Fálkinn


Fálkinn - 28.11.1931, Blaðsíða 15

Fálkinn - 28.11.1931, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 Myndastofan við Lækjartorg Framhald af bls. 2. nje minna en vandræðagripurinn i myndinni. Þarna i setuliðinu er hann almenn- ur fótgönguliði, allra besta skinn, en samt sem áður öllum til ama og vand- ræða. Hann er ólmur af ást til Ant- onie (Lucie Engliscli), en þar er sá hængur á, að hún er jafn ólm af sama til varðstjóra eins í riddara- liðinu. Varðstjórinn hefir verið ólm- ur lika, en nú er hann kominn á seinagang í ástum sínum til Antonie, sem þó eigi iætur hugfallast heldur i'eynir að koma honum til aftur. Vandræðagripurinn, sem heitir Kuhlicke, lendir i nýjum raunum — drekkur sig fullan af ást — eða út úr ástarraunum, vegna þess að A'nt- onie hefir gleymt honum á dansleik — og er snoppungaður af yfirboð- ara sínum. hetta verður til þess, að hann er settur í riddaraliðið. Þar farnast honum enn ver, en sjálfum finst honum fremd i skiftunum. Hann sjer Antonie daglega og af því að liann veit, að varðstjórinn hennar kemst nú ekki einu sinni fetið í ást- um sínum til hennar, telur hann henni trú um — til þess að hlífa henni við vonbrigðum að gera henni skiljanlegt hversvegna hún sjái ekki varðstjórann — að hann sje veikur. Hann tekur að sjer að koma brjefum frá henni til hans, og þeim stingur hann í vasann, því hann veit að varðstjórinn les þau ekki hvort eð er. Loks lendir hann í svo mörgum skakkaföllum að hann er fluttur aft- ur í fótgönguliðið. Hönum þykir það miður cn káupir sjer riddaraeinkenn- isbúning lil að fara i, þegar hann heimsækir Antonie. Svo lendir hann í því, að stela eplum af eplatrje erfðaprinsessunnar og er handtekinn og farið með iiann upp í höllina. En þá ber svo við, að varðstjórinn er að flýja með dóttur hirðráðsins í höllinni, en hirðráðið er hægri hönd prinsessunnar. Hirðráðsdóttirin kem- ur líka í liöllina og hagar orðum sín- um þar svo snildarlega, áð vand- ræðagripurinn fær gefnar upp sakir og fær Anlonie og fær dóttirin að giftast elskliuga sinum — með öðrum orðum klykkir myndin út með tvö- ioldu hjónabandi, eins og allar góð- ar óperettumyndir eiga að gera. Myndin er búin til leiks af Gustav Althoff og lielstu hlutverkin, auk þeirra, sem nefnd hafa verið leika Adele Sandrock og Kurt Vesper- mann. Myndin er prýðilega skemti- leg og verður tvímælalaust mikið sótt. Hún. verður sýnd næstu kvöld í NÝJA BÍÓ. LANDFRÆÐIIIJÓLIN í haust hefir komið á markaðinn hjer nýtt kenslutæki í landafræði, einkar hentugt til þess að sjá í fljótu bragði ýms landfræðinöfn, landa- stærðir og þvi um líkt. Er þetta tvö- föld skífa, sú fremri með tíu götum fyrir þessi atriði: Númer hvers lands á landabrjefinu á skífunni, stærð þess, íbúatala alis og á hvern ferkm., stjórnarskipun, nafn höfuð- borga og íbúatala þeirra, mynd þjóð- l'ánans, lengsta fljót og lengd þess, og hæst fjall og hæð þess. A aftari skífunni eru öll nöfnin og tölurnar prentuð þannig, fyrir öll lönd álf- unnar, en landanöfnin eru prentuð eftir stafrómsröð á brún aftari skif- unnar, að ekki er annað en stilla fremri skifuna á það land, sem mað- ur vill leita upplýsinga um og lesa al' í götunum. Áhald þetta er ekki