Fálkinn


Fálkinn - 26.03.1932, Blaðsíða 9

Fálkinn - 26.03.1932, Blaðsíða 9
F Á L K I N N 9 •.vV'- WmSilk ■ SSM Þessi mijnd er fra Tatra, sem er í Karpatafjöllnm, milli Pól- lands og Tjekkóslóvakíu, og sýnir pólska bændur á leið heim til sín frá kirkju, í hinum einkennilegu sleðum, sem þeir nota þar í fjallabygðunum. Er oft sprett úr spori niður i móti, því karlarnir eiga góða hesta. fíula styrjöldin magnast í sífellu og stórveldin eða þjóðabanda- lagið geta ekki við neitt ráðið og verða að viðurkenna van- mætti sitt. Framan af voru það aðeins smáskærur, sem urðu milli Japana og Kínverja, en efiir að Japanar settust um Shanghai fór gamanið að grána og þótti sýnt að Japanar ætl- uðu að kúga Kínverja með því, .að taka fyrir alla flutninga til þeirra, en Shanghai er mesta verslunarborg Kína, sem kunn- ugl er. Hafa orðið mannskæðar orustur í náind við Shanghai og auk þess er barist á norðurvígstöðvunum, í Mandsjúríu. Hafa Japanar nýtísku hergögn, fjölda flugvjela, ágæt herskip, lang- drægar fallbyssur og gnægð af handsprengjum. lijer á mynd- inni siest að ofan iapönsk fluav I>að þykir spennandi er knötturinn fer i mark, hvori heldur er í knattspyrnu eða i hoekey. Fólkið þorir varla að draga and- ann — þangað til knötturinn er kominn í markið og ærslin byrja. Myndin er tekin í Davos, af hockeyleik milli Englend- inga og Þjóðverja. Rjetl áður eix afvopnunarstefnan í fíenf hófst hleyptu Bretar af stokkunum nýjasta kafbáti sínum, sem skírður hefir verið „Sturgeon“. Er hann einn af þremur stórum kafbátum. sem fíretar ákváðu að smíða árið 1929. Myndin er tekin í Lake Placid í Bandaríkjunum, þar sem skauta- og skíðasamkepni Olympsleikjanna fór fram í febrú- ar í vetur. Norðmenn urðu hlutskarpastir, þá fíandaríkjamenn og næst Canadamenn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.