Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1931, Blaðsíða 8

Fálkinn - 28.11.1931, Blaðsíða 8
8 FÁLKI.NN Glæpamannaöldin í Chicago er orðin heimsfræg fyrir löngu og sömuleiðis þeir menn, sem henni stjórna, einkum Al Ca- pone, sem fram að síðuslu borgarstjórakosningum i Chicago var að kalla einvaldur í borginni og hafði jafnan fulla vernd laganna. En svo fjell „Big Bill“ borgarstjóri og nokkrum vilc- um síðar var Al Capone handtekinn og seitur í tugthúsið. Myndin hjer að ofan sýnir bardaga lögreglunnar á opnu stræti og um hábjartan dag, við glæpamannaflokk einn. Bifhjólamaðurinn 'verður að klæða sig i samræmi við hrað- ann. Hjer sjest J. S. Wright æfa sig á 200 km. hraða, undir kappmótið við Þjóðverjann IJenné. Englendingar liafa mörg undanfarin ár haft lcappflug um liinn svonefnda Schneiderbikar. En nú virðist svo, að þessi kapp- flug sjeu að hverfa úr sögunni. Þau kosta þálttakendurna ó- grgnni fjár, en liins vegar er ekkert fje í aðra liönd, heldur aðeins heiðurinn — og svo um stundarsakir bikarinn, sem þó verður að keppa um næsta ár. Hjer á myndinni er Schneider- Hydro S. 6. B, sem vann flugið síðasta ár. Fálækir stúdentar í Berlín hafa slegið sjer saman og gerst götusöngvarar til að afla sjer fjár. Hjer sjest flokkur af þeim, undir húsgluggum. Belgar liafa gert minnismerki yfir Stanley landkönnuð og á að flytja það til Kongo. Myndin er tekin á minningarhátíð, sem fór fram í Belgíu nýlega, í tilefni af, að 50 ár voru lið- in frá dauða Stanleys.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.