Fálkinn


Fálkinn - 26.03.1932, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.03.1932, Blaðsíða 6
c F Á L K I N N Mesta fljót Evrópu Uppdrútlur þessi, af þeim hluta Rússlands, sem Volga nær til, sýnir vel, hve gegsilega þýöingarmikið fljótið er, sem samgönguæð. Það sameinar rússneskar bygðir norðan frá Hvitahafi og suður til Kaspia- hafs og greinar þess ná til alls miðbiks Rússlancls. Sunnudaoshuyleifling. Eftir síra Sigurð Gíslason. HIMNESKA AUÐLEGÐIN „Safnið yður fjársjóðum á himni“. (Matt. 6,20. E'yrir nokkrum árum bar svo til: Lítill drengur lá í rúmi sínu aú inorgni dags. Sólin skein inn um gluggann og' stafaði brenn- lieitum og björtum geislum sín- um á beð drengsins. Veðrið var yndislegt, bliða og kyrð, er vitn- aði um undramátt hinnar guð- dómlegu sólar. Drengnum þótti leitt, að verða að liggja í rúm- inu í slíku sólskini og veðri, en ástæðan var ekki veikindi, held- ur fátælct. Hann var svo fátæk- ur, að hann komst ekki á fætur fyr en móðir hans hafði gert við fötin hans. Hann barmaði sjer undan fátækt sinni — að geta ekki notið sólarinnar og veður- blíðunnar, sökum skorts á jarð- neski-i auðlegð. Hann tók að ó- kyrrast, heimtaði föt og fjekst ekki um, hvort móðir hans gæti fullnægt þeirri kröfu eða ekki. Þá tók móðir hans það til ráðs að rjetta drengnum sínum barnablað, ef ske kynni, að hann sefaðist við lestur ein- hvers, er hann fyndi þar fall- egt. Og það varð. Drengurinn fann þetta vers: Hvers, sem á himneska auðinn, frá lionum stelur ei dauðinn; þótt eigi hann ekki á sig kjólinn, þá er hann þó ríkari en sólin. Þetta las hann — og með gaum- gæfni, því að versið vakti hon- um margar hugsanir. Hann fór að hugsa um það, að þótt hann ætti ekki föt til að vera í, gæti hann samt verið sæll og rílcur — ríkari en sjálf sólin, sem hann einmitt hafði æðrast yfir að geta ekki notið meir en nam skini hennar inn um gluggann. Hann fann að sjálfur gæti hann orðið hærra á miklu liærra sviði en því, þar sem bjó sá blessun- argjafi, er hann þó hafði, um morguninn, talið sjer liina mestu sælu að mega lúta. Hann skildi, að ef hann gæti eign- ast himneska auðinn, þá skyldi hann ekki mögla, heldur glað- ur bíða, þar til bann kæmist með eðlilegu móti út í góða veðrið. „Mamma, mig langar til að. eignast liimneska auðinn. Viitu segja mjer eitthvað um Jiann?“ — sagði drengurinn. „Já, drengur minn“ svar- aði móðir hans, þú getur t. d. eignast himneska auðinn, með ]iví að vera góður drengur og elska móður þína, sem er að slríða i því að koma þjer á fæt- ur og ef þú möglar ekki gegn henni eða heimtar af henni það sem henni er’ um megn, heldur ert fús á að hjálpa henni og skilja hana“. „Gef mjer þá himneska auð- inn, mamma“. „Guð gefúr þjer af honum, ef þú biður hann þess með hóg- værð og trausti en heimtar ekk- Ef Volga rynni út í opið haf mundi hún án efa liafa orðið merkasta fljót heimsins og landflæmin meðfram henni teljast með þrautræktuðustu bygðum veraldar. Því að veiga- meiri samgönguæð er ekki til í Evrópu, þrátt fyrir það, þó að ísinn byrgði Jiana langan tíma á liverju ári. En nú rennur Volga út í Kaspíaliaf. Og þó að það sje slærsta stöðuvatn heimsins, ert. Hans er liimininn og jörð- in og allir hlutir. Sólin, sem þú liugðir áðan að væri hin eina sæla að njóta, er aðeins lítið brot af auðlegð lians. Ilátt ofar lienni ríkir guð í auðlegð dýrð- ar síns liimneska