Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1931, Blaðsíða 13

Fálkinn - 28.11.1931, Blaðsíða 13
F Á L K 1 N N 13 Karlmannafatatiskan. Síðustu Lundúnafregnir. Eftir Andrjes Andrjesson, klæðskera. Framhald. Áður en jeg nú lýk máli minu um karlmannafatatískuna, vil jeg minn- ast á nokkura fatnaði, er tískusjer- fræðingar láta til sín taka. Peijsur — Sokkar Að undanförnu hafa ekki verið gerðar miklar breytingar á prjóna- vörum. Að þessu sinni cr brugðið út af vananum, því að nú e''1: t. d. peysur sniðuar á margan hátt. Ermalausar peysur tíðkast mikið, en þó má um peysur með ermum það segja, að jafnan eru þær lang mest notaðar, og er likt og þar um mæli einskonar óskrifuð lög, sem gilda jafnt vetur, sumar, vor og haust. Peysur tíðkast nú þannig sniðnar, að þær falli þjett að hálsi, cinnig talsvert flegnar. Eru þær ým- ist með rennilás eða án hans. Flest- ar gerðirnar eru nú nokkuð nær- skornar að neðan. Tíðkast nú peys- ur jafnt vasalausar og með vösum, en svo má segja, að hneptar peys- ur sjeu að mestu horfnar. Litir á peysum eru nú mjög fjölbreyttir. Stór- og smáköflóttar peysur eru nú framarlega á heimsmarkaðinum, og bera þar mikið á brúnum og dökk- rauðum litum, en jafnl'ramt er ekki gengið fram hjá öðrum litum, svo sem nokkuð ljósari. Einlitar peysur tíðkast mest i rauðum, grænum og bláum litum. ■ Undanfarið hefir talsvert verið búið til af peysum og sportsokkum samlitum, en nú virðist sú tiska heldur vera að iriinka. Annars eru kárlmannasokkar lil- búnir í óvenjulega margbreytilegum og smekklega niðurröðuðum litum og svo sem gefur að skilja er efni sokka margskonar. Húfnr Treflar. Næstliðin ár hefur töluvert selst af húi'um og treflum í sama lit, en nýjustu fregnir herma að sala á slíkum vörum sje nú minkandi. Hinsvegar eru vörur jiessar cnn- þá tilbúnar i allavega gerðum og litum. Pess ber að geta, að húfu og trcfil ætti helst að velja méð tilliti til fatalits. Nærföt. Nú hafa tískusjerfræðinghrnir komið því til leiðar, að búin hafa verið til sjerstöku nærföt, er nota á þá klæðst er samkvæmisfötum. Eru þau úr sjerstöku efrii, sem er ljett og þægilegt að dansa í. Ýmsir enskir læknar fordæma mjög þá tilhneigingu í nærfatagérð nú, að sníða nærskyrtur ermalausar. Ilítfa þeir bent á, að undirstöðuat- riði i notkun nærfatnaðar sjeu þau að nærfötin drekki i sig svita og hindri útgufun frá líkamanum að komast i utanyfirklæðnaðinn. Vilja læknar þessir álíta,, að ermalausu nærskyrturnar sjeu að- eins framkomnar af löngun ein- stakra framleiðenda til þess að koma með eitthvað nýtt á markað- inn. Ermalausu nærskyrlurnar eru heldur ekki seldar í fínustu verslun- um Lundúnaborgar, en hinsvegar hafa 2. og 3. flokks verslanir selt nokkuð af þeim. i'á læt jeg að þessu sinni staðar numið að lýsa tískunni. Enn er samt fjölda margt ósagt, sem bíða verður tima og tækifæris. Hefi jeg t. d. ekki á það mirist, hvaða fatalit lágur og gildur maður eða hár og grannur ætti að velja, og eigi hefir verið bent á fatalit fyr- ir dökkhærðan mann, rauðhærðan, eða tjóshærðan. Að sjálfsögðu er