Fálkinn


Fálkinn - 06.02.1932, Page 14

Fálkinn - 06.02.1932, Page 14
14 F Á L K I N N kalda drykki við þorsta sínum, en slikar guðaveigar höfðu ekki komið inn fyrir var- ir þeirra seinustu sex mánuðina. Sólin skein á grösugar flatirnar Umhverfis sjúkrahús- ið. Krákurnar flögruðu undir laufþaki kasíuviðanna. Litlu, gráu íkornarnir stukku af einu trje á annað. Tveir menn í afturbata lágu í langstólum undir íbiskus- trje og spiluðu foxtrot á grammófón. Lag- ið var fjörugt og í samræmi við fögnuð þeirra, sem sloppnir voru úr greipum dauð- ans. Vinirnir voru að tala saman. Þeir voru nýrakaðir, hreinir og þólti nú gaman að lifa. — Æ, Freddy . .. . Það er stórum steini ljett af mjer, þegar búið er að skafa burt þennan þarflausa gróður. — Það er satt. . . . Gamalt skegg liefur áhrif á sinnið.... — Hvað sagði læknirinn í morgun? — Hálfur mánuður enn. . . . og svo hvert á land sem við viljum. — Við fáum að minsta kosti sex mán- uði til að jafna okkur. — Og sex í viðbót.... Það verður heilt ár. Og má varla minna vera eftir alt þetta at. .. . — Jeg gleymi seint varðhúsi nr. 9.... Það lá við að við yrðum grafnir þar. Og talan 9 getur verið hamingjutala hakkarat- spilamanna, þótt hún sje óliappatala okkar veslinganna, sem settir erum til að verja dyr Indlnds. — Hvað mig snertir, kæri Eddi, þá verð- ur það Kýrhausinn, sem jeg hugsa til af mestum hryllingi.... Já, að hugsa sjer, að þessir herrar voru að mynda sig til að skera úr mjer botnlangann með rýtingum sínum! — Og án deyfingar, lagsmaður! — Eddie. . . . þjer voruð sannkölluð hetja . . Það sem þjer lögðuð í liættu mín vegna, er meira en alt annað sem.... — Jeg er búinn að segja yður, Freddy: ekki orð. — Einkum eftir það, sem okkur liafði farið á milli.... Það var skrítið! Átti jeg þá fyrir sak- ir eins kvenmanns að láta yður drepast eins og liund, láta þessa ógeðslegu fanta skera yður lifandi? Nei, í alvöru, Freddy, haldið þjer að til sje ein einasta kona i heiminum sem. geti afsalcað slikan ódrengskap? Nei, ekki svo að skilja. .. . Jeg held nú líka, að vinátta, sem orðin er til undir slíkum kringumstæðum, megi líkja við harn, sem móðurinni hefur gengið illa að fæða, heilsutæpt barn, sem bakað liefur henni mikið erfiði, en verður henni þó með liverjum degi kærara. — Við hötuðumst í hyrjun. En, Eddie, nú liafið þjer ekki einungis hætt lífi yðar til að bjarga mínu, lieldur líka opnað augu mín.... Á þessum sex uppreisnarmánuð- um hefi jeg elst um tíu ár.... — Góði, hesti Freddy, hættið nú! Þjer endið með því að hkja yður við hundrað ára fakírinn í Allahabad! Roberts stóð upp og kallaði út um dyrn- ar á herberginu til fjelaganna úti: Halló, Fairbanks!.... Þið látið okkur fá höfuðverk með þessum Schumanns draumsjónum ykkar. . . . Látið okkur heyra annan foxtrot. Lífið er leikur, fjandinn hafi annað! Höfuðsmaðurinn, sem þetta var sagt við, veifaði plötu yfir reifuðu liöfði sjer og ans- aði glaðlega:: Farið ekki að gráta, Roherts. . . . Nú kem jeg með eldgamalt Hallelúja sem mundi geta fengið yður til að dansa á mag- anum á kólerusjúkum manni. Draumsjónirnar hverfa. Foxtrotlagið liefst með snarki og brestum og fjörlegri hynjandi. Inni í herbergjum liggja Ro- herts og Nicholson endilangir í rúmum sin- um, hjartanlega sælir og kátir og blístra af öllum mætti. Tólf dögum síðar kom herforinginn W. D. Reynolds R. A. M. C., yfirlæknir spítal- ans, inn í stofuna. Bros ljek um alvarlegt andlit lians, ánægja skein út úr gráu aug- unum hans hak við gullgleraugun. Hann heilsaði sjúklingum sínum með handa- handi og skoðaði þá. Gott. . . . Ágætt. .. . Þarna eru þá tveir lieimtir úr helju, sem innan fárra daga strjúka frá spítalanum mínum til þess að fá sjer aftur ærlega neðan í því af veigum lífsins. Sex mánaða leyfi fær hver, það næg- ir til að kenna ykkur aftur að klæðast smók- ing, herrar mínir. ... En það er ekki þess- vegna, sem jeg kom að heilsa upp á ykkur . . . .Jeg hefi betri tíðindi að segja. .. . Er uppreisn liafin á ný? Ónei. En jeg hef það frá góðum heim- ildum, að þjer, Róberts, hafið verið opin- herlega tilnefndur til að fá Victoria kross- inn, og þjer, Nicholson, Military krossinn. Og þar sem sjaldan er ein báran stök, verð- ið þið mjög bráðlega útnefndir ofursti og höfuðsmaður. ... Jeg vildi vera fyrsti mað- ur til þess að fræða ykkur á