Fálkinn


Fálkinn - 16.04.1932, Side 14

Fálkinn - 16.04.1932, Side 14
14 F Á L K I N N ur. Enginn skilur hvernig jeg er skapi far- inn. Jeg leyni þvi undir yfirvarpsró þeirri, sem okkur er fyrirskipuð í uppeldinu, þótt við sjeum ekki fæddir með þeirri stillingu, sem menn á meginlándinu furða sig á og skopast að um leið. Hvernig sem um það er, þá líðtir mjer eins og elskhuga sem ör- væntir. Pjer liefðuð átt að láta mig fara í fyrradag. En nú þýðir ekki að sakast um orðinn hlut. Það verður að hafa það.... En gerum ekki ástandið verra .... Látið mig líða hennar vegna, en bætið ekki við það þeirri ógurlegu þjáningu, sem það bak- aði mjer, ef þjer tækjuð nú upp á því að vilja .... — Hvað? Til dæmis, ná henni aftur á vðar vald! — Þjer talið i gamni. Hef jeg ekki tíu sinnum stagast á að mjer stendur djöful- inn á sama um hana? - Jú. .. . jú.... Þeim nnin auðveldara væri það fvrir yður vinur, að lofa mjer einu: að tala ekki við hana. .. . Hlustið á, heitum því báðir að forðast hana og yrða ekki á hana meira en strangasta kurteisi heimtar af okkur. . . . Þjer skiljið mig? Fyr- ir það skal jeg einnig fór'na löngun minni til að tala við hana einslega. -— En hvað þjer gerið mikið veður úr þessu! Er þörf á svo hátíðlegum loforðum um jafn lítilvægt atriði? — Afsakið.... Það er mjög mikilsvarð- a'ndi. . . . því hin einlæga vinátta okkar er i veði ... Gerið það nú, Eddie. Hættum ekki á það að slíta þessi fósthræðrabön d, sem við tengdumst þarna í blóði okkar, þegar kúhun Afridanna rigndi yfir Iiöfðum okkar. .. . Munið þjer Eddie, eítir höndinni, sem tók í yðar og þr>rsti hana, þegar við lágum hlið við hlið, særðir og þjakaðir, nær J)ví meðvitundarlausir, milli heims og helju, og fundum ekki til neins nema löngun- arinnar til þess að þakka og fyrirgefa og sættast heilum sáttum?.. Nú er það sama höndin, hönd mannsins, sem á yður lífið að launa, er stendur útrjett og biður yð- ur þessarar bónar. Þegar Roberts sá, hve Nicholson var mikil alvara, hikaði hann ekki augnablik að heita honum J)ví, sem hann beiddist. Hann iók í hönd bans, kreisti hana fast og Svaraði: Jeg lofa yður þessu hátíðlega, kæri Freddy. ... Og hvað get jeg svo gert meira til þess að J)jer fáið aftur frið á sálinni? — Haldið þetta loforð. . . . Ekki annað. . Roberts sat einn í timburkofa sínum i myrkrinu út við gluggann og sá stjörnurn- ar blika á him'ninum. Hann kreisti í lóf- anum kniplaða vásaklútinn, sem Alba hafði fengið honum á meðan hún leit í spegilinn og lagaði á sjer hárið eftir fyrsta kossinn. Hann hafði gleymt honum í vasa sínum. Nú tók hann þessa rósrauðu tusku, sem fingur ()lbu höfðu leikið um fyrir skömmu, bar hana upp að vitum sjer og lokaði aug- unum. Þvi meira sem ilmurinn dáleiddi hann, því veikari varð mótstaða viljans. Snögglega rankaði hann við sjer. Hann lagði klútinn á borðið og sló með hnefan- um í stólinn. Hann varð að vekja samvisk- una, vakna til veruleikans og vísa öllum draumórum á dyr. Hann stóð upp, fastráðinn. Ákvörðun hans var óafturkallanleg. Gagnstætt loforði því, sem hann hafði gefið Ölbu nauðugur, ætlaði hann ekki að hitta hana niður við vatnið kvöldið eftir. XXII. Kvöld næsta dags sátu um fimtíu gestir umhverfis kvöldverðarborðið í Gizager, þar á meðal nokkrir nýkomiiir menn frá Delhi. Og á eftir var dansað. Þegar fyrstu tónar jazzins gullu, tók Roberts Nichölson tali. Jæja, kunningi. . . . Þjer eruð þó vænti jeg ekki gramur mjér ennþá? Jeg var aldrei gramur yður, það vitið þjer vel. Þjer gátuð sjeð að jeg beí'i í allan dag verið á veiðum með Stead og Burgess. Haldið þjer að jeg vefengi yðnr? -— Mjer þykir innilega fyrir sársauka yð- ar, Freddy......lú, jeg þekki yður. . . . þjer revnið aðeins að dylja hann. .. Hvað sem því líður, Eddie, J)á er ekki um annað að gera en hlæja.......