Fálkinn - 26.03.1932, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
Það getur altaf komið fyrir þig,
að þú verðir að ráða fram úr ein-
hverju, sem ekki hefir komið fyrir
þig áður, eða lagfæra eitlhvað, sem
þu ert í vafa um hvernig þú eigir að
lagfæra. Það er góður siður, að gera
sjer altaf að reglu að gera undir eins
við það, sem aflaga fer, því að þess
lengur sem það dregst, því erfiðari
verður viðgerðin. Nú ætla jeg að
taka nokkur dæmi og sýna ykkur,
hvernig þið farið þá að. En vitan-
lega kemur svo margt fleira fyrir
ykkur af þessu tagi, en hægt er að
segja ykkur til um, og þá er að
reyna á hugvitið eða spyrja þá
fullorðnu ráða, svo framarlega þeir
eru nærstaddir til þess að geta gef-
ið ráð.
Skantahltfar.
Þú hefur nú ef til vill ekki get-
að notað skautana þína mikið i vet-
ur, því bæði hefir oftast verið milt
og ísinn ekki góður þegar hann hef-
ur komið. En þeim mun meiri á-
stæða er til þess að geyma vel skaut-
ana sína, svo að þeir verði eins og
nýir næsta vetur þegar svellið kem-
ur. Það er yfirleitt nauðsynlegt að
gera sjer far um að geyma alt sitt
dót vel og hirða það vel, þvi að þá
endist það von úr viti, en annars
skemmist það og verður ljótt og ó-
nýtt von bráðar. — Jæja, þú ferð nú
svona með skautana: Þurkar vel af
þeim og «nýrð þá siðan vel með
bómolíu eða einhverri þykkri olíu.
Svo klippirðu þjer um 8 sentimetra
breiða ól lir bifreiðarslöngu eða úr
mjúku skinni og teygir hana á skauta
járnið, svo að hún leggist vel að.
Þá eru skautajárnin eins fögur og
gljáandi næsta haust eins og þau
voru þegar þú gekst frá þeim.
L
Það getur verið þægilegt að hafa
skúffu aflæsta, án þess að nokkur
viti annað en að hún sje ólæst, því
að ef þú læsir henni á venjulegan
hátt kynni fólkið að fara að spyrja
þig, hvað þú værir nú að fela i
skúffunni. Þú býrð þá bara lil leyni-
lás.
Líklega ert þú svo laghentur, að
þú getir sett venjulegan lás á skúffu
sjálfur. Það er þó ekki auðvelt að
gera það svo vel fari, en við skulum
nú ekki fara frekar út í þá sálma,
heldur ætla jeg bara að segja þjer
hvernig þú felur lásinn.
Þegar þú kaupir þjer skúffuhand-
fang tekurðu eftir því, að tvö skrúfu-
göt eru á því, sitt í hvorum enda.
Þú sverfur rifu út úr öðru gatinu,
svo að þarna verður hak en ekki
gat. Svo er handfangið skrúfað á
skúffuna yfir skráargatinu. Skrúfan
í hakinu er ekki skrúfuð alveg nið-
ur og hin ekki mjög fast. Þegar þú
vilt opna skúffuna lyftir þú hand-
fanginu upp, svo að þú kemst að
skráargatinu, en þegar handfangið
er niðri sjest skráargatið ekki og þá
halda allir, að engin skrá sje á
skúffunni.
Teiknibólubitur.
Orðið er skritið, en nú skal jeg
segja ykkur til hvers þetta verkfæri
er nolað og hvernig það er búið til.
Þið hafið sjálfsagt reynt að það er
slundum slæmt að ná upp teikni-
bólum og það kemur fyrir, að mað-
Ur skemmir á sjer neglurnar við það.
Þennan „naglbít“ búið þið til úr
kefli undan filmu og lakið af því
annan kragann og tálgið þann enda
keflisins ávalan. Svo er það búið.
Iiinum kraganum ýtið þið undir
bóluhausinn og takið í og þá kem-
ur bólan upp.
Að brýna hnifa.
Það kemur sjer ofl vel að hafa
sjálfskeiðinginn sinn beittan, eink-
anlega ef maður ætlar sjer að fara
að smíða eitthvað úr trje. En það
stendur ekki á sama livernig hníf-
urinn er brýndur. 1) sýnir rjett
brýndan hníf, en 2) skakt brýndan.
£§ í o 3 4 5 6 7 m
8 m 9 I10 gg u
12 13 Hff 14 n 15 16
17 |§§ 18 19 j§§ 20
21 22 23 24
Hf 25 m ®2C m
27 28 M 29 30
31 81 32 33 34
35 36 m 37 3H 38
M 39 4 0 41
M 42 l»s m
Krossgáta nr. 83.
