Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1931, Blaðsíða 14

Fálkinn - 28.11.1931, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N manninn, sem átti npptökin a‘ð deilunni. Nef lians var krókbogið og augun eins og í ránfugli. Enginn hefði kosið að hitta liann vopnlaus að næturlagi á vegunum í Para- chinar. Eftir hoði tahsildar'ins skýrði ættar- höfðinginn frá málavöxtum. Maðurinn með ránfuglsaugun hafði læðst á næturþeli inn í þorpið og lialt á hrott með sér konu cins íbúans, eftir að hafa keflað hana og bund- ið. Eiginmaðurinn hafði hrugðist reiður við og í hefndarskyni stolið huffalkú konuræn- ingjans. Síðarnefndur hafði þá í hræði sínni skotið á eiginmanninn án þess að hitta hann. Samsveitungar Iiins móðgaða eigin- manns ætluðu að segja nágrömumum stríð á hendur, þegar liöfðingja þeirra datt það snjallræði í hug að fara og hiðja höfuðs- manninn að dæma í málinu. Roberts kallaði fyrir sig konuræningj- ann og kýrþjófinn. Þeir sóru við kóraninn að hlíta úrskurði dómarans skilyrðislaust. íbúar þorpsins höfðu smám saman fært sig nær og mynduðu nú hring um dómstað- inn. Roberts spurði manninn með ránfugls- augun, sem átti upptökin: — Hversvegna rændir þú þessari konu ? — Herra liöfuðsmaður, það var af því að hún var of ung og ólánsöm með manni sínum, sem er of gamall handa henni. Þú ert nú sjálfur enginn unglingur. Að vísu ekki. En í hjarta mínu er jeg ennþá sem ungur elskhugi. — Heldur þú þá, af því að þú þykist vera í fullu fjöri, að þú hafir rjett til að tak allar ólánsamar konur í hjeraðinu. — Ef jeg hefði vald til þess og guð gæfi mjer mátt tii þess að fullnægja þrem hundr- uðum á hverri nóttu, mundi jeg gera það. — Guð liefur ekki gefið þjer slíkan mátt; en þú hefur einkennilega hugmynd um skyldur þínar gagnvart náunganum. Eigin- maðurinn, sem hjer er viðstaddur var í fylsta rjetti sínum, er hann tók frá þjer huffalkúna í hefndarskyni.. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. — En tönn fyrir tönn er ekki sama og kýr fyrir konu. — Þú áttir enga konu. Iiann gat ekki tekið neina frá þjer. Hann tók það kven- dýr, sem þjer tók sárast til .... þessvegna var rangt af þjer að grípa til byssunnar, því þú átt fyrstú sökina. En þú þarna, hvers krefsí þú? Þú átt heimtingu á sharm*). Ef kröfur þínar eru sanngjarnar skaltu segja mjer þær. Eiginmaðurinn var lítill maður gráhærð- ur, veiklulegur, með kænskuleg augu eins og i gömlum ref. Hann hikaði, leit til skift- is á ættarhöfðingjann, tadsildar’ inn og dómarann. — Herra höfuðsmaður, ég vil fá konu mína aftur og halda kúnni i sárabætur. — Það er ómögulegt. Réttlætið krefst þess, að þú skilir kúnni gegn konu þinni. — En jeg get ekki skilað honum kúnni aftur, því bufflinn minn hefir þegar kelft hana .... Hví skyldi jeg gefa þessum auðvirðilega stigamanni afkvæmi skepnu minnar? Róberts sneri sjer að manninum með rán- fuglsaugun. —- Hverju vilt þú svara þessu? ') bætur fyrir afbrot. Herra höfuðsmaður, hversvegna ætti jeg líka að skila honum konunni? Eg lagði hana í livilu mína, og jeg get ckki sjeð, hversvegna jeg ælti að gefa þessu ógeðs- lega svíni barnið mitt, sem hún eflaust gengur með. Roherts horfði hrosandi á tashildar sinn. Hann hvislaði að honum nokkrum orðum, og þar sem liinn innfæddi stjórnmálaráðu- nautur félst á það, stóð hann upp og kvað upp dóminn: Lofaður sje guð almáttugur, sem lieyr- ir til mín, og Múhamed spámaður hans. Eg hef dæmt málið. Þú, sem rændir konunni og þú, sem tókst kúna, þið skuluð innan tuttugu og fjögra tínia skila hvor öðrum aftur því, sem þið hafið tekið. Og eftir níu mánuði skuluð þið liafa skifti el' þið æskið jjess, á kálfinum og barninu. — Þorpsbúar kinkuðu kolli til samþykkis, en ættarhöfð- inginn og aðrir helstu menn hrósuðu Ró- herts fyrir visku lians. Kl. ö um kvöldið var Roberts kominn Iieim í virkið aftur. Hann hitti Nicholson liðsforingja í matstofudyrunum. Ungi liðs- foringinn var nýstaðinn upp frá tedrykkju. Meðan þjónninn fór að sækja annan holla fór Roherts að segja aðstoðarmanni sínum frá atburði dagsins, og hafði j)elta ein- kennilega mál, sem undir hann hafði ver- ið borið, gert hann dálítið skrafhreifnari. — Sem sagt, mjög kynlegt mál, Nichol- son. Maður rænir konu annars manns vegna ])ess að hann sé vondur eiginmaður. Það kemur ofl fyrir í Evrópu, liöfuðs- maður. Og þvi miður verður j)að ekki jafn- að með kúm og kálfum. Ilin alvarlega rödd liðsforingjans kom flatt upp á Roberts. Hann