Fálkinn


Fálkinn - 10.09.1932, Blaðsíða 5

Fálkinn - 10.09.1932, Blaðsíða 5
FÁLKINN npp i herbergið og fann hve alt var eins og þrungið þarna af Gatrionu. llonuni fanst eins og hún ætli þarna heima, hefði aðeins skroppið út og mundi koma þá og þegar aftur. Á þvottaborðinu var sápa, nákvæm- lega sama tegundin og hún var vön að nota, Hún var rök. Hann braut heilann um hver mundi hafa notað sápustykkið. Svo afklæddi hann sig og fór i rúmið, en það teið á löngu þangað Ii 1 hann sofnaði. Loks lokuðust augu hans og hann dreymdi, ljóst, lifandi og ógleymanlega. Hann dreymdi að hurðinni varð lokið upp og Catriona kom inn, sett- ist á rúmstokkinn hjá honum og kysti hann. Hann fann hitann frá likama hennar. Og hún hvíslaði að honum, að hún elskaði hann. Hann settist upp í rúminu og ætlaði að faðma hana — en þá var hún horf- in. - Hann vaknaði. Tunglskinið lagði inn um gluggann. Herbergið var tómt. Hann var lengi að sofna aftur. Og þá dreymdi hann ekki. Þegar hann vaknaði var komið frám á dag. Hann fór á fætur og draumurinn var ljós fyrir hugskotssjónum hans. Hann varð að setja á sig að muna, að Catriona var ekki þarna, heldur einhversst-aðar suður í Tyrol með Mackenzie. Hann settist að árdegisverði. Angus gekk um beina og Tim gramdist hve súr hann var og þur- lcgur. Seinna um daginn fór hann að veiða með Angus gamla. Þeir höfðu nesti. Kartinn var fúll í fyrstu en þegar leið á daginn fór að ræt- ast úr honum og hann fór að gera að gamni sinu. Þegar þeir voru konmir á heimleið með skreppuna fulla af siiung leið Tim betur. Um leið og þeir komu inn í portið sá Tim ungri stúlku bregða fyrir. llún var i bláum kjót með svuntu og ljóst hár. Hver var þetta? spurði Tim. Það er stelpan, sem er til snún- inga hjerna, svaraði hinn rólega. Hvað heitir hún? Jeanne. Jeg man ekki hvað meira. Jú, vitanlega. Fulltrúinn hafði sagt honum af vinnukonunni, en hann hafði gleymt Javí. Skritið hvað hon- um fanst hann kannast vel við hana. tlonuin hafði sem snöggvast dottið i hug .... Hvaða bull. Það var víst •húsið, sem gerði honum þessar grill- ur. — Nei, nei, Catriona er í Tyrol með Mackenzie! Hann fór upp í svefnherbergið sitt og hafði fataskifti undir miðdeg- isverðinn. Það var langt síðan hann hafði reynt svona mikið á sig og hanii var dáuðþreyttur. Honum lá við að blunda þegar hann kom ofan. 1-Iann varð að taka á þvi sem hann átti til að sofna ekki. Loks slökti hailii á lampanum, kveikti á kerli gætti að hvort útidyrnar væri læst- ar og l'ór svo upp í svefnherbergið. Hann sofnaði fljótt og dreymdi sama drauminn. Catriona kom til hans. Hún var i kjól úr hvítu, mjúku og silkikendu efni. Hún settist á rúm- stokkinn tók örmunum um háls hans og kysti hann. En í þetta sinn tók hann hana og hjelt henni fastri. Og svo vaknaði hann — og þá var hún þar enn, hún sjálf! Catriona, elskan mín, er mig að dreyma? — Nei, Tim, nei. Hún hló og grjet i örmum hans. Jeg er hjerna sjálf. Taktu á mjer. Hve innilega hefi jeg þráð þetta augnablik, dreymt og vonað! Elsku vina min. Jeg vissi, að ef þú elskaðir mig mundirðu giska á, að jeg hefði far- ið hingað. Ó, jeg hefi beðið svo lengi. Angus tók við mjer. Þau hjón- in hafa ávalt verið bestu vinir min- ir. Þau bjuggust