Fálkinn - 16.04.1932, Page 3
F Á L K I N N
3
VIIÍUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdastj.: Svavar Hjaltested.
Aðalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa i Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Áskriftarverð er kr. 1.70 á mánuði;
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Aliar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastræti 3.
Skraddaraþankar.
Tengsl við fortiðina og virðing
fyrir henni, eru hvorttveggja ein-
kenni menningarþjóðanna. Þess-
vegna er sagan höfð í hávegum,
gömul handrit geymd á öruggum
stöðum, söfn stofnuð til þess að
halda til haga gömlum menjum. Alt
þetta er talið ómissandi og menn
harma sáran alt það, sem missist af
sliku, þvi að það verður ekki keypt
fyrir peninga þó menu fegnir vildu.
Menn harma Kaupmannahafnar-
brunann, vegna þess að þar fór for-
görðum mörg óbætanleg heimild að
íslenskri sögu og menn hajlmæla
þeim, sem fyr á dögum gerðu sjer
skó úr förnum kálfskinnahandritum
En það er eins og menn geri sjer
ekki ljóst, að ýmislegt af því, sem
yngra er og samtíðin lætur toríim-
ast muni verða harmað, þegar fram
líða stundir. Verk afans og ömm-
unnar hafa ekki fengið á sig helgi
forngripsins, fallegur gripur lend-
ir í eldinum hjá barnabarninu og
glitofið söðulklæði er notað sem
gólftuska eða til þess að fóðra með
því melreiðing. Þannig fer margt af
því forgörðum, sem vel mundi sóma
sjer á þjóðmynjasafni. Venjur og at-
vin nuhættir breytast, áhöld, sem
fyrrum voru til á hverjum bæ, eru
óþekt þeim, sem nú vaxa upp. Ilúsa-
skipun breytist — alt breytist. En
til þess að gera sjer grein fyrir breyt-
ingunni er einmitt miklu gagnlegra
að geta sjeð fyrir auga sjer það,
sem hægt er að sýna, en að lesa
um það langar lýsingar.
líeykjavík hefir umskapast á fáum
árum. Elstu timburhúsin falla eða
eru gerð óþekkjanleg með ýmsum
klasturbreytingum, sem kröfur tím-
ans heimta. Skyldi enn hafa verið
gerð eftirmynd af nokkru þessara
húsa, bygð á nákvæmum mælingum
og lýsingum af fyrirmyndinni? Göt-
ur eru gerðar, skipulag bæjarins
breytist. Hefir nokkur tilraun ver-
ið gerð til þess, að teikna nákvæm-
an uppdrátt af Reykjavík, eins og
hún var I. d. fyrir 130 árum eða á
öðrum tímum? Það er enn hægt að
bjarga miklu við, hvað þetta snert-
ir, vegna þess að Reykjavík — í nú-
tímamerkingu —- er svo ung. En
hvað lengi verður það hægt?
Nú er verið að jafna Skólavörðuna
við jörðu. Hún var ekki gömul og
hún var ekki falleg, en hún var
minnismerki þeirrar Reykjavikur,
sem einu sinni var. Og viða mundi
sú gjöf hafa þótt of dýr, sem varðan
þokaði fyrir, ekki sist vegna þess,
að það var rúm fyrir hvorttveggja.
En máske verður aftaka vörðunnar
áminning um, að bera framvegis
meirj virðing fyrir þvi liðna.
„ÖII Reykjavík hlær“.
fíjarni fíjörnsson leikari hefir hald-
ið nokkrar skemtanir hjer í Regkja-
vik undanfarið og haft ágæta að-
sókn. Öll skemtiskráin er ný, ýmist
vísur um daginn og veginn eða eftir-
hermur í óbundnu máli og j)á sjer-
staklega eftir þingmönnum. Alt er
þetta grœskulaust gaman en margt
af því mjög smellið og prýðilega
flutt eins og vœnta mátti af fíjarna,
svo að áheyrendur hafa velst um
af hlátri. Ilafa þessar skemtanir sýnt
það, með aðsókninni, að fíjarni á i-
tök í flestum Reykvíkingum, og að
þeir vilja enn vcita sjer hláturstund
þrátt fyrir alla kreppuna.
Þökk fyrir komuna.
Sigge Jonsson sem verið hefir skrif-
slofustjóri Sænsk-lslenska frystihúss-
ins hjer síðan það tók til starfa er
nýfluttur hjeðan, llann var áhuga-
samur iþróttamaður, einkum um
kappróðra og frumkvöðull þeirrar
íþróttar hjer á landi. Kom hann
góðri hreyfingu á þessa íþrótt og
hafa róðrarmót verið haldin að jafn-
aði síðuslu árin í Reykjavík. Jonson
kendi róðranemendum Ármanns frá
byrjun og lagði þar frrun mikið starf
og óeigingjarnt. Hjelt fjelagið honum
skilnaðarsamsæti og afhenti honum
bikar úr isl. birki, skorinn af Rik-
harði, en útskorna blekbyttu eftir
Rikharð gáfu nemendur hans hon-
um að skilnaði.
l)r. phil. Bjarni Sæmundsson
náttúrufr. varð 65 ára i gær.
Einar (1. Einarsson kaupm. í
Grindavik verður 60 ára í dag.
LOFTUR GUÐMUNDSSON, ljós-
myndari hefir undanfarna viku haft
sýningu á fjölda andlitsmynda í
gluggum verslunar Egils Jacobsen í
Austurstræti. Eru myndir þessar
prýðisvel gerðar og sumar á þann
hátt, sem áður hefir ekki verið tíðk-
að hjer á landi, t. d. er þarna mynd
á silki í stað pappírs.
Síra Sigurður Ú. Lárusson í
Siykkish. verður 'tO ára 21. þ.m.
Ekkjan Margrjet Pjetursdóttir,
Árhæ, verður HO ára 26. þ. m.
Frú Rannveig Torfadóttir frá
Austurbakka í Rvík, nú til
heimilis á Freyjugötu hh., Rvík,
verður 75 ára 18. apríl.
Það borgar sig
fyrir yður að kaupa GLERAUGUN
yðar á LAUGAVEG 2 (viö Skóla-
vörðustígshornið), þvf þar eruð þjer
viss um að fá fagmannslega af-
greiðslu, lægsta verö og 1. fl. vörur
Farið aðeins til BRUUN, LAUGAVEG 2
Símf 2222 (engin útbú).
ítalskur verkfræðingur hefir fund-
ið upp símatæki, sem hægt er að
nota til að komast í samband við
skip neðansjávar. Er talið að þetta
rnuni hafa mikla jiýðingu fyrir kaf-
báta er eitthvað hefir orðið að og
að hjer eftir muni verða hægra að
bjarga skipverjum úr sokknum kaf-
bátum.