Fálkinn


Fálkinn - 26.03.1932, Blaðsíða 7

Fálkinn - 26.03.1932, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 VUlkommtaöur Voigaskipcmna, nœrri Kásan. Talcið eftir byggingarlag- inu A húsnnum. vilja ekki talca mark á hafísn- nm vegna þess að hann er áætl- unarlans. Annar gallinn er sá, að vatnsmagnið í Arolga og kvíslnm liennar er mjög breyti- legt, svo a'ð siglingar geta tepst af þeim ástæðnm. Mannshöndin hefir ankið |>etta mikla samgöngnkerfi með skipgengum skurðum þangað, sem mest var þörfin á. Þannig hefur verið grafinn skurður frá Volga til Ilmen-vatns, en þaðan er skipgengt norður í Ladoga- vatn og þaðan opin leið nt í Finskaflóa og Eystrasatt. Einn- ig hefir verið gert skipgengt norðnr á bóginn lil Dvínár og opnar það verslnnarleið frá Volgahöfnunum lil Argangelsk við Hvítahaf. Þannig er opin leið milli Kaspíaliafs eða Eystrasalts og þessa leið fer hin mikla útflutningsvörufram- leiðsla Rússlands út í heiminn. Þó að siglingar sjeu miklar á þessari lc.ið eru skipin þó býsna ólík öðrum skipnm. Þau eru ekki „sjófær“ heldur hygð efl- ir alt öðrum reglum, flatbotna til þess að komast áfram á grunnu og lögunin sjerstök, til þess að standast hetur straum- inn. En ekki eru þetta neinar smáfleytur fyrir þvi. Þegar ís- ana levsir á vorin koma fvrstu skipin norður á hóginn. Þetta eru járnskip, sem lesta upp und- ir 7500 smáíestir og eru á teið til Ryhinsk, IJerm, Nishnij-Nov- gorod. Þau hafa innanborðs olíu frá lindunum við Baku, og flytja á liverju sumri um 5 miljónir smálesta af þessari vöru. Steppurnar kringum Samara og Saratov eru mestu kornfram- leiðsluhjeruð Rússlands. Menn mun,a sennilega vel þessi tvö borgarnöfn, því að þeirraheyrð- ist oft gctið skömmu eftir styrj- öldina, þegar kornuppskeru- l)resturinn varð sem mestur í Volgahjeruðunum. Svo mikill varð þcssi uppskeruhrestur, að fólk aflaði hvorki korns til þess að lialda í sjer lífinu nje upp- skerukorns lil næsta árs, livað þá að það gæti selt nökkuð til andvirðis þcim nauðsynjum, sem það þurfti að kaupa, að. Miljónir manna sátu í svelti og hundruð þúsunda dóu á þess- um sömu stöðvum, sem að venju lramleiddu korn, ekki aðeins til eigin þarfa heldur hafði nægilegt aflögu af þessari vöru handa tugum miljóna erlendis. Svo miklu getur munað þegar rigningarnar hregðast á þessum slóðum. Alt skrælnar og ónýt- Iljer gefur að líta skip á Volga. Þctu era öllu likari prömmum en skip- um, en eru engin smúsmiði, þvi að þau lesta á áttunda þúsund smá- lestir. Þessi skip eru notuö til bess að flgtja á þeim oliu sunnan frá Kaspiahafi. Gamalrússnesk biendalijón nið Volga, skamt frá Xishnij Novgorod. ist. A síðustu árum hefir verið unnið stórkostlega mikið að búnaðarbótum þarna og einn þátturinn í fimm ára áætlun- inni er sá, að koma þarna upp nýtísku húskap, með fullkomn- um vjeluni og gera ráðstafanir lil að tryggja framleiðsluna het- ur gegn óhagstæðu tíðarfari. — Þegar siglingarnar hefjast á Volga má líta þar fjölda skipa úr timbri. Þau eru flest á leið úr kornhjeruðunum með ómal- að korn, sem er á leiðinni til ínvllanna og útflutningshafn- anna, eða til geymslustaðanna, sem settir cru þar, sem sigling- arnar eru öruggastar. En eitt er það þó, sem vekur mesta athygli af öllu þvi, sem ó \’olga flýtur. Það er timbrið. Suður-Rússland er mjög skóg- Mgnd af varðmanni á timburflota á Volga. Hann er vopnaður. lítið, en í norðanverðu Rúss- landi eru víðlendustu skógar flæmi í Evrópu. Og það er Volga sem flvtur timhrið þangað, sem það á að fara. Timhrið er hund- ið saman í heljarstóra fleka, sem oft eru mörg hundruð metrar á lengd og síðan flýtur það með straumnum þangað til það er komið á áfangastaðinn. Mennirnir, sem stýra flekunum húa í smáum timburkofum, sem standa úti á þeim, svo að segja má, að það sjeu fjölda smáþorp, sem eru þarna á floti. Flot- arnir fara ekki liart yfir og leið- in er löng, svo að ferðin tekur oft margar vikur. Þegar kemur á áfangastaðinn eru flekarnir leystir sundur og trjen dregin á land. A síðustu árum hafa Rússar gcrt Arkangelsk að aðal timbur- miðstöð ríkisins. Timbrinu er fleytt þangað eftir ánni Dvína og þar taka við því myllur, sem saga það og hefla - og' timbrið er svo afgreitt eftir pöntun, hæði til útlanda og eins með skipum suður eltir Volga. Það er því alls eigi sjaldgæft að sjá timhurskip á Volga nú orðið — en flest þeirra koma alla leið norðan úr Hvitahafi. Stjórnin eða timburstöð hennar í Arkan- gelsk, sem kölluð er „Shcéweva- ljess“ hefir reist þar 19 sögun- aimyllur og vinna þar 11.000 manns. Þessi miðstöð annast kaupin á timhrinu og sölu þess, eigi aðeins til Evrópulanda heldur og til Norður-Ameríku, Argentínu og Brasilíu. Rússar selja þó ekki eins mikið timbur nú og áður, hæði vegna við- skiftakreppunnar og eins vegna liins, að í markaðslöndunum gat innlenda framleiðslan alls ekki staðist samkepni við rússneska timhrið og var Rússuin borið á hrýn, að þeir seldu það undir verði og notuðu pólitíska fanga eins og þræla í sögunarmyllun- um. Gerðu því ýmsar þjóðir ráðstafanir til, að hindra inn- flutning af timbri frá Arkan- gelsk. Mjer hafa aðeins verið nefnd- ir vöruflutningarnir á Volga. En vitanlega er þetta tíka þjóð- hraul allra þeirra, sem ferðast um þessar slóðir. Farþegaskip og póstski|) rekja þessa breiðu þjóðhraut svo lengi sem hún er fær, sum koma aðeins við á aðalstöðvunum en önnur íækja smáhafnirnar. Þykir það eftir- sóknarverð ferð að fara með þessum stóru fljótaskipum, bæði vegna umhverfisins og eigi síður vegna hinna einkennilegu þjóðhátta, sem þarna ríkja.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.