ekki við Rubinstein aftur fyr.en þann tólfta — og við hjetdum öll, að mjer væri óhætt að vera hjer þangað til þá. Þegar Mactavish tók eftir mjer var honum sagt, að jeg væri vinnukona. Og svo frjetti jeg að vinur Rubinsteins kæmi í stað hans og því þótti okkur ráðlegast, að jeg yrði áfram kölluð vinnukona. Mactavish nefndi ekki að það væri þú. Mig grunaði það ekki fyr en jeg sá þig koma. En við erum að eyða tímanum. Kystu mig, Tim, kystu mig aftur! Hann þrýsti henni að sjer og kysti hana, en alt í einu datt hoiium nokk- uð í hug. Hann slepti takinu, lagði höndina á öxl hennar og horfði i augu henni: — Hvar er Mackenzie, Catriona? sagði hann alvarlegur.. Mackenzie? Hann sá hve ótta- slegin hún varð. — Mackenzie. — Já, Alstair Mackenzie. Láttu nú ekki eins og þú skiljir mig ekki. Á hann heima hjerna nærri, eða ertu strax orðin leið á honum. Jeg leið á Mackenzie. Hvað ertu að scgja, Tim? Mjer finst þú ættir að skilja það. Hvernig ætti jeg að skilja það? Fn mjcr finst það svo .... Jeg hefi ekki sjeð hann síðan daginn sem jeg l'ór frá London. Heyrðu, Tim .... Hún rjetti úr sjer. — Þú þorir þó varla að gefa í skyn .... að halda að-------. Þögn. Hún sleit sig af honum og hljóp út i hitt hornið á herberginu. — •Eltar þú að segja mjer, að jjú hafir haldið jietta í allar þessar vikur að þú hafir þekt mig.svo litið, að þjer gæti dottið slíkt í hug. Þú hefir þá ekki komið hingað til jiess að leita að mjer. Það var bara tilviljun. O, þá gerði jeg rjett i að fara frá þjer. Úr þvi að þú trúir svona um mig helur þú aldrei elskað mig. En Catriona — elsku Calriona. Itann hljóp til hennar og reyndi að faðma hana að sjer. — Þú verður að viðurkenna, að þetta leit kynlega út. Þið sáust saman á Victoriastöðinni. Hann bjó á hóteli í Innsbruck með konu. En ef þú geíur mjer æruorð þitt um það, að þetta hafi ekki verið þú, þá ....... Æruorð! Hún titraði af reiði. Sncrtu mig ekki. Æruorð um það, uð jcg hafi ekki verið vinkona Al- slairs? Segðu ]jað hreint og beint i stað ]>ess að fara eins og köttur i kringum heitan graut. Það mun vera móðir þín sem hefir komið þessari flugu í þig. Milli okkar er alt úti. Jeg sagði, að hjónaband okkar hefði verið bygt á misskilningi en fyrst núna veit jeg það. Jeg vil aldrei sjá þig framar. Hún fór en hann hljóp á eftir henni. En hún þaut niður stigann og hvarf. Daginn eftir hitti hann hana afl- ur. Ilún var nöpur og isköld, svaraði öllum málaleitunum hans neitandi, lol'aði honum að afsaka sig en mild- aðist ekkert við það. — Þjer er best að ná þjer í ekta enska hefðarmær, sem þú getur gifst þegar við ertim skilin, sagði hún. En jeg vil ekki skilja, clsku Catriona. Mig langar svo innilega til að þú komir aftur með mjer til Shen- stöne. Til Shenstone — til móður þinnar! Aldrei á æfi minni. Jeg skal heita þjer þvi, að hún móðgi þig aldrei framar. — Það eitt að hún er þar, er mjer nægileg móðgun. Við skulum ekki tala meira um þetta, það særir okk- ur bæði. Og gerðu svo vel og farðu sem ftjótast hjeðan. Ef ekki þá verð jeg að fara. Jeg skal fara, sagði hann rauna- lega. — Ætlarðu, er það satt? Það er of seint að komast með bátnum í dag og næst fer ekki skip fyr en á þriðju- KIRKJUÞING KAÞÓLSKRA í KAUP- MANNAHÖFN. í