þessu. Liðsforingjarnir áttu erfitt með að dylja fögnuð sinn. Þeir þökkuðu yfirlækninum, en hann bætti við: — Auðvitað skulum við segja, að jeg hal'i ekkert sagt. Þið vitið það ekki ennþá. Að jeg fór að kjafta frá þessu kemur af því, að jeg er sannfærður um að skap manna hefur áhrif á heilsufarið...læja, jeg kveð ykkur þá, þarf að taka fót af aumingja pilti einum, sem fjekk drep í hann.. Ham- ingjan hjer. . Sorgin þar. . Það er hið ó- geðslegasta lukkuspil orustunnar. . . . Ver- ið þið sælir, ungu menn! Roberts og Nicholson litu hvor á annan þegar herforinginn var kominn út. Ánægja þeirra hraust út. Eins og ærslafullir skóla- þiltar gáfu þeir kátínu sinni lausan taum- inn: Hello, höfuðsmaður! — Sælir, herra ofursti! I alvöru .... Þeir skera það ekki við nögl. Victoria krossinn! — Margur fær hann fyrir minna, Eddie. . — Þjer hafið lika unnið fyrir Military krossinum yðar, kunningi. Það gleður mig sjerstaklega að okknr hlotnast báðum samtímis slíkur lieiður. Og tökumst í hendur upp á það, Eddie .... Með hjartanlegri ánægju. -— Heyrið mjer. .. . Það er dálítið að vefj- ast fyrir mjer. Og jeg verð að segja yður það. Gerum út um alt sem liðið er á þann liátt, sem vinum sæmir .... Upp frá þessu stöndum við saman í lífi og dauða, Eddie. Þjer hafið gert hlut, sem menn sjá ekki tvisvar á lífsleiðinni .... Upp frá þessu skoða jeg yður sem hróður, og þjer skuluð vita, að Nicholson’arnir frá Waverley Lodge í Ivornbretalandi hafa aldrei gengið á bak orða sinna frá þvi að ættin var stofn- uð af Jolni Andrew Nicliolson bæjarfull- trúa i Plymoth 1820 .... Og nú sver jeg það við Guð, að hafið þjer nokkurntíma þörl' á minni hjálp i lífinu, getið þjer kall- að á mig; jeg mun ekki lála standa á mjer. Hversvegna eruð þjer að segja mjer jætta, Freddy? Jeg vissi jjað j)egar. Ekkert aðskilur okkur framar. Já, en jeg vil grafa hið liðna i eilt skifti fyrir öll. Nicliolson stóð upj). Ilann opnaði lillu töskuna sína og tók upp lokað umslag. Hann sýndi það vini sínum. Þekkið þjer j)etta? Það er seinasta hrjefið, sem jeg vildi senda frá virki nr. I .... Það fór aldrei. Jeg geymdi jjað, því jeg vildi sýna yður, Iiver yrðu örlög j)ess. Á borðinu milli rúmanna var tepottur með vatni yfir sprittlampa. Nicholson tók hann af, kveikti í umslaginu og ljet jiað eyðast hægt í loganum alveg upp að fingr- um hans. Svona fór það .... Ekkert cflir nema flálílil aska. Roberts hafði fylgt Nicholson þegjandi með augunum. Þegar hrjefið var brunnið, leitaði hann í skjalaliylki sínu og tók fram myndina af l'rú Nogales. Hann sýndi hana vini sínum. Or J)ví að þjer eruð ákveðinn í að strika yfir fortíðina, Freddy, |)á ætla jeg að feta i spor yðar .... Við segjum J)á um leið lokið einum kafla úr æfi okkar .... Roberts hjelt myndinni yfir lampanum. Hún var lengur að brenna. Smám saman át: loginn safalafeldinn, hrosandi munninn flosmjúku augun, svarta hárið .... Al' öllu j>essu varð ekki eftir nema örlítil aska, sen) Roberts bljes l)iklaust hurt. Og Nicliolson reif sína mynd í smátætlur. Þeir litu þvínæst nokkuð alvarlegir livor á annan eins og þeir jjyrðu ekki að gera gaman að þessu liátiðlega heitstrengingu. Síðan setti Roberts tepottinn aftur upp og Ínælti eins og ekkert liefði i skorist: Hið liðna er dautt og grafið, ekki satt, kunningi ? —Jú .... Og jeg græt það ekki. Nicholson líndi upp nokkur öskukorn, sem liöfðu orðið eftir á borðinu. Hann ljel þau detta milli fingra sjer og sagði loks um leið og liann hrærði teinu saman við sjóð- andi vatnið: Það var ekki Jjess vert, að við yrðum óvinir út af ])ví. XIV. Jazzinn á Firpo’s i Kalkútta virtisl fá aukinn þrótt frá óveðrinu, sem dunið liafði þetta kvöld yfir Maidan vellina, skafið auð- ugar straumhylgjur Iloogly fljótsins og verið að j)ví komið að hræða hvita sykur- toppinn á Victoriá Memorial, sem tilsýndar er að sjá eins og skreytt rjómakaka. ÖIl horð voru setin á fínasta matsölustað höf- uðborgarinnar í Bengal. Herforingjar í svörtum smóking og hvítum buxum sáust innanum skemtiferðamennina á kjól og amerískar konur i ljósum kvöldhúningi. Feiknastórir loftræstispaðar hringsnjer- ust yfir höfði dansfólksins og virlust flýta fyrir snúningi þess eins og }>að væri leik- hrúður úr flosi. Roberts ofursti og Nicholson höfuðsmað-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.