Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1932, Blaðsíða 2

Fálkinn - 10.09.1932, Blaðsíða 2
2 FÁLK.IN N ----- GAMLA BÍÓ --------- Trader Horn. Heimsfræg mynd í 13 þáttum tekin eftir skáldsögu Aloyis Ilorn og Ethelreda Leivis. Myndin byggist á æfintýr- um veiöimannsins Trader Horn og tekin i austur Af- riku. Verður sýnd bráSIega. BJÓR, BAYEK, HVÍTÖL. - 0 ölgerðin EGILL SKALLAGRÍMSSOJS. Stærsta og besta úrval- ið at allskonar gúmnú stígvjelum er og verð ur hjá ----- NÝJABÍÓ —------------ Ronny. Bráðskemtileg þýsk óperetta, tekin af UFA, með Klangfilm- upptöku. Aðalhlutverkin leika eftirlætisgoð Reykvíkinga: KATHE VON NAGY og WILLY FRITSCH. Þetta er mynd, sem allir þeir er linna skemtilegum hljómmynd- um hafa gaman af að sjá. Sýnd bráðlega. ■ ■ jSOFFÍUBÚÐ S. Jóhannesdóttir ! Austurstræti 14 Reykjavík beint á inóti Landsbankanum, | og á ísafirði við Silfurtorg. ■ ; Mesta úrval af FATNAÐI fyrir ■ konur, karla, unglinga og börn. : : Álnavara bæði til fatnaðar og ] • heimilisþarfa. ■ ■ ■ j Reykvikingar og Hafnfirðingar j kaupa þar þarfir sínar. j Fólk utan af landi biður kunningja • ; sfna í Reykjavik að velja fyrir sig ! ■ vörur í SÖFFlUBÚÐ og láta senda j þær gegn póstkröfu. : ! • Allir sem einu sinni reyna verða j stöðugir viðskiftavinir í SOFFÍUBÚÐ • Reykjavíkur simar 1887 og 2347. | ísafjarðar siinar 21 42. SVIK Á MIÐILSFVNDI. Spiritistar i Englandi hal'a nýlega orðið fyrir miklum vonbrigðum. Það hefir nefnilega komist upp tim eitthvern frægasta miðil þeirra, kvenmann sem heitir Victoria Hel- en Duncan, að hún er ekkert annað en óbrotinn svikari. Málavextir eru jieir er hjer segir: Um daginn var haldinn miðils- fundur einn mikill í London. Stjórn- aði honum þektur maður, sem Harry Price heitir. Helen Duncan var aðalmiðillinn. Hún er 34 ára og fræg um allan heim. Áður en fund- urinn hófst, var hún klædd úr öll- um fölum og rannsökuð frá hvirfli lil ilja. Það átti nú að sanna að hið svokallaða teleplasma, sem streymir út frá munni miðlarna, væri ekki „humbug“. Helen Duncan settist inn i horn á herberginu og var tjald dregið fyr- ir. Því var aftur kipt frá eftir að teleplasmaið var farið að rcnna upp úr henni og ljósmyndin tekin i sama augnabliki. Alt gekk alveg ágætlega, teleplasmaið streymdi út úr munni miðilsins — og alt fólkið var stór- hrifið. í fyrsta sinni í sögu andatrúarinn- ar voru þessar Ijósmyndir, sem tekn- ar höfðu verið stækkaðar mjög og grandgæfilega rannsakaðar með smásjá. Kom þá í ljós að teleplasm- ið var ekkert annað en nokkurskon- ai slæðudúkur, af þeirri tegund sem Bret.ar nota utan um osta og slikt. Á seinni myndinni sást greinilega að slæðan var heft saman með öryggis- nál. Ennfremur sannaðist að frú Duncan hlaut að hafa gleypt siæð- una, því við rannsókn kom í ljós að myndin sýndi greinileg áhrif maga- sýrunnar. Frú Duncan hefir vitan- lega ekki játað nokkurn hlut. En vinnukonan hennar, sem yfirheyrð var, játaði að hefði oft keypt ein- mitt samskonar slæðudúk i'yrir frúna og þvegið dúk rjett fyrir mið- ilsfundinn. Þar með voru