Síðasta mánuði kom saman i Kaupmannahöfn þing Ivaþólskra presta og biskupa, svo- kallað „eukaristiskt“ þing, og hafði kaþólski biskupinn yfir Danmörku, Brems, annast undrbúning þingsins. Var þar saman komið margt stór- menni kaþólsku kirkjunnar, þar á meðal kardínálarnir Hlond og van Rossum, sem tvivegis hefir komið hingað til lands og vígði i síðara skiftið Meulenberg prefekt til bisk- ups yfir íslandi og stofnaði um leið kaþólskt bisluipsdæmi, Lunda, hjer á íslandi. Var kaþólska kirkjan hjer i lteykjavik vígð við sama tækifæri. Iljer á myndinni sjást þeir kardínál- arnir fremst, en á el'tir koma bisk- upar Nprðurlanda og sjest Meulen- b'erg biskup til vinstri á efsta þrep- inn. Á bak við sjást ýmsir prestar, sem tóku þátt í mótinu. Þing þetta st'óð dagana 18. 21. ágúst og er þetta í fyrsta sinn, sem slíkt þing hefir verið haldið á Norð- urlöndum. Hjer til hliðar er mynd af biskupi kaþólskra manna i Dan- mörku, sem lijett ræður fyrir páf- nnuni og konungi í „Idrætshusct", seni er cin stærsli samkomusalur Khafnar. Ræðuiini var útvarpað, og gat því páfinn hlýtt á hana, þó eigi væri hann nærsladdur. daginn. Viltu fara á þriðjudaginn. Já, ef þú biður mig um það. Það var kominn þriðjudagur og þau liöfðu ekki tatað orð saman síð- an þau urðu sammála um, að hann fa-ri. Nú var hann sestur upp í vagn Mactavish og' eftir klukutíma mundi liann vera kominn um borð. Hann hafði skrifað Catrionu brjef og kvatt Angus'-hjónin. Vagninn var kominn upp á hæðina og sást niður að sjón- um. Hann teit við til þess að sjá Felfennaig' i síðasta sinn. Skömmu síðar var hann kominn niður í þorp- ið og vagninn ók niður á bry.ggjuna. Skipið lagði að í sama bili, en átti að staldra við dálitla stund til þess að skipa upp vörum og taka vörur u m borð. Tim sneri sjer við á bryggjunni. >ar stóð Catriona og tók fast i hand- iegg hans. Tim, jeg er komin hingað líku og var hrædd um að verða ol' sein. Tim, gaktu með mjer afsiðis, jeg þarf að tala við þig. Vertu róleg, mjer sýnist þú svo æst. Hvað var erindið við mig? Jeg fjekk brjefið þitt. Er þjer ulvara með þetta? Ætlarðu að gefa injer F'elfennaig? Auðvitað. Jeg hefi ekki skrifað undir samninginn ennþá en við Maclavish höfum símað til Rubin- stein og hann hefir samþykt söluna. Jörðin er þá — mín eign? Já, auðvitað, Catriona. Ó! Hún andvarpaði af ánægju. Og jeg gct boðið hverjum sem er að búa þjá mjer? Já, auðvitað! - Viljið þjer þá gera mjer þá á- nægju, að verða fyrsti gesturinn minn, sir Timothy? Catriona! O, Tim. Augu hennar ljómuðn. Jeg hefi verið heimskingi. Hefi l'.agað mjer eins og óþekkur krakki. En þú hefur verið göfugur, yndis- legur. Þú gast þjer til um innileg- ustu ósk mína og þú hefur uppfylt hana. En jörðin er þín eign líka, ciguin við ekki að hafa það svo, Titn? Sex mánuði ársins á Shen- stone hjá móður þinni — og jeg skal vera ósköp góð Sex mánuði hjérna. Þau horfðu hvort á annað. Al- drei hafði þeim fundist heimurinn jafn yndislegur. Lífið var eins og æfintýri. Tár komu t'ram í augum Catrionu. Hún þurkaði þau og hló. Svo benti hún niður á bryggjuna. - Við látum skipið fara, og verð- um sarftferða heim. Heim til Fel- feinnig.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.