfstæðisdaginn i ár a*ttu allir góðir drengir að gera l)á heitstrenging, að láta jafnan það innlenda sitja lyrir J)vi útlenda, kaupa ekki útlendan varning nema þar sem cnginn innlendur er til, takmarka við sig kaup á allri Jjeirri útlendu vöru, sent ekki er nauðsyn- leg og efla innlendan iðnað. í iðn- aði hjer á landi má heita að alt sje enn ónumið og þeir litu visirar, sent enn sjást í íslenskum iðnaði eru ekki nema eins og strá i sand- auðn hjá því, sem orðið getur, cf þjóðin lærir að skilja, hve ótakmark- að land hún getur nuinið i þessuin greinum. Undir þessu er velferð þjóðarinnar komin og l)að er betra seint en aldrei, að nú verði stefnu- lireyting i þessunt málum. lið til Korsíku, þegar stjórninni þótti hinni auknu lögreglu Sikileyj- ar sækjast of seint, að gera út af við „útilegumennina“. Var eynni skift í fimm hjeruð, og skipað her- liði á þau öll. Þegar útilegumennirn- ir frjettu til herliðsins, var þeirri fregn dreift um alla eyna, að stríð væri hafið milli Ítalíu og' Frakk- lands og nú ættu menn að skipa sjer i lið, eftir því sein hugur þeirra væri til þessara þjóða. Ilafði þetta góðan árangur fyrir ræningjaflokk- ana, því að Korsíkubúar eru ítalir að uppruna og vilja margir þeirra lielst verða það aftur. Leiddi af þessu, að lyrstu mennirnir, sem íranska herliðið hilti fyrir voru heið- virðir korsikanskir bændur. En með- an þeir töfðu fyrir, fengu útlagarn- ir ráðrúm til að fela sig. Fór fyrsta sókn herliðsins þannig út um þúfur. Það þekti ekkert til staðhátta og stóð mjög illa að vígi í því máli, sem það hafði tekið að sjer að færa til sigurs. Að visu náðust margir af útilegumönnunum, en foringinn sjálfur slapp. Hann heitir Spada. Korsíkanskur skógarvörður segist geta náð í hann með 35 ntanna liði. Þegar þetta er ritað, er ekki frjett tnn, hvernig það hafi tekist. En — ininnir ekki þessi viður- eign áþreifanlega á viðureignina við llellismenn. Þeir voru aðeins fáir, sem samt sem áður stóðu þó bygð- armönnum lengi á sporði. Sigra Korsíkumenn eða verða þeir sigrað- ir. Maður skyldi trúa að franska hernunt yrði ekki skotaskuld úr því, að ráða niðurlögum þessara fáu fjallaræningja. En maður skyldi nú lika balda, að íslendingiun hefði ekki orðið skotaskuld úr þvi, að ráða niðurlögum Hellismanna. Þessi nýja saga um fjallaræningj- ana á Korsíku, er eins og endur- sögð útilegumannasaga frá liðnunt ölduni. En samt gerist hún á þess- ari öld. A litlu myndinni, sem fylgir hjer, má sjá, að það er ekki allskostar auðvelt, að komast að vigjum úti- legumannanna. á stærri myndinni sjcst korsíkanskur skógarmaður, undirforingi úr stærsta ræningja- flokknum á Korsiku. UÆRRA —• Mgnd þessi sýnir hvern ll.ERRA! ig nœsti skýjakljúfur- -----------inn í jVett) York á að Hte: út. Hann er að vísu ekki til nema á pappirnum ennþá, en « að verða fullgerður eftir tvö ár og verða hivrri en Empire State Building, sem nú er hæsta hús i helmi. .-í hús þetta að kosta 250 miljón dollara og verð- nr kallað ,,Radio Gity“. ——X-------- Bióðhefndin er til enn. íslendingar þekkja, öllum þjóðum betur, þá „rjettvisi" að gjalda auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. „Líf fyrir líf" var hegningaraðferð for- fcðra vorra á söguöld — hafði mað- ur verið drepinn þótti það hcilög skylda ættingja hans, að drepa vígs- manninn, eða að minsta kosti ein- hvern ættingja hans. Það var þessi siður, sem kom til leiðar hinum miklu vígaferlum sögualdarinnar, sem iirðu að bana mörgum mestu mönntim þeirra tíma. - En það vita ekki allir, að þessi siður hefir verið tiðkaður fram á þennan dag í sumum löndum og leitt af sjer svo tnikil vandræði fyrir þjóðfélagið, að það hefir orðið plága. Þannig var I. d. sumstaðar í ítalíu og einkum á eyjunum Sardinia og Sikiley, svo og þeirri eyjtt, sent l'yrir háli'ri annari öld er kornin undir yfirstjórn Frakka Korsíku. Þar hafa þeir, sent gerðir voru sekir skógarmenn fyrir mann- dráp — sem altaf hlutust í fyrstu af ættarhefnd — eða „Vendettu“, sem ítalir kalla blóðhefndina — safnast saman upp til fjalla, og myndað ræningjaflokka, til þess að gera landslýðnum allt það ógagn, sem þeir niáttu. l'lestir af þessum ræn- ingjuni eiga cngrar blóðskyldu að hefna við mannfjelagið, en ganga í lið með einhverjum framgjörnum ribbalda og hlýða honuin gegn um þykt og þunt. Italska lögreglan hef- ur lengi elst við þessa bófa, og citt sinn, þegar þeim þótti ftiíl nærri sjer gengið flýðu hclstu memi þeirra land og fóru til Vesturheims. Þar döfnuðu þeir vel, og ýmsir foringj- arnir í glæpamannaliði Bandarikj- ánna eru ítalir, eins og t. d. alræmd- asti máðurinn, sem nú er uppi í liópi glæpamanna, Sikileyjarskegg- inn .1/ Gapone. Korsika er aðeins fámenn eyja og tindir franskri stjórn. Frakkar hafa látið misfellurnar, sem útlagarnir þar sköpuðu á stjórnarfarinu að miklti leyti átölulaust. Þangað til nú i sttmar, að stjórnin fyrirskipaði að tippræta blóðhefndina og útilegu- mennina þar á cynni. Var gert út herlið, vopnað, til þess að kanna alla eyjuna og ganga á milli bols og höftiðs á þessuni siðustu arftökum blóðliefndarinnar, innaii franska rík- isinsJ Það sem Frökkum gekk aðal- lega til þessa var, að það hefir þrá- faldlega komið fyrir, að skemti- ferðainenn, sem venja mjög komur sínar til Korsíku, vegna þess hve eyjan, er fögur, höfðu orðið fyrir bófaflokkum, sem rændu þá öllu, sem nokkurs virði var, og hótuðu meira að segja suniuni, að láta drepa þá, ef þeir ekki settu ákveðna pen- ingaupphæð i banka, á nafn um- boðsmanns flokksins, sem þar var. í haust var svo sent franskl her-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.