þá og líka eftir að gera grein i'yrir lit- um og gerð á hinum margvislegu flikum, sem tilheyra hinum ýmsu fatasniðum og fatalitum, svo sem skyrtu, bindi, hatt frakka o. fl. Lengi mætti svo teíja, en samt vil jeg vona, að gréinar minar hafi mátt verða til þess að vekja ein- hverja til ihugunar um ýmislegt það, er betur má fara i klæðaburði karl- manna. Eridir. Sflnxinn rauf þögnina... Skáldsaga ur, gekk fram fyrir Roberts og heilsaði honum: — Nieholson undirforingi .... Gott kvöld, höfuðsmaður. Roberts tók kveðju hans og rjetti honum höndina: - Ferðin hefir gengið klaklaust? Já, liöfuðsmaður .... En hjer er skip- unarbrjef mitt. Þakk’. Jeg skal sýna yður hcrbergið yðar. Komið með mjer. Roberts fór með hann inn i ganginn á fyrstu hæð og útskýrði fyrir honum skipun virkisins. — Þetta herbergi er matsalurinn okkar, ekki sjerlega fínn, eins og þjer sjáið. Fyr- irrennari minn, Gordon, hefir skilið eftir á veggjunum nokkrar myndir úr „Vie parisienne“. Það styttir yður stundir. — Ó, jeg gæti lifað án þeirra. ITjerna megin er lierbergi mitt, en þetta verður yðar herbergi. Húsakynnin eru slæm. En vonandi hafið þjer ekki bú- ist við þvi betra? -— Jeg befi nú þegar verið þrjú ár í her- þjónustu á landamærunum, svo jeg kann- ast orðið við .... Hinsvegar átti ekki að senda mig hingað. Það var Mitchell úr Tochi-skátafylkinu, sem fara átti í virki nr. 4. En þar sem hann var að fara í hálfs árs leyfi, fengum við því hreytt af herstjórn- inni. Jeg kom úr leyfi fyrir fimm vikum. Mjer var sama, hvert jeg yrði sendur, svo að jeg fór í staðinn hans. Jeg skil .... Það er sem sagt þessari tilviljun að þakka, að þjer eruð sendur hingað. Já, höfuðsmaður. Ef fjelagi minn Mitchell hefði ekki átt í hlut, væri jeg enn í Sararogha. Jæja; jeg ætla þá nú þegar að skýra fyrir yður, hvað þjer eigið að gera. Þjer vitið, að í hverri viku verðum við að fara tvær eftirlitsfcrðir, aðra 12 stunda, en hina 24 stunda með helmingi fjölmennari flokk en vant er, vegna háttalags Zara Kehl’ manna. Við skiftum starfinu milli okkar Sitt sinnið livor. — Já, höfuðsmaður. — Nú, hvað snertir máltíðir okkar, skul- uð þjer ekki treysta á það að hafa mig að mötunaut, því að jeg borða oftast inni í her- berginu minu. — Agætt. Yður þykir ekki leiðinlegt að vera einn? -- Alls ekki. Þvert á móti. Það er gott. í fyrramálið skuluð þjer tala við innlendu foringjana og naib lah- sildar. Það eru áreiðanlegir menn .... Höfðingi Zara Kehl’manna ber meira að segja traust til tahsildar’ins og gæti það orðið okkur gagnlegt, ef til uppreisnar kæmi. Hann fræðir yður um hugarástand nokkurra kynflokka, sem virðast nú sein- ustu vikurnar teknir að ókyrrast framar venju .... Góða nótt, Nicholson. Góða nótt, höfuðsmaður. Liðsforinginn fór inn til sín, og þjónn hans á eftir honum með sængurfatnað hans. Roberts fór einnig inn i herbergi sitt. Hann lieyrði, þegar farangrinum var kastað á gólfið. Þá var eins og hann myndi alt í einu, að hann hefði gleymt einhverju, tók mvndina af Ölbu, faldi hana í handtösku sinni og læsli með lvkli. Morguninn eftir