áðeins ómissandi fyrir skólanem- endur, enda mun það nú vera kom- ið á flesta barnaskóla landsins, held- ur einnig mjög handhægt fyrir full- orðna til þess að afla sjer i vitnéskju í fljótu bragði um ýmislegt, sem að gagni iná koma. Það er gert í Þýskalandi, en islenskir textar hafa verið settir á það svo að vandalaust er að nota það. ----x--- SKÖLLÓTTRA- í Japan er það tal- FJELAGIÐ. in mesta ógœfa aö - ——— -------- vera sköllóttur. — Sköllóttur maöur er hæddur og spott- aöur hvar sem haun kemur og get- nr hvergi komiö ár sinni fgrir borö. Þessvegna hafa þessi olnbogabörn nú hafist handa og l sumar söfnuö- ust 10.000 sköllóttir Japanar sam- an á þing, til þess aö berjast fgrir bregtingu á almenningsálitinu hvaö skallann snertir. Fundurinn hófst meö því aö veita verölaun sköllótt- asta manninum sem þangaö kom. Mgndin sýnir nokkurn hluta fund- armanna, er hann gekk i fglkingu frá járnbrautarstööinni í Tokio. Voru borin í fglkingunni spjöld, eins og í kröfugöngu, þar sem heimtaö var fult „jafnrjetti“ sköllóttu mann- anna niö aöra. ——x------ Hattaverslun Margrjetar Leví gefur afslátt af öllum liött- um og húfum og barnahöf- uðfötum, gegn staðgreiðslu. NB. Nokkur stykki „Orgin- al Model“, seld fvrir hálfvirði. ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinm Veggfóður Sími ■ 1498 Höfum nú fengið mikið úrval af nýjum tegundum. Látið ekki dragast að koma lil okkar meðan nógu er úr að velja. Síðasta sending fyrir jól. j»pfiniNr I i i Revkjavik. iiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinS IIIX NÝJA FLUGVJEL Spánverj- ------------------------ ans Ci- erva hefir náö þeirri viðurkenn- ingu aö Albert Belgakonanlgitr hef- ir þoraö aö fljijga i henni. í sumar kom lord Stone.haven, fgrrum land- stjóri í Ástralíu til Briissel í Cierva- vjel og Ijet þá konungurinn í tjási, aö sig langaöi til að fljúga i henni. Drotningin gerði sem luin gat tit þess aö hafa konunginn ofan af þessu, cn þaö stoðaði ekki hót og konungurinn fór upp i vjelina meö Lord Stonehaven. Vængirnir fóru að snúast, fgrst hivgt og svo hraðara og hraðara, vjelin brtinaði stnttan spöl áfram og Igftist svo nœrri þvi lóörjett upp í loftið. FlugiÖ tók e.kki nema tiu mínútnr og gekk mjög aö óskum og konungurinn kvaö sjer aldrei hafa liöið betur í flugvjel... ..Þeir eru margir, sem spá þessari flugvjel mikillar framtiöar. Hún hef- ir þaö til sins ágætis, aö hún þarf mjög litiö svæði tit aö komast i loft á. og getur lent nálega hvar sem cr. I stað fastra vængja er þaö hjól likt mglluhjóli, sem heldnr henni uppi. Eins og sjá má af efri mgndinni er sjálfur bolurinn mjög likur þvi sem er á algengum flugvjelum. .4 mgndinni til hliðar sjást Belgadrotn- ing og Stonehaven lávarður. Þýski hugvitsmaðurinn dr. Mann- heimer hefir uppgötvað tæki, sem hægt er að sýna ineð kvikmyndir i skýjunum, i alt að 10 þús. metra hæð. Ljósstyrkleikinn verður að vera ca. 500 miljónir kerta. Venjulegar kvikmyndir er þó ekki liægt að sýna með þessu móti, heldur fyrst og fremst teiknimyndir. Þess verður því máske ekki langt að biða, að við sjáum „Micky mouse“ og aðrar á- lika „persónur“ koma i skýjum him- ins. X

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.