lagði vindling sinn á öskubakkann og spurði gletnislega: — Hafið þjer vei’ið gerðardómari i slík- um sökum hinumegin við Súezskurðinn? Nei. . Jeg vildi aðeins segja jxað, höf- uðsmaður, að enginn skyldi hlæja, jxegar um er að tefla örlög einhverrar konu. Nicholson gekk út. Roberts var hissa og horfði lengi á dyrnar, sem hann lokaði á eftir sjer. Síðan kímdi hann hæðnislega og hugsaði með sjer: „Piltur jxessi talar eins og gamall Don Juan. Og jeg þyrði að veðja, að hann veit einusinni ekkert hvað ást er“. VI. Hvirfilhylurinn skall í algleymingi yfir dalinn. Rykskýin þyrluðust upp hvert af öði’u, liðu sem flóðbylgjur yfir rauðleita jörðina og skullu á óhifanlegum hamra- heltunum. Varðmennirnir tveir, sinn í hvoru horni virkisins, leyndust inni í skol- fylgsnum sínum, vöfðu utan um sig áhreiðr um og gátu þannig nokkurn veginn varið sig gegn ofsa óveðursins. Múldýrin í virk- isportinu hneggjuðu ókyrðarlega, stóðu lúpuleg og skutu höm i veðrið. Þjónninn konx inn til Robei’ts. Teið er til, liöfuðsmaður. En Roberts hreyfði sig ekki. Hann sat við borðið. Hann var niðursokkinn i liugs- anir sínar. Nú virtist öll von áti um að fá nokkurntima fréttir af Ölbu. Brjefin sem stíluð voru til Kaíró, höfðu áreiðanlega komist til skila, úr þvi að ekkert þeirra hafði verið endursent. Hinn lxægvaxandi kvíði, senx angraði hann, og eftirvænting- in, sem varð cnnjxá sárai’i í hvert skifti sem póstur kom, hreyttist nú í vonleysi. Alba vildi ckki skrifa honurn. Hún var staðráð- in í að svara honuni aldrei. Og hversvegna? Þessi augljósa staðrevnd Jxótti Ilonum þung- hærari en efinn. Meðan liann gat vonað, hafði liann jxó dálitla huggun. En nú hafði vonin orðið lxlekking. Hann horfðist í augu við Jxann cina óumflýjanlega veruleika. Og stormurinn, sem öskraði í dalnum, virtist hrífa hurt siðustu yonirnar hans. Fyrir Öllni var hann ekki lengur til. Ilinar stuttu samvistir þeirra höfðu þó ver- ið meira en hversdagslegir dutlungar. Hel'ði hann verið ríkur, gat liann skilið fram- komu ÖIlxu sem leik, óvenjulega vel leik- inn. En hún vissi vel, að laun höfuðsmanns, Jxótt í Indlantlshernum væri, fullnægðu ei kröfum ágjarnrar konu. Ilún hafði lieldur aldrei viljað þiggja af lionum annað en hlómvendi; lnin liafði jalnvcl ætlað að neita fangamarkinu úr gimsteinum með skjaldarnxerki liðþjálfadeildarinnar, sem hann hafði gelið henni í London. Að væna hana um peningagræðgi, hvílíkt guðlast! Henni liafði ekkert slíkt gengið til, hún hafði sannarlega elskað hann. Átti hann þá að halda, að liún hefði eft- ir brottlör lians gersamlega gleymt honum, eða að brjefin til liennar hefðu lent í liönd- um manns liennar, sem liti það óliýru auga að þau sendust á ástahrjefxun. „Nei, það er óhugsandi, hugsaði Roherts. Maðurinn liennar hefur ekki getað náð öll- um hrjefum minuin. Hún veit, að jeg hef skrifað henni oftar en tíu sinnum. Ilón svarar mjer ekki, af Jxví að hún álítur úti um alt samhand okkar á milli, af jxví að hrottför min til 3ja ár ílvalar á Indlandi var sá endir, sem örlögin bundu á það. Nema liún skrifi nxjer ekki til þess að forð- ast að rifja upp viðkvæmar minningar? Ef til vill brennir hún hrjefin mín til þess að vekja ekki upp tálvonir. .. . Nema ný ást hafi vaknað í lxrjósti hennar..“ Ilann krefti hnefana alt í einu eins og liann sæi Ölbu fyrir franxan sig i faðnxi ann- ars manns. Þessi hræðilega tilhugsun rask- aði jafnvæginu í huga lians. Hann reyndi að vísa henni á hug. En tilraunir hans urðu urangurslausar og henni skaut altaf upp aft- ur og aftur meira ljóslifandi. . . . Þá þreif hann hlöðin á horðinu og kreisli þau í hnefa sjer eins og hann ætlaði að hefna sín á Jxeim og svala með þvi bræði sinni. Alha ástfangin í öðrum manni! Og hvers- vegna ekki Jxað! Ilafði liann, aunxingjans ræfillinn, nokkurn einkai’jett á ástaratlot- um þessarar töfrandi konu? Hún hafði lialdið framhjá manni sínum, fyrst við hann og svo þann næsta. Og hann gat vei’- ið svo kjánalega einfaldur og sjálfbirgings- legúr að halda sig vera þann eina, sem gæti lullnægt kvenlegum tilhneigingum konu, senx á óheiðarlegan aula fyrir nxann og fer Hvað Norðinenn sejíja um „Vjer hjeldum heim“. Við fylgjum með andurblíðu hinurn griinmu örlögum „eftirstríðsæskulýðsins“ .... Enginn les þessa ófegruðu frásögn um þjáningar hinna ungu eftir stríðið, án þess að verða fyr- ir sterkum áhrifum. Inge Debes i „Nationen“.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.