barði subadar’inn að dyrum bjá Roberts. Höfuðsmaður, malilc*), Zara Kebl’- manna er niðri í portinu og þykist hafa bráðnauðsynlegt erindi við yður. Jeg áleit rjett að aðvara yður. Það var vei gert .... Kallið á tahsil- dar’inn og vísið þessum manni inn á skrif- stofuna við varðherbergið. Roberts setti upp vefjarbött sinn og gekk niður. Hann gekk í gegnum portið og inn í skrifstofuna. Höfðingi Zara Kehl’manna sat á gólfinu að liætti austurlandaþjóða. Hann stóð upp, lofaði guð og heilsaði liöf- uðsmanni, sem svaraði honum aftur á pusht a-nvÁ\i: Hver er orsökin til heimsóknar þinn- ar. Iveniur þú með ófriðarorð á vörum til þess að ögra konungi mínum og keisara? Eða óskar þú að biðja hann ásjár til að vernda lif þitt og þinna? ITöfuðsmaður, jeg vildi einungis, ef guði þóknast, að þú yrðir dómari í deilu, sem þá og þegar getur valdið bardaga milli °) Höfðingi ættkvíslarinnar. minna bestu manna og mestu bófanna af Mirazis-ættinni. .Teg er albúinn að skera úr þeirri deilu. Hvar eru andstæðingar þinna undinnanna? Ilann er aðeins einn. Hann kom i dög- un til Zizzam og biður þín þar til sólarlags. Eftir klukkutíma fer jeg af stað .... Stefndu saman jirgáh fyrir framan hús þitt og skipaðu málsaðiljum að vera við- stöddum. Með aðstoð hins almáttuga, sem innblæs mjer, vona jeg að geta dæmt rjetti- lega í deilu þeirri, sem sundrar ykkur .... Farðu. Gamli malik’inn kvaddi og l'ór. Einu sinni enn þurfti Roberts að leysa vanda- samt hlutverk af hendi; sætta tvær ná- gran na ættkvíslir altaf reiðubúnar að grípa til vopna. Hann tók með sjer fáa merin, því honum var sem ferðadómara óhætt fyrir árásum. Sólin skein og eyddi móðunni í dalnum. Hæðabrúnirnar sáust óskýrl hver upp af annari út við sjóndeildarhringinn. Ekkerl lif var sjáanlegt í þessum víðáttumikla urð- ardal, en hátt i bláu loftinu sveimuðu nokkrir ránfuglar leitandi að bráð. Engin hjörð sást á beit. Var það óvissan um liinn ótrygga frið, sem kom hirðunum til að fela lijarðir sinar, og karavömmum lil að flýja vegina? Þegar þeir Roberts beygðu fyrir eina þverhnýpta klettasnös, sá hann# sem gekk fremstur sinna manna við lilið síns trygga tahsildar, hin fáu hvítu hús Zirram- þorpsins. ITver bær var girtur múrvegg og var með smáturni, þar sem húsbóndinn gat njósnað um mótstöðumenn sína með byss- una í hendinni. Við veginn inn í þorpið veltu sér nokkrir bufflar upp úr stöðupolli. Tvær svartklæddar konur með þjetta blæju fyrir andlitinu 'flýttu sjer inn í hús úr sól- þurkuðum aur. Þeim virtist vist ekki koma paþan-hermannanna boða neitt gott. Malik ættkvíslarinnar kom á móti þeim og með honuni nokkrir málsmetandi menn. Þeir heilsuðu Roberts og fylgdu honum að hinu óhrotna húsi, sem höfðingi ættkvíslar- innar hafðist við í með fjölskvldu sinni. Þeir gáfu merki og nálgaðist þá flokkur manna, sem vopnaðir voru byssum, smygl- uðum vopnum, er þeir höfðu sjálfsagt keypt af eiganda leyniverksmiðjunnar í Kohat-dalnum. Róberts ljet kynna sjer höfðingja ná- grannaættarinnar, og hann kynti honum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.