Lárjett. Skýring.
1 samkoma. 5 fara illa um. 9 varla.
12 ræktað land. 14 ófrjáls kona.
15 dregið af kvenmannsna|fni. 17
litur. 18 fyrir jól og páska. 20 for-
setning. 21 planta. 23 eyjar. 25 um-
stang. 26 liljóð. 27 þykkur vökvi. 29
á tjörnum í frostum. 31 sælgæti. 32
laga sig eftir fætinum. 34 siðastlið-
inn. 35 hlóð. 37 elskar. 38 óhreinka.
39 efni í mat. 42 tala. 43 svarðarlaus
jörð.
Lóðrjett. Skýring.
2 að utan. 3 frumefni. 4 menn 5
bresta. 6 skanki. 7 arinn. 8 fjöldi.
10 bull. 11 fjötur. 13 sjóferðalag. 16
vera baðaður. 18 sveia. 19 vera al
inn. 22 hluti af reiðtýgjum. 24 reitt
til reiði. 27 skáldskapur. 28 skálda-
mál. 29 á snjókerlingu. 30 fiskirækt.
33 forskeyti. 30 líkamshluti. 38
venja. 40 burt, 41 líkamshluti.
Eggin verður að vera þunn, en ekki
þverbrýnd, því að það er stirt að
tálga með þveibrýndum hníf og auk
þess vill hann rifa spítuna, sem
verið er að tálga. Hjerna á myndinni
sjáið þið gott brýni. Þið vætið það
með feiti, en eftir hverja brýningu
verðið þið að muna, að þurka vel
af brýninu, svo að málmdustið úr
linifnum setjist ekki i holurnar og
skemmi það. Að því loknu er olíu
aftur helt á brýnið.
Þú sjerð af myndinni, að þú átl
að leggja hnífblaðið flatt á steininn
og núa því siðan fram og aftur,
jafn mörgum sinnum hvoru meg-
in. Endinn á skeftinu (B) á að
vera nokkurnveginn kyr en hníf-
blaðið að hreyfast fram og aftur og
snúið við við hverja umferð, eins og
þegar verið er að slipa rakhníf.
í flöskum sem oft eru notaðar er
gott að hat'a tappa, sem auðvelt er
að ná úr. Það er hægt að búa það
til úr pappírsklemmu, sem beygð er
í hring eins og myndin sýnir, en
oddarnir reknir niður úr tappan-
um og beygðir að neðan svo að
hringurinn tolli.
Lausn á krossgátu 82.
Lárjett. Ráðning.
1 bann. 5 örfa. 9 fauskar. 12 ill.
14 möl. 15 óku. 17 no. 18 bikar 20
RM (Reichsmark). 21 skarð. 23 rím-
ur. 25 ama. 26 kák. 27 ertur. 29
purka. 31 rá. 32 tásur. 34 un. 35
aða.37 mót. 38 ern. 39 skattar. 42
hirð. 43 iður.
Lóðrjett. Ráðning.
2 afl. 3 Na. 4 numið. 5 öklar. 6
Ra. 7 fró. 8 eins. 10 sök. 11 kumr.
13 lokaráð. 16 Krukkur. 18 braut.
19 ríkur. 22 amt. 24 már. 27 Eran.
28 rámað. 29 putti. 30 Anna. 33
sót. 36 asi. 38 eru. 40 kr. 41 að.
Alll með islenskiiin skrpmn1 «f»
Best er að auolýsa i Fálkanum
Þegar maðnr er of stuttur.
Þið rekið ykkur vist stundum á
það, að þið eruð svo stutt, að ykk-
ur veitist erfitt að ná til þess, em
þið þurfið. Hugvitssamur strákur
I'ann upp þessi áhöld sem þið sjáið
ú myndinni, til þess að auka við
hæð sínn. Kassana festi hann svo
með ristarbandi yfir tána. Þó vil jeg
nú ráðleggja ykkur, að æfa ykkur
vel á að ganga ú þessum fótabúnaði
áður en þið farið að nota hann í
alvöru.
Tóta frœnka.
Pappírsverksmiðjur í Bandaríkj-
unum krefjast þess að tollur verði
lagður á biblíur, sem fluttar eru til
ríkjanna. Segja þær, að þessar út-
lendu biblíur sjeu seldar með svo
lágu verði, að það núi ekki nokkurri
átt og sjer hjer um óheiðarlega sam-
kepni að ræða.
Leynilás.