Þjer sögð- uð það sjálfur. Jeg verð að taka öllu, sem að höndum ber, með kæruleysi tilfinninga- lauss manns. . Og J)að er jeg að reyna. Það er barðsótt, góði vinur. . . . O nei, nei. . . . Jeg hef J)áð eins og J)jer. .. . Lífið er leikur! Roberts komst við, er hann sá hið beiskjufulla liros, sem ljek um varir Nic- holsons. Hann las hugsanir hans. En gat hanl) óra'ð fvrir hyldýpi örvæntingarinn- ar og þeirrar óbærilegu angistar, sem Iiel- tók hjarla hins altof viðkvæma vinar lians? Um teleytið hafði Nicholson talað við ung- frú Cassano og leikið við livern sinn fing- ur. Undir borðum hafði hann rabbað við Pazanne markgreifafrú. Samt var J)að með naumindum að hann heyrði til hinnar fögru borðdömu sinnar. Þegar hann hló að ein- hverri fyndni, hljómaði þa'ð eins og hlátur úr gjallarhorni. Ilann forðaðist að líta á Ölbu. Návist hennar varð honum leynileg pynting, sem hann varð að bera með stó- isku jafnaðarge'ði. Hvað voru líkamlegar þjáningar hans, er hann lá særður í dauð- ans greipum milli fjallaklettanna á landa- mærum Afganistans, í samanburði við þær píslir, sem Alba bakaði honum með litils- virðingu sinni! Roberts fór með hann og Fremann að veitingaborðinu og ljet bera fyrir Nichol- son eitt glas af vodka. Svona, drekkið þessa bolsjevísku guðaveig, vinur sæll.... Þá gleymið þjer, að þjer að þjer mistuð ántílópunnar á dög- unum á þrjátíu feta færi. Svo dansið þjer við frú Stokes; henni finst l)jer vera l)esti dansmaðurinn í Ilindústan. Þegar Nicholson var horfinn með Ame- ríkukonuna í faðminum, tók Freemann til máls: Freddy virðist ekki sjerlega upprifinn i kvöld.... Hvað ætli gangi að honum? Ekkert alvarlegt. . . . Jeg held hann hafi fengið brjef frá London, sem ekki bef- ur glatt hann. . . . Fáið hann til að drekka dálítið í kvöld, svo að hann komist á rjett- aii kjöl. Þjer hafið rjett að mæla, ofursti. Við fjelagarnir skulum sannarlega láta hann hressa upp á samviskuna. Roberls fór inn í annah sal. Ilann átti tal við prinsinn af Zorren og furstann. Því- næst dánsaði hann við konu stjórnarerind- rekans í Madraipur. Þegar kl. vantaði um kortjer í 11 ætlaði hann að ganga í gegn um lordyri aðalsalarins, J)egar hann sá hvar Alba gaf honum merki með aug'na- ráðinu. Hann hikaði. Hann hikaði meira að segja nokkuð augnablik. Síðan gekk hann nær henni. Þau töluðust stutt við Alba stóð upp við stormhlíf á bak við grænt laufgerði dvergvaxinna pálma, og sendi bonum töfr- andi bros. Klukkan hvað á jeg að hitta yður á vatnsbakkanum? Jeg fer ekki í kvöld . Svarið var ótvírætt og kom henni á óvart. Ilún endurtók: Farið þjer ekki i kvöld?. .. . Þjer hjet- uð mjer í gærkvöldi að. .. . Það er satt. . . . En trúið mjer, Alba, okkur er fyrir bestu að hittast þar ekki oft- ar.... Eruð þjer viss um það? Ilann hikaði aftur. Síðan mælti hann: Já.. Og við höfum engu við J)að að hæta, sem við sögðum í gærkvöldi. Alha leit til hans ásakandi: Engu við J)að að bæta?. .. . Jæja, jeg er þá ekki að tefja.... Góða nótt! Iiún gekk burt, sneri sjer við, gaf hon- um merki gletnislega og endurtók: Góða nótt! Roberts þótti J)essi framkoma hennar dá- lítið kynleg. Hann ætlaði að stökkva á eftir Ölbu og stöðva liana til að biðja afsökun- ar á ókurteisi siimi, en ])á kom markgreifa- frúin af Pazanne að bjóða honum í dans. Hann luigsaði sig dálitið um. Hann fann til ánægju með sjálfan sig, sem blandin var nokkrum söknuði. Skemtunin hjelt áfram. Rósrauðir is- molar syntu innan um kirsuberjalíkörinn í víðum glösum með öllum regnbogans lit- um. Nicholson, Stead, Freeman og Young drukku kampavín. Roberts ætlaði að slásl í liópinn, en tók þá eftir því að vindlinga- veski lians var tómt. Og þar sem honum líkuðu ekki sjerlega vel rafgulu vindling- arnir og þrjátíu sentímetra löngu vindlarn- ir, sem furstinn ljet bjóða gestum sínum þetta kvöld, brá hann sjer heim í timbur- kofann sinn til þess að fylla veskið aftur af sinni vindlingategu'nd. Hann gekk í gegn um garðinn og lá leið hans ekki langt frá trjeskúrnum á vatns- bakkanum. Minningin um eintal J)eirra Ölbu, kvöldið áður ásólti hann skyndilega. En hann flýtti sjer að bægja l'rá sjer þeim hættulegu hugsunum. Ilið hvatlega göngu- lag hans og áhyggjulausi svipur gáfu til kynna að liann var ánægður í hjarta sínu. Hann hafði bundið bráðah enda á þessar uggvænlegu endurminningar frá liðnum sælustundum. Svona leið lionum vel. í ein- lægni varð hann að játa að hann hafði tekið nærri sjer að koma þannig fram við Ölbu. En ándleg vellíðan vinar bans var vissulega J)ess verð. Og innan skamms yrði alt gleymt. Alba mundi fara og lifa lífi sínu áfram í einhverju öðru landi. Það var ekki a'ð vita hvar hún mundi lenda, úr því að luin lagði lag' sitt við þennan prins af Zorren. Eftir J)essa yfirstöðnu hættu mundi friðurinn ríkja í hjörtum heggja liðs-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.