ríkis, sem er rjettlæti, friður og fögnuður í heilögum anda. Biddu guð, á morgnana er þú vaknar og á lívöldin áður en þú sofnar, að að gefa þjer af þessari auðlegð, og þá munt þú livorki vakna nje sofna til kvörtunar og áliyggna um fátækt þína og föt“. „Elsku mamma mín“, sagði drengurinn og vafði sig um háls hennar — „jeg ætla að á- setja mjer, að keppa ekki eftir jarðneskum auði, jeg ætla að biðja guð að gefa mjer liimnesk- an auð kærleika, liógværðar, friðar og fagnaðar, reyna að verða í öllu mínu lífi, góður drengur og gott guðsbarn“. Guð gefi þessum dreng náð til þess að rækja lieit sín. Hann er nú úti í heiminum. Guð gefi oss öllum löngun til að fylgjast með honum á vegi þessarar lielgu þrár. rúmlega fjórum sinnum stærra en ísland, þá vantar það til- finnanlega eitt, sem stöðuvötn eru vön að Iiafa, sem sje af- renslið. F'jölda margar ár renna í Kaspíaliafið, og þó að sumar þeirra sjeu ekkert smásmíði, eins og t. d. Volga, þá rennur enginn dropi þaðan aftur. Svo mikil er uppgufunin úr þessum rússneska „Stórasjó“, að árnar geta ekld einu sinni haldið vatnsborðinu í sömu hæð og sjávarins, heldur er það 26 metrum lægra. Og verður þá skiljanlegt liversvegna Kaspía- liafið er afrenslislaust. En vatnsmegnið, sem Volga flytur Kaspíaliafinu er þá um 10 þúsund rúmmetrar á sek- úndu, enda tekur þetta fljót á- samt kvíslunum, sem í það renna, við afrensli af landsvæði sem er nálægt því fjórtán sinn- um stærra en Island. Áin er 365)0 kilómetra löng og af þess- ari óralengd eru 3570 kílómetr- ar skipgengir og veldur það vit- anlega mestu um, hve stórkost- lega þýðingu liún hefir liaft sem samgönguæð. En um ])að, live áin er vel skipgeng ræður það mestu, live vatnsmikil liún er og live liallalítil hún er. Upptök liennar eru aðeins 236 metrum Jiærri en ósarnir og mest af fall- inu kemur á efsta liluta árinn- ar, þar sem liún fellur ofan úr Valdaihæðum, tæpum 300 km. fyrir sunnan Leningrad. Legg- ur liún fyrst leið sína í norðlæg- an boga til austurs, þangað til komið er að Kasan, en siðan er aðalstefnan í suður, alt til Kaspíaliafs. Þannig liggur leið þessarar miklu elfu um hjarta Rússlands, og þegar litið er á, að fjölmargar al' ám þeim sem í Volga renna eru skipgengar líka, getur það ekki dulist, live afar mikla þýðingu þetta mikla fljót liefir haft fyrir samgöng- ur víðlendasta ríkis Evrópu, fyr og síðar. Eftir þvi sem vatns- megnið vex og hallinn minkar á árfarveginum flæmist áin út. Við Tver, rjett fyrir norðan Moskva, er Iiúii aðeins 210 metra l)reið, en við Astrakan, rjett áður en liún fellur í Kaspíaliaf, 2400 metrar. Loks myndar hún, þar sem liún fell- ur í Kaspíaliaf, deltu, sem er 120 kílómetrar á breidd. En gallar árinnar frá sam- göngusjónarmiði eru þeir lielst- ir að liún liggur víða undir is nærfelt hálft árið, svo að livað ])ungavöruflutninga snertir, eru margir þeir sem upp á liana eru komnir, inniluktir þanu tímann. Verða þeir að koma vörum til sín og frá þann tím- ann, sem áin er auð, en eru liinn tímann líkt staddir og norðlendingar, þegar ísinn lok- ar öllum fjörðum. En sá er munurinn, að ibúarnir við Volga gera ráð fyrir ísnum og eru við honum búnir, en íslendingar Svona lita farþegaskipin á Volga út. Þau eru hrein og þolckaleg segja úttendir ferðamenn, en vistirnar um borð eru orðnar lakari en áður var.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.