Fálkinn - 26.03.1932, Blaðsíða 8
8
F A L K 1 N N
Chicago er í svo mikilli fjárþröng, að til mála hefur komið
að loka skólunum og taka upp útvarpskenslu í staðinn. Mynd-
in hjer að ofan sýnir Michigan Boulevard í rigningu. T. v. sjesl
hinn frægi skýjakljúfur Wrigleys, þess sem kent hefur heim-
inum að tyggja jórturleður.
Ameríkanskir verslunarmenn náðu í þennan 13 mámaða gamla
fílsunga á Malakka og höfðu hann með sjer til Bandaríkjanna
og sýna hann þar. Hann jetur finim lítra af hrísgrjönum og
mjólk á dag, auk alls sælgætisins, sem áhorfendurnir gefa
honum.
Þrátt fyrir kreppu og óáran vill fólkið fá blaðið silt eins og
vant er. Enginn getur verið áin þess, jafnvel ekki Rússar, nú
orðið. Myndin hjer fyrir ofan er úr rússnesku þorpi og
sýnir bæjarpóstinn koma með blaðið til bóndakonu einnar.
Eins og kunnugt er fjekk Gand-
hi kaldar viðtökur hjá ensku
yfirvöldunum í Indlandi þegar
hann kom heim af ráðstefn-
unni í London í haust. Hann var
sendur beinl í fangelsi. Enn-
fremur var Vallabhai Patel for-
seti sjálfstæðisþingsins settur
inn og sömuleiðis kona Gandhis
en hún var fljótt látin laus aft-
ur. Iijer á myndinni sjást til
hægri kona Gandhis og að neð-
an Patel til hægri og Gandhi
til vinstri.