fengnar miklar likur fyrir því að frú Dunc- an er ekkert annað en svikari í mið- ilstilraunum sínum. Einar Nielsen geymdi slæðudúk sinn í endaþarminum er hann var tii rannsóknar i Osló. Frú Duncan gleypti slæðuna — ,og seldi henni síðan upp er á þurfti að halda. Myndin á bls. 1 sýnir frú Duncan og efst i horninu myndir af slæð- unni, þar sem maður sjer hvernig magasýran hefir leikið hana. Hljómmyndir. TRADEIi IIORN. Fá kvikm.ynda- --------------nöfn hafa sjest oftar i auglýsingum og fáar myndir verið meira umtalaðar en þessi saga af Horn varningsmanni, sem hefir farið til Afríku og verslar þar við svertingja, kaupir af þeim fílabein, gúmmí og skinnfeldi en lætur þá hafa salt, koparþráð og bómullar- efni í staðinn. Myndin sameinar það tvent, að sýna áhorfandanum í al- vel nýja heima, fylgja honum inn til villimannanna i Afríku, og segja um leið áhrifamikla sögu, svo áhrifa- mikla að hún gleymist seint. Sagan sjálf hefst með þvi, að kristniboðaekkjan Edith Trent kem- ur til villimannabústaða, þar sem Horn er staddur. Maður hennar hef- ir verið drepinn fyrir 20 árum og Ninu dóttur hennar rænt og hún hefir þá trú, að hún sje enn á lífi. Horn ræður henni frá að halda á- fram leitinni en hún gerir það saml og fer, en tekur áður það loforð af Horn, að hann skuli leita dóttur- innar ef frúin sjálf sje elcki komin aflur eftir viku. Vikan líður og við einn fossinn í ánni finnur Horn ekkjuna dauða. Hann heldur áfram ásamt ungum kunningja sinum, Peru að nafni og svörtum fylgdarmanni, Renchero. Lenda þeir meðal mann- æta og þar sjá þeir stúlku, „hvitu gyðjuna“ sem hún er kölluð, sem er orðin vilt eins og mannæturnar. Þetta er Nina dóttir kristniboðaekkj- unnar. Hún finnur til skyldleikans við hvílu ménnina og bjargar þeim frá dauða og er flótti þeirrn frá mannætunum fullur geigvænlegra viðburða. Loks komast þau til sjávar og Nina og Peru hverfa til Ameríku, cn Horn kýs heldur að halda áfram hinni fyrri atvinnu sinni og skilur við iiau. Hann er orðinn svo sam- gróinn Afríku, að hann vill ekki það- an fara. Þetta er að öllu samantöldu ein merkilegasta náttúrumynd og áhrifa- mesti sjónleikur í senn, sem tekinn hefir verið. Enda varði Metro-Gold- wyn ógrynnum fjár til þess að gera hann vel úr garði. Trader Horn er leikinn af „galdramanninum" Harry Carey, en hvitu stúlkuna leikur Ed- wina Booth. Myndin verður sýnd bráðlega í GAMLA BÍÓ. RONNY er stúlkunafn og slúlkan -L----- er saumastúlka á stofu, sem býr lil leikhúsbúninga. Sauma- stoi'an hefir fengið pöntun á bún- ingum í söngleik, sem á að hlaupa af stokkunum i Perusa, en það er furstadæmi sem hvergi er til, frem- ur en furstadæmi í öðrum óper- ettum. Furstinn er Willy Fritsch og saumastúlkan er Kathe von Nagy. Og þau syngja og leika þessa mynd frá upphafi til enda, lenda saman alveg í ógáti, verða áslfangin og giftast náttúrlega áður en myndinni lýlcur. Hjer skal eínið ekki rakið En því er liðlega komið fyrir og mettað al' allskonar hlægilegum fyrirbrigðum Frh. á bls. 15,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.